Sjáðu Albert skora gegn Juventus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2025 10:03 Albert Guðmundsson skoraði þrjú mörk fyrir Fiorentina á einni viku. ap/Alfredo Falcone Albert Guðmundsson kemur væntanlega fullur sjálfstrausts til móts við íslenska fótboltalandsliðið eftir að hafa skorað í síðustu þremur leikjum sínum fyrir Fiorentina. Albert var á skotskónum í gær þegar Fiorentina sigraði Juventus, 3-0, á heimavelli. Þetta var þriðja mark hans í þremur leikjum fyrir Flórensliðið. Hann skoraði einnig í 2-1 tapi fyrir Napoli og 3-1 sigri á Panathinaikos í síðustu viku. Fiorentina náði forystunni gegn Juventus þegar Robin Gosens skoraði eftir hornspyrnu á 15. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar juku heimamenn muninn í 2-0 með marki Rolandos Mandragora. Staðan var 2-0 í hálfleik en á 53. mínútu negldi Albert síðasta naglann í kistu Gömlu konunnar. Hann fékk þá boltann inn á miðjum vallarhelmingi Juventus, einn og yfirgefinn. Albert lét ekki bjóða sér það tvisvar, rakti boltann aðeins áfram og skoraði svo með hárnákvæmu skoti framhjá Michele Di Gregorio í marki gestanna. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=F4cbpzl7LJo">watch on YouTube</a> Albert hefur nú skorað sex mörk í sautján leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og samtals átta mörk í öllum keppnum. Fiorentina er í 8. sæti deildarinnar með 48 stig eftir 29 umferðir. Næstu leikir Alberts eru með íslenska landsliðinu gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram í Pristína í Kósovó á fimmtudaginn en sá seinni verður í Murcia á Spáni á sunnudaginn. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson skoraði þriðja marka Fiorentina er liðið vann öruggan sigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 16. mars 2025 16:30 Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina eru komnir áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur í seinni leiknum á móti Panathinaikos. 13. mars 2025 21:55 Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Albert Guðmundsson telur alla leikmenn íslenska landsliðsins ánægða með komu Arnars Gunnlaugssonar í starf þjálfara liðsins. Albert sjálfur hrífst af sýn Arnars á fótboltann sem og hugarfari hans. 12. mars 2025 11:01 Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Albert Guðmundsson skoraði eina mark Fiorentina þegar liðið tapaði fyrir Napoli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. 10. mars 2025 08:33 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Albert var á skotskónum í gær þegar Fiorentina sigraði Juventus, 3-0, á heimavelli. Þetta var þriðja mark hans í þremur leikjum fyrir Flórensliðið. Hann skoraði einnig í 2-1 tapi fyrir Napoli og 3-1 sigri á Panathinaikos í síðustu viku. Fiorentina náði forystunni gegn Juventus þegar Robin Gosens skoraði eftir hornspyrnu á 15. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar juku heimamenn muninn í 2-0 með marki Rolandos Mandragora. Staðan var 2-0 í hálfleik en á 53. mínútu negldi Albert síðasta naglann í kistu Gömlu konunnar. Hann fékk þá boltann inn á miðjum vallarhelmingi Juventus, einn og yfirgefinn. Albert lét ekki bjóða sér það tvisvar, rakti boltann aðeins áfram og skoraði svo með hárnákvæmu skoti framhjá Michele Di Gregorio í marki gestanna. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=F4cbpzl7LJo">watch on YouTube</a> Albert hefur nú skorað sex mörk í sautján leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og samtals átta mörk í öllum keppnum. Fiorentina er í 8. sæti deildarinnar með 48 stig eftir 29 umferðir. Næstu leikir Alberts eru með íslenska landsliðinu gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram í Pristína í Kósovó á fimmtudaginn en sá seinni verður í Murcia á Spáni á sunnudaginn.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson skoraði þriðja marka Fiorentina er liðið vann öruggan sigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 16. mars 2025 16:30 Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina eru komnir áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur í seinni leiknum á móti Panathinaikos. 13. mars 2025 21:55 Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Albert Guðmundsson telur alla leikmenn íslenska landsliðsins ánægða með komu Arnars Gunnlaugssonar í starf þjálfara liðsins. Albert sjálfur hrífst af sýn Arnars á fótboltann sem og hugarfari hans. 12. mars 2025 11:01 Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Albert Guðmundsson skoraði eina mark Fiorentina þegar liðið tapaði fyrir Napoli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. 10. mars 2025 08:33 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson skoraði þriðja marka Fiorentina er liðið vann öruggan sigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 16. mars 2025 16:30
Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina eru komnir áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur í seinni leiknum á móti Panathinaikos. 13. mars 2025 21:55
Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Albert Guðmundsson telur alla leikmenn íslenska landsliðsins ánægða með komu Arnars Gunnlaugssonar í starf þjálfara liðsins. Albert sjálfur hrífst af sýn Arnars á fótboltann sem og hugarfari hans. 12. mars 2025 11:01
Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Albert Guðmundsson skoraði eina mark Fiorentina þegar liðið tapaði fyrir Napoli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. 10. mars 2025 08:33