„Ég tek þetta bara á mig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. apríl 2025 21:34 Böðvar Böðvarsson, fyrirliði FH, tók ábyrgð á tapinu eftir að hafa átt slæma sendingu sem leiddi til annars marks Stjörnunnar. Vísir/Anton Brink Böðvar Böðvarsson tók ábyrgð á 2-1 tapi FH gegn Stjörnunni í kvöld. Fyrirliðinn átti slæma sendingu sem leiddi til annars marks Stjörnunnar, rétt eftir fyrra markið sem Böðvar efast um að hafi átt að standa, en hann trúir og treystir ákvörðun línuvarðarins með það. Böðvar mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar á Stöð 2 Sport strax eftir leik og veitti fyrstu viðbrögð. „Gífurlega súrt. Þeir eru meira með boltann vissulega en mér fannst skipulagið okkar halda mjög vel. Þeir voru að fara í svæðin sem við vildum að þeir færi í og þó þeir komist yfir fannst mér allar forsendur til að komast aftur inn í þennan leik. En ég verð náttúrulega bara að taka þetta annað mark á mig, mjög léleg sending inn á miðjuna sem gerir það að verkum að þeir komast í 2-0 og það gerir þetta miklu erfiðara fyrir okkur. Mér fannst frammistaðan sem slík mjög góð hjá liðinu í dag en ég verð að taka þetta á mig.“ „Mér fannst engin leið að sjá það“ Fyrra mark Stjörnunnar var mikið vafaatriði og efasemdir eru um hvort boltinn hafi allur farið inn. „Ef [línuvörðurinn] sér hann hundrað prósent inni er hann með einhverja bestu sjón sem ég hef séð sko. Mér fannst engin leið að sjá það. Mér fannst Mathias [markmaður] vissulega standa inni í markinu en ekki þannig að boltinn gæti farið allur inn. En ég meina, hann sér þetta og væri ekki að fara að dæma þetta nema að vera hundrað prósent viss og við verðum bara að treysta honum.“ Sáttur með frammistöðuna og tekur ábyrgð á tapinu FH gerði þrefalda breytingu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Við það lifnaði sóknarleikur liðsins við. FH minnkaði muninn og var næstum því búið að setja fleiri mörk. „Já og fáum fullt af færum. Líka nokkur í fyrri hálfleik. Það voru allar forsendur til að skora fleiri mörk, þannig að þetta er mjög súrt. Ég tek þetta bara á mig“ ítrekaði Böðvar. Frammistöðu liðsins var Böðvar annars ánægður með, meira að segja fyrstu fimmtán mínúturnar þegar Stjarnan var í stórsókn. „Já hundrað prósent. Það var gífurleg liðsheild í dag og þegar við vorum að þjást fyrstu fimmtán mínúturnar, þar sem þeir lágu dálítið á okkur, þá fannst mér geggjuð liðsheild. Menn að hlaupa eins og skepnur, tala við hvorn annan, mættir í návígin… Það eru 26 leikir eftir og hægt að byggja ofan á þessu, nóg af stigum eftir í pottinum“ sagði Böðvar að lokum. Besta deild karla FH Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Böðvar mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar á Stöð 2 Sport strax eftir leik og veitti fyrstu viðbrögð. „Gífurlega súrt. Þeir eru meira með boltann vissulega en mér fannst skipulagið okkar halda mjög vel. Þeir voru að fara í svæðin sem við vildum að þeir færi í og þó þeir komist yfir fannst mér allar forsendur til að komast aftur inn í þennan leik. En ég verð náttúrulega bara að taka þetta annað mark á mig, mjög léleg sending inn á miðjuna sem gerir það að verkum að þeir komast í 2-0 og það gerir þetta miklu erfiðara fyrir okkur. Mér fannst frammistaðan sem slík mjög góð hjá liðinu í dag en ég verð að taka þetta á mig.“ „Mér fannst engin leið að sjá það“ Fyrra mark Stjörnunnar var mikið vafaatriði og efasemdir eru um hvort boltinn hafi allur farið inn. „Ef [línuvörðurinn] sér hann hundrað prósent inni er hann með einhverja bestu sjón sem ég hef séð sko. Mér fannst engin leið að sjá það. Mér fannst Mathias [markmaður] vissulega standa inni í markinu en ekki þannig að boltinn gæti farið allur inn. En ég meina, hann sér þetta og væri ekki að fara að dæma þetta nema að vera hundrað prósent viss og við verðum bara að treysta honum.“ Sáttur með frammistöðuna og tekur ábyrgð á tapinu FH gerði þrefalda breytingu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Við það lifnaði sóknarleikur liðsins við. FH minnkaði muninn og var næstum því búið að setja fleiri mörk. „Já og fáum fullt af færum. Líka nokkur í fyrri hálfleik. Það voru allar forsendur til að skora fleiri mörk, þannig að þetta er mjög súrt. Ég tek þetta bara á mig“ ítrekaði Böðvar. Frammistöðu liðsins var Böðvar annars ánægður með, meira að segja fyrstu fimmtán mínúturnar þegar Stjarnan var í stórsókn. „Já hundrað prósent. Það var gífurleg liðsheild í dag og þegar við vorum að þjást fyrstu fimmtán mínúturnar, þar sem þeir lágu dálítið á okkur, þá fannst mér geggjuð liðsheild. Menn að hlaupa eins og skepnur, tala við hvorn annan, mættir í návígin… Það eru 26 leikir eftir og hægt að byggja ofan á þessu, nóg af stigum eftir í pottinum“ sagði Böðvar að lokum.
Besta deild karla FH Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira