„Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. apríl 2025 21:01 Unnur Birna var fjórða íslenska stúlkan til að sigra keppnina Ungfrú Heimur. Getty/China Photos „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn, ég var aldrei fyrir þessa prinsessuleiki. Að vera með krullað hár, naglalakk og í háum hælum var ekkert fyrir mig. Þetta er ekki ég í eðli mínu. Ég var bara að moka skít í hestunum, þar leið mér best,“ segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur hjá Coripharma og Ungfrú heimur 2005. Unnur Birna var gestur í viðtalsliðnum Hvar ertu nú? í morgunþættinum Brennslan í morgun. Hún rifjaði upp tímann þegar hún bar sigur úr býtum sem Ungfrú heimur árið 2005. Keppnin fór fram í Sanya í Kína og var Unnur Birna fjórða íslenska konan sem ber titilinn ungfrú heimur. Áður hafa Guðrún Bjarnadóttir, árið 1962, Hólmfríður Karlsdóttir, árið 1985, og Linda Pétursdóttir, árið 1988, skartað kórónunni eftirsóttu. Lítið fyrir þennan heim Unnur Birna segir fegurðarsamkeppnir á þessum tíma og áratugina áður hafi verið „á allt öðru leveli.“ Hún fékk demanta sem voru virði einar milljónar króna, ferðatöskur, snyrtivörur, auk þess að hafa borðað frítt á veitingastaðnum Nings í heilt ár. „Auðvitað var þetta gaman og skemmtileg tækifæri í kringum þetta, og í kjölfar þessara ára opnuðust margar spennandi dyr,“ segir Unnur og heldur áfram: „Ég tók þessu sem einhvers konar hlutverki. Ég hafði verið mikið á sviði, bæði í dansi og leiklist, og var danskennari í mörg ár. Ég var mikið í leiklist og einhvern veginn hugsaði ég: Heyrðu, ég get gert þetta líka. Svo gerðist þetta óvænt og var ekkert sérstakt markmið að vinna þessa stóru keppni, þó auðvitað tek ég ekki þátt í henni án þess að stefna á sigur. Ég gerði greinilega allt bara rétt á þeim tíma,“ segir hún og hlær. Spurð hvernig líf hennar hafi verið eftir sigurinn segir Unnur Birna að árið eftir hafi einkennst af ferðalögum og þátttöku í opinberum viðburðum. „Ég var að vinna fyrir Miss World Limited í heilt ár, var meira og minna í London, var með aðgang að eigin hótelherbergi, og fór í 30-40 ferðir á ári. Þetta var mikið ferðalag og ég þurfti að leggja námsferilinn til hliðar á meðan,“ útskýrir hún. Vinnan fólst mest í því að taka þátt í góðgerðarviðburðum og opinberum heimsóknum. Fjölskyldulíf og padel Í dag hefur Unnur Birna komið sér upp fallegu heimili og starfar sem lögfræðingur hjá lyfjafyrirtækinu Coripharma. Hún er gift Pétri Rúnari Heimissyni, og þau gengu í hjónaband 26. júlí 2014. Þau eiga samtals fjögur börn. Núna einbeitir hún sér að fjölskyldulífi, starfsframa og áhugamálum sínum, eins og hot-jóga og padel. „Ég vil meina að ég sé að æfa padel. Við erum með þjálfara, við erum ekkert að grínast,“ segir Unnur Birna og hlær. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir og Pétur Rúnar Heimisson selja slotið. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Ungfrú Ísland Brennslan FM957 Padel Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Unnur Birna var gestur í viðtalsliðnum Hvar ertu nú? í morgunþættinum Brennslan í morgun. Hún rifjaði upp tímann þegar hún bar sigur úr býtum sem Ungfrú heimur árið 2005. Keppnin fór fram í Sanya í Kína og var Unnur Birna fjórða íslenska konan sem ber titilinn ungfrú heimur. Áður hafa Guðrún Bjarnadóttir, árið 1962, Hólmfríður Karlsdóttir, árið 1985, og Linda Pétursdóttir, árið 1988, skartað kórónunni eftirsóttu. Lítið fyrir þennan heim Unnur Birna segir fegurðarsamkeppnir á þessum tíma og áratugina áður hafi verið „á allt öðru leveli.“ Hún fékk demanta sem voru virði einar milljónar króna, ferðatöskur, snyrtivörur, auk þess að hafa borðað frítt á veitingastaðnum Nings í heilt ár. „Auðvitað var þetta gaman og skemmtileg tækifæri í kringum þetta, og í kjölfar þessara ára opnuðust margar spennandi dyr,“ segir Unnur og heldur áfram: „Ég tók þessu sem einhvers konar hlutverki. Ég hafði verið mikið á sviði, bæði í dansi og leiklist, og var danskennari í mörg ár. Ég var mikið í leiklist og einhvern veginn hugsaði ég: Heyrðu, ég get gert þetta líka. Svo gerðist þetta óvænt og var ekkert sérstakt markmið að vinna þessa stóru keppni, þó auðvitað tek ég ekki þátt í henni án þess að stefna á sigur. Ég gerði greinilega allt bara rétt á þeim tíma,“ segir hún og hlær. Spurð hvernig líf hennar hafi verið eftir sigurinn segir Unnur Birna að árið eftir hafi einkennst af ferðalögum og þátttöku í opinberum viðburðum. „Ég var að vinna fyrir Miss World Limited í heilt ár, var meira og minna í London, var með aðgang að eigin hótelherbergi, og fór í 30-40 ferðir á ári. Þetta var mikið ferðalag og ég þurfti að leggja námsferilinn til hliðar á meðan,“ útskýrir hún. Vinnan fólst mest í því að taka þátt í góðgerðarviðburðum og opinberum heimsóknum. Fjölskyldulíf og padel Í dag hefur Unnur Birna komið sér upp fallegu heimili og starfar sem lögfræðingur hjá lyfjafyrirtækinu Coripharma. Hún er gift Pétri Rúnari Heimissyni, og þau gengu í hjónaband 26. júlí 2014. Þau eiga samtals fjögur börn. Núna einbeitir hún sér að fjölskyldulífi, starfsframa og áhugamálum sínum, eins og hot-jóga og padel. „Ég vil meina að ég sé að æfa padel. Við erum með þjálfara, við erum ekkert að grínast,“ segir Unnur Birna og hlær. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir og Pétur Rúnar Heimisson selja slotið. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Ungfrú Ísland Brennslan FM957 Padel Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira