Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2025 14:03 Khvicha Kvaratskhelia fagnar eftir að hafa komið Paris Saint-Germain í 2-1 gegn Aston Villa. getty/Jean Catuffe Paris Saint-Germain og Barcelona eru í góðri stöðu í sínum einvígum í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir sigra á heimavelli í gær. PSG vann 3-1 sigur á Aston Villa á meðan Barcelona rústaði Borussia Dortmund, 4-0. Villa náði forystunni á Parc des Princes í gær þegar Morgan Rogers skoraði á 35. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Désiré Doué metin með mögnuðu skoti. Staðan í hálfleik var 1-1. Á 49. mínútu kom Khvicha Kvaratskhelia PSG yfir eftir góðan sprett og frábært skot. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Nuno Mendes svo þriðja mark frönsku meistaranna. Þeir eru því í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Villa Park á þriðjudaginn. Brasilíumaðurinn Raphinha hefur verið magnaður í Meistaradeildinni í vetur og hann kom Barcelona á bragðið gegn Dortmund í gær. Á 25. mínútu skoraði hann með skoti af örstuttu færi og skoraði sitt tólfta mark í Meistaradeildinni á tímabilinu. Hann er markahæsti leikmaður hennar. Á 48. mínútu lagði Raphinha upp mark fyrir Robert Lewandowski og Pólverjinn skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Börsunga á 66. mínútu. Lewandowski hefur skorað fjörutíu mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Ungstirnið Lamine Yamal gerði svo fjórða mark Barcelona á 77. mínútu eftir undirbúning Raphinhas. Seinni leikur Barcelona og Dortmund fer fram á Signal Iduna Park á þriðjudaginn. Sigurvegari einvígisins mætir Bayern München eða Inter í undanúrslitum. Í hinni undanúrslitarimmunni mætir annað hvort PSG eða Villa Arsenal eða Real Madrid. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Miðvörðurinn Pau Cubarsí hélt að hann hefði skorað sitt fyrsta Meistaradeildarmark þegar Barcelona vann 4-0 stórsigur á Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var ekki alveg svo. 10. apríl 2025 07:30 Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Barcelona er í frábærum málum eftir 4-0 sigur á Borussia Dortmund í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:53 Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Paris Saint Germain fer til Englands með tvö mörk í forskot eftir 3-1 sigur á Aston Villa á Parc des Princes í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:52 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
PSG vann 3-1 sigur á Aston Villa á meðan Barcelona rústaði Borussia Dortmund, 4-0. Villa náði forystunni á Parc des Princes í gær þegar Morgan Rogers skoraði á 35. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Désiré Doué metin með mögnuðu skoti. Staðan í hálfleik var 1-1. Á 49. mínútu kom Khvicha Kvaratskhelia PSG yfir eftir góðan sprett og frábært skot. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Nuno Mendes svo þriðja mark frönsku meistaranna. Þeir eru því í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Villa Park á þriðjudaginn. Brasilíumaðurinn Raphinha hefur verið magnaður í Meistaradeildinni í vetur og hann kom Barcelona á bragðið gegn Dortmund í gær. Á 25. mínútu skoraði hann með skoti af örstuttu færi og skoraði sitt tólfta mark í Meistaradeildinni á tímabilinu. Hann er markahæsti leikmaður hennar. Á 48. mínútu lagði Raphinha upp mark fyrir Robert Lewandowski og Pólverjinn skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Börsunga á 66. mínútu. Lewandowski hefur skorað fjörutíu mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Ungstirnið Lamine Yamal gerði svo fjórða mark Barcelona á 77. mínútu eftir undirbúning Raphinhas. Seinni leikur Barcelona og Dortmund fer fram á Signal Iduna Park á þriðjudaginn. Sigurvegari einvígisins mætir Bayern München eða Inter í undanúrslitum. Í hinni undanúrslitarimmunni mætir annað hvort PSG eða Villa Arsenal eða Real Madrid.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Miðvörðurinn Pau Cubarsí hélt að hann hefði skorað sitt fyrsta Meistaradeildarmark þegar Barcelona vann 4-0 stórsigur á Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var ekki alveg svo. 10. apríl 2025 07:30 Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Barcelona er í frábærum málum eftir 4-0 sigur á Borussia Dortmund í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:53 Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Paris Saint Germain fer til Englands með tvö mörk í forskot eftir 3-1 sigur á Aston Villa á Parc des Princes í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:52 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Miðvörðurinn Pau Cubarsí hélt að hann hefði skorað sitt fyrsta Meistaradeildarmark þegar Barcelona vann 4-0 stórsigur á Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var ekki alveg svo. 10. apríl 2025 07:30
Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Barcelona er í frábærum málum eftir 4-0 sigur á Borussia Dortmund í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:53
Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Paris Saint Germain fer til Englands með tvö mörk í forskot eftir 3-1 sigur á Aston Villa á Parc des Princes í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:52