Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2025 12:21 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni sem þjálfari Víkings en nú styttist í fyrsta landsleik Íslands undir hans stjórn. Vísir/Anton Brink Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segist ekki hafa áttað sig á því hversu tímafrekt starfið yrði. Líkt og hjá félagsliðum virðist vanta fleiri klukkustundir í sólarhringinn. Arnar tók við landsliðinu í janúar en hann hafði verið þjálfari Víkings frá árinu 2018 og raðað þar inn titlum. Landsliðsþjálfarastarfið er frábrugðið af því að minna er um æfingar og leiki. Hann segir vinnuna alls ekki vera minni en í Víkinni. Síðustu vikur hafa farið í það að ræða málin við leikmenn og komast að niðurstöðu varðandi fyrsta landsliðshópinn sem hann kynnti svo í vikunni yfir komandi leiki við Kósóvo í umspili Þjóðadeildar Evrópu. Valur Páll Eiríksson ræddi við Arnar og spurði hann út í hvað hann hafi verið að gera fyrstu vikurnar í nýja starfinu. „Þetta er miklu erfiðara starf en maður heldur hvað varðar tímafaktorinn og að skipuleggja tímann sinn,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Þú heldur þegar það eru þrír mánuðir í leik að það sé nægur tími til stefnu. Svo byrja dagarnir að tikka. Þú verður því að vera vel skipulagður og mitt helsta hlutverk er bara að fylgjast vel með leikmönnum og sjá hvar þeir eru staddir í hvert skipti,“ sagði Arnar. „Sjá til þess að hópurinn sem á endanum er valinn sé í góðu jafnvægi. Að menn séu nokkuð fit. Í draumastöðu væru allir að spila, allir í byrjunarliði og allir lykilmenn í sínum félagsliðum. Svo er bara ekki raunin hjá svona þjóð eins og Íslandi,“ sagði Arnar. „Þá ferðu í það næstbesta að þeir séu í góði andlegu jafnvægi og ekki búnir að vera meiddir lengir og þar fram eftir götunum. Þetta er heljarinnar púsluspil sem er krefjandi og skemmtilegt,“ sagði Arnar en hvernig er hefðbundinn dagur hjá Arnari? „Ég er bara að gera það sama og í Víkinni. Stundum mæti ég á skrifstofuna, stundum er ég að vinna á kaffistofum og stundum er ég að vinna heima. Þetta er ekki níu til fimm vinna og þú getur verið að vinna langt fram eftir kvöldi. Tekið þér frí fyrir hádegi og verið fram að miðnætti,“ sagði Arnar. „Þetta er bara sveigjanlegt starf en mín reynsla af þessu er að þú þarft fleiri klukkutíma í sólarhringinn til þess að gera sinnt þessu almennilega,“ sagði Arnar en það má sjá frétt Vals hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Sjá meira
Arnar tók við landsliðinu í janúar en hann hafði verið þjálfari Víkings frá árinu 2018 og raðað þar inn titlum. Landsliðsþjálfarastarfið er frábrugðið af því að minna er um æfingar og leiki. Hann segir vinnuna alls ekki vera minni en í Víkinni. Síðustu vikur hafa farið í það að ræða málin við leikmenn og komast að niðurstöðu varðandi fyrsta landsliðshópinn sem hann kynnti svo í vikunni yfir komandi leiki við Kósóvo í umspili Þjóðadeildar Evrópu. Valur Páll Eiríksson ræddi við Arnar og spurði hann út í hvað hann hafi verið að gera fyrstu vikurnar í nýja starfinu. „Þetta er miklu erfiðara starf en maður heldur hvað varðar tímafaktorinn og að skipuleggja tímann sinn,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Þú heldur þegar það eru þrír mánuðir í leik að það sé nægur tími til stefnu. Svo byrja dagarnir að tikka. Þú verður því að vera vel skipulagður og mitt helsta hlutverk er bara að fylgjast vel með leikmönnum og sjá hvar þeir eru staddir í hvert skipti,“ sagði Arnar. „Sjá til þess að hópurinn sem á endanum er valinn sé í góðu jafnvægi. Að menn séu nokkuð fit. Í draumastöðu væru allir að spila, allir í byrjunarliði og allir lykilmenn í sínum félagsliðum. Svo er bara ekki raunin hjá svona þjóð eins og Íslandi,“ sagði Arnar. „Þá ferðu í það næstbesta að þeir séu í góði andlegu jafnvægi og ekki búnir að vera meiddir lengir og þar fram eftir götunum. Þetta er heljarinnar púsluspil sem er krefjandi og skemmtilegt,“ sagði Arnar en hvernig er hefðbundinn dagur hjá Arnari? „Ég er bara að gera það sama og í Víkinni. Stundum mæti ég á skrifstofuna, stundum er ég að vinna á kaffistofum og stundum er ég að vinna heima. Þetta er ekki níu til fimm vinna og þú getur verið að vinna langt fram eftir kvöldi. Tekið þér frí fyrir hádegi og verið fram að miðnætti,“ sagði Arnar. „Þetta er bara sveigjanlegt starf en mín reynsla af þessu er að þú þarft fleiri klukkutíma í sólarhringinn til þess að gera sinnt þessu almennilega,“ sagði Arnar en það má sjá frétt Vals hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Sjá meira