Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2025 09:01 Verdens Gang reiknaði út hversu mikið Bjarki Gunnlaugsson kostaði Brann, fyrir hvern leik. stöð 2 sport Bjarki Gunnlaugsson átti ekki sjö dagana sæla þegar hann lék með Brann í Noregi. Hann var harðlega gagnrýndur og kallaður verstu kaup í sögu Brann. Eftir gott gengi hjá Molde gekk Bjarki í raðir Brann sumarið 1998. Þar gekk allt á afturfótunum hjá honum eins og hann ræddi um í öðrum þætti A&B, þáttaraðar um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. „Ég byrjaði á því að meiðast í æfingaleik og svo var ég að ströggla allt tímabilið. Lærmeiðslin tóku sig aftur upp og það gengur ekkert sérstaklega vel,“ sagði Bjarki í A&B. „Fjölmiðlar í Bergen voru ekkert sérlega ánægðir með mig, eða í Noregi yfirhöfuð. Ég var með stæla gagnvart þeim og öllum. Einn þeirra, Verdens Gang, hafði reiknað út og sett á forsíðu hvað ég hafði kostað Brann mikið í hverjum leik.“ Klippa: A&B - Martraðardvöl Bjarka hjá Brann Brann átti ágætu gengi að fagna í Evrópukeppni á tíma Bjarka hjá félaginu og mætti meðal annars Werder Bremen frá Þýskalandi. Bjarki missti af fyrri leik liðanna vegna meiðsla en kom inn á sem varamaður í seinni leiknum. Þegar Brann fékk víti tók Bjarki boltann, fór á punktinn en skaut hátt yfir. Hann var ekki vítaskytta Brann á þessum tíma. „Eftir leikinn varð allt vitlaust; hvað varstu að spá að taka boltann og ég ríf bara kjaft á móti. Þetta var einhvern veginn vonlaust hjá mér,“ sagði Bjarki. „Auðvitað var klúbburinn ekkert ánægður með mig. Ég var mjög dýr leikmaður, launalega séð, og auðvitað ætluðust þeir til að ég væri að gera mitt sem ég var ekki að gera og enginn var pirraðri heldur en ég. Þetta var hjónaband sem var dauðadæmt frá byrjun.“ Kaup Brann á Bjarka voru valin verstu kaup tímabilsins og talað var um að félagið hefði keypt köttinn í sekknum. „Það var réttmætt. Ég var katta i sekken eins og Norðmaðurinn segir. Þetta var hægur dauðdagi; hvað segir maður, lestarslys.“ Innslagið úr öðrum þætti A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þættirnir A&B verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. A&B Norski boltinn Tengdar fréttir Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Endurkoma Georges Kirby á Akranes 1990 fór ekki eins og vonast var eftir. Faðir Arnars og Bjarka Gunnlaugssonar sagði Kirby meðal annars til syndanna. 3. apríl 2025 09:00 Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Arnar Gunnlaugsson sneri heim til Íslands með stæl sumarið 1995. Heimkoman tveimur árum seinna var hins vegar ekki jafn eftirminnileg og Arnar segir að hann hafi verið langt niðri á þeim tíma. 2. apríl 2025 09:02 Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró „Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B. 31. mars 2025 07:30 Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ „Þetta er búið að vera ævintýri. Ups and downs,“ segir Arnar Gunnlaugsson í stiklu fyrir nýja þáttaröð, A&B, sem hefst á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld. Þættirnir fjalla um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka sem sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta með ýmsum hætti. 30. mars 2025 11:02 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Eftir gott gengi hjá Molde gekk Bjarki í raðir Brann sumarið 1998. Þar gekk allt á afturfótunum hjá honum eins og hann ræddi um í öðrum þætti A&B, þáttaraðar um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. „Ég byrjaði á því að meiðast í æfingaleik og svo var ég að ströggla allt tímabilið. Lærmeiðslin tóku sig aftur upp og það gengur ekkert sérstaklega vel,“ sagði Bjarki í A&B. „Fjölmiðlar í Bergen voru ekkert sérlega ánægðir með mig, eða í Noregi yfirhöfuð. Ég var með stæla gagnvart þeim og öllum. Einn þeirra, Verdens Gang, hafði reiknað út og sett á forsíðu hvað ég hafði kostað Brann mikið í hverjum leik.“ Klippa: A&B - Martraðardvöl Bjarka hjá Brann Brann átti ágætu gengi að fagna í Evrópukeppni á tíma Bjarka hjá félaginu og mætti meðal annars Werder Bremen frá Þýskalandi. Bjarki missti af fyrri leik liðanna vegna meiðsla en kom inn á sem varamaður í seinni leiknum. Þegar Brann fékk víti tók Bjarki boltann, fór á punktinn en skaut hátt yfir. Hann var ekki vítaskytta Brann á þessum tíma. „Eftir leikinn varð allt vitlaust; hvað varstu að spá að taka boltann og ég ríf bara kjaft á móti. Þetta var einhvern veginn vonlaust hjá mér,“ sagði Bjarki. „Auðvitað var klúbburinn ekkert ánægður með mig. Ég var mjög dýr leikmaður, launalega séð, og auðvitað ætluðust þeir til að ég væri að gera mitt sem ég var ekki að gera og enginn var pirraðri heldur en ég. Þetta var hjónaband sem var dauðadæmt frá byrjun.“ Kaup Brann á Bjarka voru valin verstu kaup tímabilsins og talað var um að félagið hefði keypt köttinn í sekknum. „Það var réttmætt. Ég var katta i sekken eins og Norðmaðurinn segir. Þetta var hægur dauðdagi; hvað segir maður, lestarslys.“ Innslagið úr öðrum þætti A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þættirnir A&B verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.
A&B Norski boltinn Tengdar fréttir Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Endurkoma Georges Kirby á Akranes 1990 fór ekki eins og vonast var eftir. Faðir Arnars og Bjarka Gunnlaugssonar sagði Kirby meðal annars til syndanna. 3. apríl 2025 09:00 Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Arnar Gunnlaugsson sneri heim til Íslands með stæl sumarið 1995. Heimkoman tveimur árum seinna var hins vegar ekki jafn eftirminnileg og Arnar segir að hann hafi verið langt niðri á þeim tíma. 2. apríl 2025 09:02 Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró „Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B. 31. mars 2025 07:30 Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ „Þetta er búið að vera ævintýri. Ups and downs,“ segir Arnar Gunnlaugsson í stiklu fyrir nýja þáttaröð, A&B, sem hefst á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld. Þættirnir fjalla um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka sem sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta með ýmsum hætti. 30. mars 2025 11:02 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Endurkoma Georges Kirby á Akranes 1990 fór ekki eins og vonast var eftir. Faðir Arnars og Bjarka Gunnlaugssonar sagði Kirby meðal annars til syndanna. 3. apríl 2025 09:00
Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Arnar Gunnlaugsson sneri heim til Íslands með stæl sumarið 1995. Heimkoman tveimur árum seinna var hins vegar ekki jafn eftirminnileg og Arnar segir að hann hafi verið langt niðri á þeim tíma. 2. apríl 2025 09:02
Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró „Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B. 31. mars 2025 07:30
Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ „Þetta er búið að vera ævintýri. Ups and downs,“ segir Arnar Gunnlaugsson í stiklu fyrir nýja þáttaröð, A&B, sem hefst á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld. Þættirnir fjalla um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka sem sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta með ýmsum hætti. 30. mars 2025 11:02