Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 12:01 Theodór Francis, klínískur félagsráðgjafi, segir að ef maki þinn getur ekki breytt því sem pirrar þig þá verðirðu að vigta það jákvæða ofar hinu neikvæða. Bylgjan/Getty Hvað á fólk að gera ef maki þeirra fer í taugarnar á þeim? Klínískur félagsráðgjafi segir hinn fullkomna maka ekki vera til og fólki þurfi að velja glímur sínar vandlega. Mikilvægt sé að einblína á það jákvæða og umbera það neikvæða. Sá sem er ekki þakklátur fyrir maka sinn er ólíklega hamingjusamur í sambandinu. Theodór Francis Birgisson, klinískur félagsráðgjafi, fjallaði í Bítinu í morgun um það hvað eigi að gera ef makinn fer í taugarnar á manni. Þáttastjórnendur Bítisins byrjuðu á að nefna nokkra algenga hluti sem geta farið í taugarnar á maka manns. Theodór greip þá boltann á lofti: „Það er eitt sem fer óskaplega í taugarnar á minni heittelskuðu við mig og það er að ég hef alltaf rétt fyrir mér. Hún er rosaviðkvæm fyrir því.“ Er það ekki aðalbitbeinið í samböndum að báðir aðilar telja að þeir hafi rétt fyrir sér? „Jú og reyndar má segja að maðurinn per se finnst hann alltaf hafa rétt fyrir sér. Annars værum við ekkert að segja það sem við erum að segja,“ sagði Theodór. „En þetta með að einhver nákominn, maki, börn, tengdabörn, tengdaforeldrar eða foreldrar, fari í taugarnar á manni er mjög eðlilegt. Í raun og veru ótrúlegt hvað sjaldgæft er að það springi allt saman í loft upp, en það er ekkert óeðlilegt,“ sagði hann. Fullkomni makinn sé ekki til Heimir Karlsson sagði þá að það væri leiðinleg tilfinning að fara í taugarnar á maka sínum vegna einhvers ósiðs sem maður stundar og getur ekki vanið sig af og spurði: „Hvað gerir maður ef maður getur ekki vanið sig af því og þetta hættir ekki að fara í taugarnar á makanum?“ Theodór tók sem dæmi ávana fólks að láta braka í fingrum og liðamótum sínum. „Þú biður maka þinn um að hætta þessu og þetta er orðinn svo mikill vani að viðkomandi á erfitt með það. Þá þarf maður að velja: Ætla ég að taka slag út af þessu eða ekki,“ sagði Theodór. „Ég á sem betur fer ófullkomna konu og ég minni mig mjög oft á það hvað ég er þakklátur að eiga ófullkomna konu því ef hún væri fullkomin hefði hún aldrei valið mig, því ég er sjálfur ófullkominn,“ sagði Theodór og bætti við: „Og það eru hlutir sem mín heittelskaða gerir sem ég pirra mig á.“ Verandi leigubílstjórasonur sagði Theodór það fara mjög í taugarnar á sér að kona hans kynni ekki að bakka bíl í stæði. „Ég hef þurft að nota þá aðferð að hreinlega minna mig á þegar ég verð mjög pirraður yfir einhverju, líka við börnin mín, af hverju ég elska þennan einstakling,“ sagði hann. Ekkert væri til sem héti fullkominn maki að sögn Theodórs. „Þú þarft alltaf að gera einhverjar málamiðlanir og sætta þig við eitthvað sem þér líkar illa við,“ sagði hann. Fólk þurfi að velja glímurnar vandlega Kulnun segir Theodór að megi oft rekja til þess sem gerist heima fyrir. Þar eins og í sambandinu sé mikilvægt að forgangsraða verkefnum frekar en að taka þau öll. „Auðvitað þurfum við að velja hvaða glímur við ætlum að taka, ég mun aldrei vinna allar glímurnar sem ég myndi vilja vinna og mín heittelskaða vinnur ekki allar glímurnar. Þá þarftu að velja hvað það er sem raunverulega skiptir máli,“ sagði Theodór. Fólk þurfi að forgangsraða í lífinu eftir því hvað skiptir það máli. „Skiptir það mig meira máli að eiga félagslíf heldur en að sinna fjölskyldunni minni vel? Skiptir það mig meira máli að fara í ræktina en sinna félagslífinu? Á ég að eyða meiri tíma með þessum aðila og minna með hinum? Þetta er allt saman val. „Einn af kostunum við að búa í frjálsu samfélagi er að við höfum val en þetta val hefur oft komið manninum mjög illa vegna þess að við erum ekkert alltaf að velja rétt,“ bætti hann við. Kúnstin að einblína á það jákvæða og umbera það neikvæða „Hvert er ráðið þá?“ spurðu þáttastjórnendur flatt út. Svarið virtist einfalt, að sögn Theodórs: „Í fyrsta lagi að tala um það: Er hægt að breyta þessu?“ „Til dæmis get ég fengið mína heittelskuðu til þess að leggja aðeins betur, það virkar oft í þrjá-fjóra daga, jafnvel heila viku í góðu ári, svo gleymir hún sér og leggur á miðju bílastæði og fattar ekki að annar bíll á eftir að komast við hliðina á henni.“ Þau hjónin ræði þá hluti sem þau eru ósátt við í fari hvor annars. „Við ræðum það og reynum að mæta þörfum hvor annars. Þar sem það hreinlega tekst ekki þá reynum við að vigta það jákvæða ofar þessu neikvæða. Það er eitthvað jákvætt og neikvætt í öllum aðstæðum, svo er bara spurning á hvort þú ætlar að fókúsera á meira,“ sagði hann. „Það er heilmikil kúnst að fókúsera á það sem er jákvætt og umbera það sem er neikvætt.“ Þakklæti forsenda hamingju Erfiðleikarnir við að einblína á það jákvæða fram yfir það neikvæða séu partur af varnarviðbrögðum líkamans, að sögn Theodórs. „Kvíði í réttu magni er skynsamur og góður, getur hreinlega bjargað lífi okkur. Ef við gleymum því sem er neikvætt getur það hugsanlega kostað okkur ótrúlega mikið átak. Svo líkaminn lætur okkur muna þetta neikvæða meira en það jákvæða,“ sagði Theodór. „Þess vegna þurfum við að fókúsera, við þurfum handvirkt að velja að draga fram það sem er jákvætt og leyfa okkur að dvelja þar meira. Það er jafnmikilvægt og að rækta líkamann að rækta þennan hluta: Hvað er jákvætt í stöðunni og hvað er ég þakklátur fyrir,“ sagði hann. „Það má ekki gleyma því að forsenda hamingju er þakklæti. Ef ég er ekki þakklátur fyrir makann minn þá er ekki líklegt að ég verði hamingjusamur í parasambandinu,“ sagði Theodór að lokum. Bítið Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Theodór Francis Birgisson, klinískur félagsráðgjafi, fjallaði í Bítinu í morgun um það hvað eigi að gera ef makinn fer í taugarnar á manni. Þáttastjórnendur Bítisins byrjuðu á að nefna nokkra algenga hluti sem geta farið í taugarnar á maka manns. Theodór greip þá boltann á lofti: „Það er eitt sem fer óskaplega í taugarnar á minni heittelskuðu við mig og það er að ég hef alltaf rétt fyrir mér. Hún er rosaviðkvæm fyrir því.“ Er það ekki aðalbitbeinið í samböndum að báðir aðilar telja að þeir hafi rétt fyrir sér? „Jú og reyndar má segja að maðurinn per se finnst hann alltaf hafa rétt fyrir sér. Annars værum við ekkert að segja það sem við erum að segja,“ sagði Theodór. „En þetta með að einhver nákominn, maki, börn, tengdabörn, tengdaforeldrar eða foreldrar, fari í taugarnar á manni er mjög eðlilegt. Í raun og veru ótrúlegt hvað sjaldgæft er að það springi allt saman í loft upp, en það er ekkert óeðlilegt,“ sagði hann. Fullkomni makinn sé ekki til Heimir Karlsson sagði þá að það væri leiðinleg tilfinning að fara í taugarnar á maka sínum vegna einhvers ósiðs sem maður stundar og getur ekki vanið sig af og spurði: „Hvað gerir maður ef maður getur ekki vanið sig af því og þetta hættir ekki að fara í taugarnar á makanum?“ Theodór tók sem dæmi ávana fólks að láta braka í fingrum og liðamótum sínum. „Þú biður maka þinn um að hætta þessu og þetta er orðinn svo mikill vani að viðkomandi á erfitt með það. Þá þarf maður að velja: Ætla ég að taka slag út af þessu eða ekki,“ sagði Theodór. „Ég á sem betur fer ófullkomna konu og ég minni mig mjög oft á það hvað ég er þakklátur að eiga ófullkomna konu því ef hún væri fullkomin hefði hún aldrei valið mig, því ég er sjálfur ófullkominn,“ sagði Theodór og bætti við: „Og það eru hlutir sem mín heittelskaða gerir sem ég pirra mig á.“ Verandi leigubílstjórasonur sagði Theodór það fara mjög í taugarnar á sér að kona hans kynni ekki að bakka bíl í stæði. „Ég hef þurft að nota þá aðferð að hreinlega minna mig á þegar ég verð mjög pirraður yfir einhverju, líka við börnin mín, af hverju ég elska þennan einstakling,“ sagði hann. Ekkert væri til sem héti fullkominn maki að sögn Theodórs. „Þú þarft alltaf að gera einhverjar málamiðlanir og sætta þig við eitthvað sem þér líkar illa við,“ sagði hann. Fólk þurfi að velja glímurnar vandlega Kulnun segir Theodór að megi oft rekja til þess sem gerist heima fyrir. Þar eins og í sambandinu sé mikilvægt að forgangsraða verkefnum frekar en að taka þau öll. „Auðvitað þurfum við að velja hvaða glímur við ætlum að taka, ég mun aldrei vinna allar glímurnar sem ég myndi vilja vinna og mín heittelskaða vinnur ekki allar glímurnar. Þá þarftu að velja hvað það er sem raunverulega skiptir máli,“ sagði Theodór. Fólk þurfi að forgangsraða í lífinu eftir því hvað skiptir það máli. „Skiptir það mig meira máli að eiga félagslíf heldur en að sinna fjölskyldunni minni vel? Skiptir það mig meira máli að fara í ræktina en sinna félagslífinu? Á ég að eyða meiri tíma með þessum aðila og minna með hinum? Þetta er allt saman val. „Einn af kostunum við að búa í frjálsu samfélagi er að við höfum val en þetta val hefur oft komið manninum mjög illa vegna þess að við erum ekkert alltaf að velja rétt,“ bætti hann við. Kúnstin að einblína á það jákvæða og umbera það neikvæða „Hvert er ráðið þá?“ spurðu þáttastjórnendur flatt út. Svarið virtist einfalt, að sögn Theodórs: „Í fyrsta lagi að tala um það: Er hægt að breyta þessu?“ „Til dæmis get ég fengið mína heittelskuðu til þess að leggja aðeins betur, það virkar oft í þrjá-fjóra daga, jafnvel heila viku í góðu ári, svo gleymir hún sér og leggur á miðju bílastæði og fattar ekki að annar bíll á eftir að komast við hliðina á henni.“ Þau hjónin ræði þá hluti sem þau eru ósátt við í fari hvor annars. „Við ræðum það og reynum að mæta þörfum hvor annars. Þar sem það hreinlega tekst ekki þá reynum við að vigta það jákvæða ofar þessu neikvæða. Það er eitthvað jákvætt og neikvætt í öllum aðstæðum, svo er bara spurning á hvort þú ætlar að fókúsera á meira,“ sagði hann. „Það er heilmikil kúnst að fókúsera á það sem er jákvætt og umbera það sem er neikvætt.“ Þakklæti forsenda hamingju Erfiðleikarnir við að einblína á það jákvæða fram yfir það neikvæða séu partur af varnarviðbrögðum líkamans, að sögn Theodórs. „Kvíði í réttu magni er skynsamur og góður, getur hreinlega bjargað lífi okkur. Ef við gleymum því sem er neikvætt getur það hugsanlega kostað okkur ótrúlega mikið átak. Svo líkaminn lætur okkur muna þetta neikvæða meira en það jákvæða,“ sagði Theodór. „Þess vegna þurfum við að fókúsera, við þurfum handvirkt að velja að draga fram það sem er jákvætt og leyfa okkur að dvelja þar meira. Það er jafnmikilvægt og að rækta líkamann að rækta þennan hluta: Hvað er jákvætt í stöðunni og hvað er ég þakklátur fyrir,“ sagði hann. „Það má ekki gleyma því að forsenda hamingju er þakklæti. Ef ég er ekki þakklátur fyrir makann minn þá er ekki líklegt að ég verði hamingjusamur í parasambandinu,“ sagði Theodór að lokum.
Bítið Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira