Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2025 16:00 Björgvin Karl Gunnarsson og Baldur Sigurðsson í ræktarsalnum sem nú er án allra ræktartækja. Stöð 2 Sport Í lokaþætti nýrrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi tekur Baldur Sigurðsson púlsinn á nýliðunum frá Austfjörðum í FHL sem í fyrsta sinn spila í Bestu deildinni í sumar. Þjálfarinn Björgvin Karl Gunnarsson sýnir Baldri meðal annars aðstöðuna í Fjarðabyggð. Þátturinn um FHL er sýndur á Stöð 2 Sport 5 í kvöld klukkan 20 en þetta er sjötti og síðasti þátturinn í seríunni, þar sem Baldur heimsækir liðin sem eru að búa sig undir leiktíðina. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: LUÍH - Bærinn seldi öll tækin úr ræktinni FHL byrjar sína fyrstu leiktíð í efstu deild með leik við Tindastól á Sauðárkróki í kvöld og tekur svo á móti Val í Fjarðabyggðarhöllinni á annan í páskum. Á undirbúningstímabilinu urðu miklar breytingar á aðstöðunni sem leikmenn FHL njóta því að sögn Björgvins seldi Fjarðabyggð öll helstu tæki og tól úr líkamsræktaraðstöðu félagsins í desember: „Hérna var mjög góð rækt og frábært útsýni en það var ákveðið að selja tæki og tól, og líklega á að breyta þessu í félagsmiðstöð,“ segir Björgvin Karl. Sendi fyrirspurn á bæinn en fékk aldrei svar „Þetta er mjög dapurt með þessa frábæru íþróttamiðstöð. Ég ætla að vona að Fjarðabyggð sjái að sér og reyni að koma upp einhverri aðstöðu. Þeir töldu sig ekki mega vera í samkeppni við aðra líkamsræktarstöð sem sér um Crossfit. Það góða fólk fékk því að kaupa tækin og er komið með aðstöðu þar, og leyfa okkur væntanlega að fara þangað. En þá ertu annars staðar og þarft að fara á milli, sem er óhagstætt fyrir afreksíþróttafólk hér í Fjarðabyggð,“ segir Björgvin Karl. Baldur var óneitanlega hissa á þessari stöðu: „Þið eruð flaggskipið, komin í Bestu deild kvenna og væntanlega mikil gleði og miklar væntingar, en þá er þetta skref til baka finnst manni. Að taka frá aðstöðu í stað þess að skapa betri og nýrri aðstöðu,“ segir Baldur og Björgvin Karl tekur undir: „Ég hefði alltaf frekar viljað sjá að þessi aðstaða yrði frekar bætt. Ég sendi meðal annars fyrirspurn á bæinn um söluna en fékk ekki einu sinni svar. Mér finnst því ekki verið að gera þetta með afreksíþróttafólk í huga, hvort sem það er í fótbolta, glímu eða skíðum. Ég veit að til dæmis markvörðurinn minn, sem er að koma aftur frá Bandaríkjunum, mun fá áfall þegar hún sér þetta. Við erum hins vegar með fínustu aðstöðu í Crossfit, tækin fóru þangað og við eigum að geta leitað til þeirra, en þú hefur þá ekki tíma til að hoppa til dæmis upp og gera „activation“ æfingar eða hjóla, til að gera þig kláran [fyrir fótboltaæfingu].“ FHL Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Þátturinn um FHL er sýndur á Stöð 2 Sport 5 í kvöld klukkan 20 en þetta er sjötti og síðasti þátturinn í seríunni, þar sem Baldur heimsækir liðin sem eru að búa sig undir leiktíðina. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: LUÍH - Bærinn seldi öll tækin úr ræktinni FHL byrjar sína fyrstu leiktíð í efstu deild með leik við Tindastól á Sauðárkróki í kvöld og tekur svo á móti Val í Fjarðabyggðarhöllinni á annan í páskum. Á undirbúningstímabilinu urðu miklar breytingar á aðstöðunni sem leikmenn FHL njóta því að sögn Björgvins seldi Fjarðabyggð öll helstu tæki og tól úr líkamsræktaraðstöðu félagsins í desember: „Hérna var mjög góð rækt og frábært útsýni en það var ákveðið að selja tæki og tól, og líklega á að breyta þessu í félagsmiðstöð,“ segir Björgvin Karl. Sendi fyrirspurn á bæinn en fékk aldrei svar „Þetta er mjög dapurt með þessa frábæru íþróttamiðstöð. Ég ætla að vona að Fjarðabyggð sjái að sér og reyni að koma upp einhverri aðstöðu. Þeir töldu sig ekki mega vera í samkeppni við aðra líkamsræktarstöð sem sér um Crossfit. Það góða fólk fékk því að kaupa tækin og er komið með aðstöðu þar, og leyfa okkur væntanlega að fara þangað. En þá ertu annars staðar og þarft að fara á milli, sem er óhagstætt fyrir afreksíþróttafólk hér í Fjarðabyggð,“ segir Björgvin Karl. Baldur var óneitanlega hissa á þessari stöðu: „Þið eruð flaggskipið, komin í Bestu deild kvenna og væntanlega mikil gleði og miklar væntingar, en þá er þetta skref til baka finnst manni. Að taka frá aðstöðu í stað þess að skapa betri og nýrri aðstöðu,“ segir Baldur og Björgvin Karl tekur undir: „Ég hefði alltaf frekar viljað sjá að þessi aðstaða yrði frekar bætt. Ég sendi meðal annars fyrirspurn á bæinn um söluna en fékk ekki einu sinni svar. Mér finnst því ekki verið að gera þetta með afreksíþróttafólk í huga, hvort sem það er í fótbolta, glímu eða skíðum. Ég veit að til dæmis markvörðurinn minn, sem er að koma aftur frá Bandaríkjunum, mun fá áfall þegar hún sér þetta. Við erum hins vegar með fínustu aðstöðu í Crossfit, tækin fóru þangað og við eigum að geta leitað til þeirra, en þú hefur þá ekki tíma til að hoppa til dæmis upp og gera „activation“ æfingar eða hjóla, til að gera þig kláran [fyrir fótboltaæfingu].“
FHL Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02