„Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Kári Mímisson skrifar 14. mars 2025 21:57 Borce Ilievski, þjálfara ÍR, er langt kominn með að koma liðinu í úrslitakeppnina. Vísir/Hulda Margrét Það mátti sjá ákveðinn létti í andliti Borce Ilievski, þjálfara ÍR eftir dramatískan sigur liðsins gegn Hetti nú í kvöld. ÍR-ingar voru yfir nánast allan leikinn þar til á lokamínútunni þegar Höttur komst yfir. Borce segist vissulega vera ánægður með sigurinn þó svo að hann sé vissulega ekki sáttur með það hvernig hann kom til. „Þetta er sennilega einn af mikilvægustu sigrum á ferlinum mínum þar sem ég er bara alls ekki ánægður í leikslok. Það er óásættanlegt hvernig liðið mitt spilar þessa síðustu eina og hálfa mínútu með þetta sjö, átta stiga forystu og tapa því niður með heimskulegum ákvörðunum sóknarlega og töpuðum boltumi,“ sagði Borce. Tilfinningarnar eru frekar blendnar „Við komum okkur á stuttum tíma í stöðu þar sem við erum ansi nálægt því að tapa leiknum. Í ljósi þessa er tilfinningarnar frekar blendnar, ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður. Þetta var samt mjög mikilvægur sigur fyrir okkur til að komast í úrslitakeppnina. Núna tökum við nokkra daga í pásu, reynum að læra af þessu og vonandi komum við sterkir til baka gegn Haukum í síðustu umferðinni,“ sagði Borce. Ertu með einhverja skýringu á því hvað gerist hjá liðinu þegar innan við tvær mínútur eru eftir af leiknum? Alltaf að hugsa um andlega þáttinn líka „Það kemur einhver hræðsla yfir okkur á þessum lokamínútum og við náum ekki að halda rónni. Við þjálfararnir erum alltaf að hugsa um andlega þáttinn í þessu líka en það sem var svona extra slæmt við þennan kafla í dag er hvað þetta gerist fljótt og í raun átti enginn af okkur von á þessu. En eins og ég segi þá hafðist þetta með smá heppni hér undir lokin,“ sagði Borce. Spurður út hinar 38 mínúturnar segir Borce að þær hafi verið stórgóðar en óskar þess þó ekki að vinna fleiri leiki á þennan hátt. Liðið þurfi að skoða þennan leik betur og læra af honum og reyna að forðast að breyta þægilegum leik í spennutrylli. „Við stjórnuðum leiknum hinar 38 mínúturnar, náum ágætri forystu sem okkur tekst að halda í kringum tíu stig. Reynd lið þurfa að kunna að klára leikina á sem bestan en ekki á þann hátt að áhorfendur fái hjartaáfall. Við þurfum að vera klárari í framtíðinni, horfa aftur á þennan leik, greina hann og læra af þessu,“ sagði Borce. Ég er mjög stoltur þjálfari Staðan hjá ÍR var vissulega ekki góð þegar Borce tók við liðinu í lok nóvember. Liðið hafði aðeins unnið einn leik og ekki neitt sem benti til þess að liðið yrði í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Borce segist vera stoltur af liðinu og þeim stíganda sem það hefur sýnt gegn liðum sem geta sett meiri peninga í leikmenn heldur en ÍR. „Ég sagði við leikmennina fyrir leik að hugsa aðeins út í það hvar við erum núna miða við hvar við vorum fyrir þremur til fjórum mánuðum síðan. Okkur hefur tekist að komast úr fallsæti og erum núna í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Ég er ánægður að við séum í þessari baráttu og að við höfum átt alla þessa frábæru leiki gegn liðum sem hafa miklu meira fjármagn heldur en við. Ég er mjög stoltur þjálfari en við þurfum að einbeita okkur áfram. Það er enn ein umferð eftir og svo úrslitakeppninni sem er bara nýtt mót þar sem allt getur gerst,“ sagði Borce. Bónus-deild karla ÍR Höttur Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
„Þetta er sennilega einn af mikilvægustu sigrum á ferlinum mínum þar sem ég er bara alls ekki ánægður í leikslok. Það er óásættanlegt hvernig liðið mitt spilar þessa síðustu eina og hálfa mínútu með þetta sjö, átta stiga forystu og tapa því niður með heimskulegum ákvörðunum sóknarlega og töpuðum boltumi,“ sagði Borce. Tilfinningarnar eru frekar blendnar „Við komum okkur á stuttum tíma í stöðu þar sem við erum ansi nálægt því að tapa leiknum. Í ljósi þessa er tilfinningarnar frekar blendnar, ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður. Þetta var samt mjög mikilvægur sigur fyrir okkur til að komast í úrslitakeppnina. Núna tökum við nokkra daga í pásu, reynum að læra af þessu og vonandi komum við sterkir til baka gegn Haukum í síðustu umferðinni,“ sagði Borce. Ertu með einhverja skýringu á því hvað gerist hjá liðinu þegar innan við tvær mínútur eru eftir af leiknum? Alltaf að hugsa um andlega þáttinn líka „Það kemur einhver hræðsla yfir okkur á þessum lokamínútum og við náum ekki að halda rónni. Við þjálfararnir erum alltaf að hugsa um andlega þáttinn í þessu líka en það sem var svona extra slæmt við þennan kafla í dag er hvað þetta gerist fljótt og í raun átti enginn af okkur von á þessu. En eins og ég segi þá hafðist þetta með smá heppni hér undir lokin,“ sagði Borce. Spurður út hinar 38 mínúturnar segir Borce að þær hafi verið stórgóðar en óskar þess þó ekki að vinna fleiri leiki á þennan hátt. Liðið þurfi að skoða þennan leik betur og læra af honum og reyna að forðast að breyta þægilegum leik í spennutrylli. „Við stjórnuðum leiknum hinar 38 mínúturnar, náum ágætri forystu sem okkur tekst að halda í kringum tíu stig. Reynd lið þurfa að kunna að klára leikina á sem bestan en ekki á þann hátt að áhorfendur fái hjartaáfall. Við þurfum að vera klárari í framtíðinni, horfa aftur á þennan leik, greina hann og læra af þessu,“ sagði Borce. Ég er mjög stoltur þjálfari Staðan hjá ÍR var vissulega ekki góð þegar Borce tók við liðinu í lok nóvember. Liðið hafði aðeins unnið einn leik og ekki neitt sem benti til þess að liðið yrði í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Borce segist vera stoltur af liðinu og þeim stíganda sem það hefur sýnt gegn liðum sem geta sett meiri peninga í leikmenn heldur en ÍR. „Ég sagði við leikmennina fyrir leik að hugsa aðeins út í það hvar við erum núna miða við hvar við vorum fyrir þremur til fjórum mánuðum síðan. Okkur hefur tekist að komast úr fallsæti og erum núna í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Ég er ánægður að við séum í þessari baráttu og að við höfum átt alla þessa frábæru leiki gegn liðum sem hafa miklu meira fjármagn heldur en við. Ég er mjög stoltur þjálfari en við þurfum að einbeita okkur áfram. Það er enn ein umferð eftir og svo úrslitakeppninni sem er bara nýtt mót þar sem allt getur gerst,“ sagði Borce.
Bónus-deild karla ÍR Höttur Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira