Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 14:30 Leikmenn Liverpool bíða hér spenntir í vítakeppninni en Liverpool datt út úr Meistaradeildinni í ár eftir tap í vító á móti franska liðinu Paris Saint-Germain. Getty/Joe Prior Svo gæti farið að ein risastór breyting og tvær aðrar minni breytingar verði gerðar á leikjum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta í næstu leiktíð. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, er að íhuga þessar breytingar á keppninni sem er að klára sitt fyrsta tímabil eftir að hætt var var með riðlakeppnina. Í vetur voru öll lið sett í sömu deild en bæði liðum og leikjum var fjölgað. Breytingin tókst vel en forráðamenn UEFA eru ekki hættir að þróa keppnina og leggja nú til frekari breytingar. Sú stærsta af þessum mögulegu nýju breytingum er að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni. Leikir, sem enda með jafntefli og þyrfti að framlengja, færu þá í staðinn beint í vítakeppni. Þetta myndi vissulega minnka álagið á leikmenn og margir styðja það að losna við þrjátíu mínútur sem oft snúast um að bíða eftir vítakeppninni. Önnur möguleg breyting er að liðin sem enda í hópi þeirra átta efstu í deildinni tryggja sér seinni leikinn á heimavelli í bæði átta liða úrslitum og undanúrslitum. Þetta myndir auka enn frekar vægi þess að ná sem bestum árangri í deildarkeppninni. Þriðja breytingin er síðan að lið frá sama landi gætu ekki mæst fyrr en komið er fram í átta liða úrslitin. Ensku liðin gætu reyndar orðið sex í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og það gæti því flækt málin aðeins. Það verður forvitnilegt að sjá hvort það verði af þessum breytingum á keppninni. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Sport Fleiri fréttir Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, er að íhuga þessar breytingar á keppninni sem er að klára sitt fyrsta tímabil eftir að hætt var var með riðlakeppnina. Í vetur voru öll lið sett í sömu deild en bæði liðum og leikjum var fjölgað. Breytingin tókst vel en forráðamenn UEFA eru ekki hættir að þróa keppnina og leggja nú til frekari breytingar. Sú stærsta af þessum mögulegu nýju breytingum er að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni. Leikir, sem enda með jafntefli og þyrfti að framlengja, færu þá í staðinn beint í vítakeppni. Þetta myndi vissulega minnka álagið á leikmenn og margir styðja það að losna við þrjátíu mínútur sem oft snúast um að bíða eftir vítakeppninni. Önnur möguleg breyting er að liðin sem enda í hópi þeirra átta efstu í deildinni tryggja sér seinni leikinn á heimavelli í bæði átta liða úrslitum og undanúrslitum. Þetta myndir auka enn frekar vægi þess að ná sem bestum árangri í deildarkeppninni. Þriðja breytingin er síðan að lið frá sama landi gætu ekki mæst fyrr en komið er fram í átta liða úrslitin. Ensku liðin gætu reyndar orðið sex í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og það gæti því flækt málin aðeins. Það verður forvitnilegt að sjá hvort það verði af þessum breytingum á keppninni. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Sport Fleiri fréttir Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Sjá meira