Fótbolti

„Ætlum að gera eitt­hvað ein­stakt í París“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrátt fyrir tap var Mikel Arteta nokkuð sáttur við frammistöðu Arsenal í fyrri leiknum gegn Paris Saint-Germain.
Þrátt fyrir tap var Mikel Arteta nokkuð sáttur við frammistöðu Arsenal í fyrri leiknum gegn Paris Saint-Germain. getty/Adam Davy

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að liðið verði að gera eitthvað einstakt í París ef liðið ætlar að slá Paris Saint-Germain úr leik og komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

PSG vann fyrri leikinn gegn Arsenal á Emirates í gær. Ousmane Dembélé skoraði eina mark leiksins á 4. mínútu.

Arsenal bíður því erfitt verkefni í seinni leiknum á Parc des Princes eftir viku en Arteta hefur trú á sínum mönnum.

„Ef þú vilt vinna úrslitaleik Meistaradeildarinnar þarftu að gera eitthvað einstakt. Við ætlum að gera eitthvað einstakt í París til að vera þar,“ sagði Arteta eftir leikinn.

„Við höfum mörg tækifæri til að vera í úrslitaleiknum. Svo ég endurtaki mig, þá þarftu gera eitthvað einstakt í keppninni til að eiga rétt á því að vera í úrslitum. Og tíminn til að gera það er í París.“

Arsenal hefur aðeins einu sinni komist í úrslit Meistaradeildarinnar. Það var 2006 þegar liðið tapaði 1-2 fyrir Barcelona á Stade de France í París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×