Lífið

VÆB opnar verslun í Kringlunni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
VÆB flytur framlag Íslands í Eurovision í Basel næstkomandi þriðjudagskvöld.
VÆB flytur framlag Íslands í Eurovision í Basel næstkomandi þriðjudagskvöld. Hulda Margrét

Tónlistardúettinn VÆB, sem keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision í ár, hefur opnað verslun í Kringlunni í tengslum við þátttöku sína í keppninni. Þar verður hægt að kaupa ýmis konar varning tengdan sveitinni, þar á meðal VÆB-galla, húfur og derhúfur.

Bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir, sem skipa VÆB, segja opnun verslunarinnar vera næsta skref eftir mikla sölu á vefnum.

„Nú geta allir komið í búðina, skoðað úrvalið og mátað,“ segja bræðurnir í tilkynningu.

Verslunin opnar í dag, miðvikudag, klukkan 16 og verður opin til miðnættis. Um helgina verður hún opin frá kl. 12 til 16 bæði laugardag og sunnudag.

VÆB flytur framlag Íslands í Eurovision í Basel næstkomandi þriðjudagskvöld. Atriði Íslands verður það fyrsta sem stígur á svið í undanúrslitum keppninnar.


Tengdar fréttir

Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað

Íslenski Eurovision-hópurinn lagði af stað til Basel í Sviss snemma í morgun, þar sem VÆB munu keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision 2025 með laginu „Róa“. Hópurinn safnaðist saman í Efstaleiti klukkan þrjú í nótt og hélt áleiðis til Keflavíkurflugvallar með strætó merktum VÆB. Þrátt fyrir svefnleysi var stemningin góð og Hálfdán og Matti, bræðurnir í VÆB, voru í miklum gír fyrir ferðalagið.

„Þetta er allt partur af plani hjá guði“

„Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.