Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2025 14:30 Brynleifur Siglaugsson hefur það gott í Kenía. „Þú getur leigt fína íbúð hérna á þessu svæði fyrir svona 50-60 þúsund kall. Þannig að ef þú ert með 150-200 þúsund krónur á mánuði, þá lifir þú bara eins og kóngur,“ segir Brynleifur Siglaugsson, 54 ára heimshornaflakkari og ævintýramaður sem býr á þremur stöðum í heiminum; í Hveragerði, Lettlandi og á Díaní Beach í Kenía. Brynleifur hefur unnið sem verktaki og smiður í gegnum tíðina en ákvað að fara að hægja á sér og njóta lífsins eftir fimmtugt. Keypti sér þá 22 hektara jörð í Lettlandi með hálfónýtu bjálkahúsi sem hann er byrjaður að gera upp og ætlar sér að nota á vorin og haustin sem sinn sumarbústað. Því næst keypti hann sér lóð við undurfagra Indlandshafsströnd Kenía, við Díaní Beach, og er nú búinn að reisa sér þar um 900 fermetra höll með fimm svítum, sundlaug, ræktarherbergi, nuddherbergi, gestahúsi og fleiru. Þar stefnir hann á að dvelja á veturna. Meðan hann flakkar um heiminn framfleytir hann sér á fyrirtæki sem hann rekur á Íslandi og á leigutekjum, því hann er einnig farinn að leigja út höllina sína í Kenía á heimasíðu sinni. Lóa Pind Aldísardóttir og Sigurður Már Davíðsson kvikmyndatökumaður heimsóttu Brynleif til bæði Lettlands og Kenía fyrir lokaþáttinn af sjöttu seríu „Hvar er best a búa?“ Þau voru viðstödd árlega kartöfluhátíð sem hann heldur á haustin við bjálkahúsið sitt í Lettlandi og voru svo hjá honum í mildu veðurfarinu í Kenía í október. Ítarleg saga þessa ævintýramanns var í lokaþættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 fyrir ekki svo löngu.Um var að ræða lokaþáttinn í seríunni. Glæsilegt húsið sem hann reisti sér í Kenía má sjá í broti sem hér fylgir. Klippa: Lifir eins og kóngur Í þáttaröðinni heimsótti Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Snorri Sigbjörn Jónsson og Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí var honum til aðstoðar. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Kenía Lettland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. 11. mars 2025 12:32 Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ „Ísland verður alltaf heim,“ segir Kristján Olafsson sem býr ásamt eiginkonu sinni Hildu Olafsson og börnum þeirra fjórum á pálmaskrýddri golfvallareyju við Miami Beach. Þau hafa búið í bæði Los Angeles og New York en fyrir tilviljun þá leiddi vinnan hans Kristjáns þau suður til Flórída. 18. mars 2025 10:32 Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó „Lífið er ekkert flókið,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, forritari, sem ákvað fyrir nokkrum árum að elta ástina til strandbæjarins Playa del Carmen í Mexíkó. 4. mars 2025 14:02 Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Brynleifur hefur unnið sem verktaki og smiður í gegnum tíðina en ákvað að fara að hægja á sér og njóta lífsins eftir fimmtugt. Keypti sér þá 22 hektara jörð í Lettlandi með hálfónýtu bjálkahúsi sem hann er byrjaður að gera upp og ætlar sér að nota á vorin og haustin sem sinn sumarbústað. Því næst keypti hann sér lóð við undurfagra Indlandshafsströnd Kenía, við Díaní Beach, og er nú búinn að reisa sér þar um 900 fermetra höll með fimm svítum, sundlaug, ræktarherbergi, nuddherbergi, gestahúsi og fleiru. Þar stefnir hann á að dvelja á veturna. Meðan hann flakkar um heiminn framfleytir hann sér á fyrirtæki sem hann rekur á Íslandi og á leigutekjum, því hann er einnig farinn að leigja út höllina sína í Kenía á heimasíðu sinni. Lóa Pind Aldísardóttir og Sigurður Már Davíðsson kvikmyndatökumaður heimsóttu Brynleif til bæði Lettlands og Kenía fyrir lokaþáttinn af sjöttu seríu „Hvar er best a búa?“ Þau voru viðstödd árlega kartöfluhátíð sem hann heldur á haustin við bjálkahúsið sitt í Lettlandi og voru svo hjá honum í mildu veðurfarinu í Kenía í október. Ítarleg saga þessa ævintýramanns var í lokaþættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 fyrir ekki svo löngu.Um var að ræða lokaþáttinn í seríunni. Glæsilegt húsið sem hann reisti sér í Kenía má sjá í broti sem hér fylgir. Klippa: Lifir eins og kóngur Í þáttaröðinni heimsótti Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Snorri Sigbjörn Jónsson og Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí var honum til aðstoðar. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Kenía Lettland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. 11. mars 2025 12:32 Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ „Ísland verður alltaf heim,“ segir Kristján Olafsson sem býr ásamt eiginkonu sinni Hildu Olafsson og börnum þeirra fjórum á pálmaskrýddri golfvallareyju við Miami Beach. Þau hafa búið í bæði Los Angeles og New York en fyrir tilviljun þá leiddi vinnan hans Kristjáns þau suður til Flórída. 18. mars 2025 10:32 Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó „Lífið er ekkert flókið,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, forritari, sem ákvað fyrir nokkrum árum að elta ástina til strandbæjarins Playa del Carmen í Mexíkó. 4. mars 2025 14:02 Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. 11. mars 2025 12:32
Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ „Ísland verður alltaf heim,“ segir Kristján Olafsson sem býr ásamt eiginkonu sinni Hildu Olafsson og börnum þeirra fjórum á pálmaskrýddri golfvallareyju við Miami Beach. Þau hafa búið í bæði Los Angeles og New York en fyrir tilviljun þá leiddi vinnan hans Kristjáns þau suður til Flórída. 18. mars 2025 10:32
Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó „Lífið er ekkert flókið,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, forritari, sem ákvað fyrir nokkrum árum að elta ástina til strandbæjarins Playa del Carmen í Mexíkó. 4. mars 2025 14:02