„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. apríl 2025 22:15 Borche Ilievski, þjálfari ÍR. vísir / anton „Auðvitað er ég vonsvikinn, ég bjóst við fara í fimmta leikinn, en ég er alveg gríðarlega stoltur af öllu sem við gerðum“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, fljótlega eftir að liðið féll úr leik í úrslitakeppninni eftir tap gegn Stjörnunni. Borche tók við liðinu á slæmum stað fyrr í vetur, kom því í úrslitakeppnina og gengur stoltur frá tímabilinu. Hann heldur áfram þjálfun ÍR og nú hefst samtal við stjórnina um enn frekari fjárfestingar og uppbyggingu. „Markmiðið var klárlega að ná lengra, að komast í undanúrslit og síðan úrslitin, en ég þarf að taka ábyrgð á því sem þjálfari að Stjarnan var örlítið betra liðið í þessari seríu. Hamingjuóskir til þeirra, þetta var frábær sería, ég er ánægður með að endurvekja ríginn milli Stjörnunnar og ÍR. Vonandi helst hann áfram næstu ár.“ Ákvörðun dómara undir lok leiks hafði mikil áhrif. Jacob Falko hefði minnkað muninn aftur niður í eitt stig fyrir ÍR, brotið var á honum en engin villa dæmd. Borche tók því af yfirvegun, sagðist ekki hafa neitt út á dómgæsluna að setja og treysti því að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina“ Borche getur vel verið stoltur af liðinu, bæði fyrir tímabilið í heild sinni og frammistöðuna í fjórða leikhluta í kvöld. Þrátt fyrir að vera nokkuð langt undir allan leikinn tókst þeim að minnka muninn niður í eitt stig þegar aðeins ein mínúta var eftir. Hann þakkaði stuðningsmönnum sérstaklega fyrir þeirra framlag í því. „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr, lið sem gefst aldrei upp og það er akkúrat það sem sást undir lokin. Við vorum nálægt því og fengum nokkur opin skot þar sem við hefðum getað breytt leiknum, en klikkuðum því miður. Síðan eru Stjörnumenn nógu reynslumiklir, sérstaklega Ægir, til að vita hvernig á að refsa fyrir það. Engu að síður er ég ofboðslega stoltur af leikmönnunum, öllum í kringum klúbbinn, stuðningsmönnunum sérstaklega. Ég minni reglulega á að þeir eru okkar sjötti leikmaður, án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina. Nú höllum við okkur aðeins aftur, hugsum um tímabilið og vonandi náum að setja saman samkeppnishæft lið aftur á næsta tímabili og ná í enn betri úrslit.“ Frí framundan, svo fundur með stjórn Nú tekur við gott frí hjá ÍR áður en drögin að næsta tímabili verða teiknuð upp. Borche var ekki spurður að því sérstaklega, en hljómaði sannarlega eins og hann yrði áfram þjálfari liðsins og árangurinn gefur enga ástæðu til að efast um það. „Við munum byrja að njósna um nýja leikmenn. Svo er ný stjórn hjá ÍR, ég mun ræða við þau og komast að því hvað planið er fyrir næsta ár, hvort vilji sé fyrir því að skapa samkeppnishæft lið eins og í ár. Við viljum auðvitað vera lið sem tekur alltaf þátt í úrslitakeppni og keppir um titilinn“ sagði Borche að lokum. Bónus-deild karla ÍR Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
„Markmiðið var klárlega að ná lengra, að komast í undanúrslit og síðan úrslitin, en ég þarf að taka ábyrgð á því sem þjálfari að Stjarnan var örlítið betra liðið í þessari seríu. Hamingjuóskir til þeirra, þetta var frábær sería, ég er ánægður með að endurvekja ríginn milli Stjörnunnar og ÍR. Vonandi helst hann áfram næstu ár.“ Ákvörðun dómara undir lok leiks hafði mikil áhrif. Jacob Falko hefði minnkað muninn aftur niður í eitt stig fyrir ÍR, brotið var á honum en engin villa dæmd. Borche tók því af yfirvegun, sagðist ekki hafa neitt út á dómgæsluna að setja og treysti því að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina“ Borche getur vel verið stoltur af liðinu, bæði fyrir tímabilið í heild sinni og frammistöðuna í fjórða leikhluta í kvöld. Þrátt fyrir að vera nokkuð langt undir allan leikinn tókst þeim að minnka muninn niður í eitt stig þegar aðeins ein mínúta var eftir. Hann þakkaði stuðningsmönnum sérstaklega fyrir þeirra framlag í því. „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr, lið sem gefst aldrei upp og það er akkúrat það sem sást undir lokin. Við vorum nálægt því og fengum nokkur opin skot þar sem við hefðum getað breytt leiknum, en klikkuðum því miður. Síðan eru Stjörnumenn nógu reynslumiklir, sérstaklega Ægir, til að vita hvernig á að refsa fyrir það. Engu að síður er ég ofboðslega stoltur af leikmönnunum, öllum í kringum klúbbinn, stuðningsmönnunum sérstaklega. Ég minni reglulega á að þeir eru okkar sjötti leikmaður, án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina. Nú höllum við okkur aðeins aftur, hugsum um tímabilið og vonandi náum að setja saman samkeppnishæft lið aftur á næsta tímabili og ná í enn betri úrslit.“ Frí framundan, svo fundur með stjórn Nú tekur við gott frí hjá ÍR áður en drögin að næsta tímabili verða teiknuð upp. Borche var ekki spurður að því sérstaklega, en hljómaði sannarlega eins og hann yrði áfram þjálfari liðsins og árangurinn gefur enga ástæðu til að efast um það. „Við munum byrja að njósna um nýja leikmenn. Svo er ný stjórn hjá ÍR, ég mun ræða við þau og komast að því hvað planið er fyrir næsta ár, hvort vilji sé fyrir því að skapa samkeppnishæft lið eins og í ár. Við viljum auðvitað vera lið sem tekur alltaf þátt í úrslitakeppni og keppir um titilinn“ sagði Borche að lokum.
Bónus-deild karla ÍR Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira