Íslenski boltinn

Ný­liðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Murielle Tiernan skoraði sigurmark Fram í Víkinni í kvöld.
Murielle Tiernan skoraði sigurmark Fram í Víkinni í kvöld. Vísir/Anton

Fram vann 2-1 sigur á Víkingi í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag en spilað var á heimavelli hamingjunnar í Víkinni. Hamingjan var þó öll gestanna úr Úlfarsárdal.

Alda Ólafsdóttir var annan leikinn í röð lykilkonan í sigri Framliðsins en hún var með mark og stoðsendingu í kvöld.

Framkonur, sem eru nýliðar í deildinni, hafa þar með náð í sex stig út úr síðustu tveimur leikjum, eftir tap í þremur fyrstu leikjunum.

Víkingskonur töpuðu aftur á móti þriðja leiknum sínum í röð.

Alda Ólafsdóttir kom Fram í 1-0 á 35. mínútu með skoti úr teignum en Ísfold Marý Sigtryggsdóttir jafnaði metin á lokamínútu fyrri hálfleiks með skalla eftir fyrirgjöf Gígju Valgerðar Harðardóttur.

Murielle Tiernan kom Fram aftur yfir á 69. mínútu eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir Víkingsvörnina frá Öldu. Það reyndist vera sigurmarkið.

Víkingskonur sóttu mikið en Framkonur vörðust og börðust vel. Frábær sigur hjá nýliðunum.

Elaina La Macchia, markvörður Framliðsins, átti stórleik og varði nokkrum sinnum frá Víkingskonum úr mjög góðum færum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×