Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 07:01 Jose Mourinho þykist hér sofna á blaðamannafundinum í gærkvöldi. Skjámynd/@footballontnt · Jose Mourinho horfði upp á sína menn í Fenerbahce steinliggja 3-1 á heimavelli á móti Rangers í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Mourinho varaði þó Skotana við eftir leik að þeir þyrftu að róa sig aðeins niður því þetta væri ekki búið. Seinni leikurinn fer fram í Skotlandi í næstu viku. „Þeir þurfa að róa sig aðeins. Þetta einvígi er ekki búið. Fenerbahce var slakt á öllum stöðum í kvöld. Þeir gerðu ótrúleg, ótrúleg mistök,“ sagði Jose Mourinho. „Skoska liðið kom mér samt ekki á óvart. Þeir vörðust mjög vel og eyddu svo tímanum með tuttugu meiðslum. Jack Butland í markinu tók sér líka þrjátíu sekúndur í hvert skipti sem hann fékk boltann í hendurnar,“ sagði Mourinho. Jose Mourinho pretended to fall asleep while a reporter asked him a long question in a press conference 😭Always box office 😂🍿 pic.twitter.com/FJqZqWdxCD— ESPN FC (@ESPNFC) March 6, 2025 Mourinho reyndi þó að horfa á jákvæðu hlutina. „Þetta voru samt góð úrslit miðað við að þetta hefði getað orðið enn stærra tap,“ sagði Mourinho. „Að mínu mati áttum við þessi úrslit skilið sem refsingu fyrir það hvernig við spiluðum. En ef einhver ætlar að spyrja mig um það hvort að þetta sé búið þá er þetta ekki búið,“ sagði Mourinho. „Ég ráðlegg þeim að fagna þessu ekki of mikið því við eigum eftir að mætast aftur í seinni leiknum í næstu viku. Ef þeir fagna eftir seinni leikinn þá mun ég óska þeim til hamingju en nú þurfa þeir að róa sig aðeins því þetta er ekki búið,“ sagði Mourinho. Mourinho fékk eina mjög langa spurningu á tyrknesku á blaðamannafundinum sem þurfti síðan að þýða fyrir hann. Hann þóttist því sofna á miðjum blaðamannafundi eins og sjá má hér fyrir neðan. Blaðamaðurinn fékk ekkert svar. „Þetta er of mikið fyrir hausinn minn núna. Ég er of þreyttur til að hlusta á svona spurningar,“ sagði Mourinho en blaðamaðurinn vildi fá svar um taktíska uppstillingu Portúgalans í leiknum en spurningin var vissulega mjög löng og ítarleg. José Mourinho pretended to fall asleep after this journalist took too long to ask him a question 🥱🤣📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/1nsy3N4nJV— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 6, 2025 Evrópudeild UEFA Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Mourinho varaði þó Skotana við eftir leik að þeir þyrftu að róa sig aðeins niður því þetta væri ekki búið. Seinni leikurinn fer fram í Skotlandi í næstu viku. „Þeir þurfa að róa sig aðeins. Þetta einvígi er ekki búið. Fenerbahce var slakt á öllum stöðum í kvöld. Þeir gerðu ótrúleg, ótrúleg mistök,“ sagði Jose Mourinho. „Skoska liðið kom mér samt ekki á óvart. Þeir vörðust mjög vel og eyddu svo tímanum með tuttugu meiðslum. Jack Butland í markinu tók sér líka þrjátíu sekúndur í hvert skipti sem hann fékk boltann í hendurnar,“ sagði Mourinho. Jose Mourinho pretended to fall asleep while a reporter asked him a long question in a press conference 😭Always box office 😂🍿 pic.twitter.com/FJqZqWdxCD— ESPN FC (@ESPNFC) March 6, 2025 Mourinho reyndi þó að horfa á jákvæðu hlutina. „Þetta voru samt góð úrslit miðað við að þetta hefði getað orðið enn stærra tap,“ sagði Mourinho. „Að mínu mati áttum við þessi úrslit skilið sem refsingu fyrir það hvernig við spiluðum. En ef einhver ætlar að spyrja mig um það hvort að þetta sé búið þá er þetta ekki búið,“ sagði Mourinho. „Ég ráðlegg þeim að fagna þessu ekki of mikið því við eigum eftir að mætast aftur í seinni leiknum í næstu viku. Ef þeir fagna eftir seinni leikinn þá mun ég óska þeim til hamingju en nú þurfa þeir að róa sig aðeins því þetta er ekki búið,“ sagði Mourinho. Mourinho fékk eina mjög langa spurningu á tyrknesku á blaðamannafundinum sem þurfti síðan að þýða fyrir hann. Hann þóttist því sofna á miðjum blaðamannafundi eins og sjá má hér fyrir neðan. Blaðamaðurinn fékk ekkert svar. „Þetta er of mikið fyrir hausinn minn núna. Ég er of þreyttur til að hlusta á svona spurningar,“ sagði Mourinho en blaðamaðurinn vildi fá svar um taktíska uppstillingu Portúgalans í leiknum en spurningin var vissulega mjög löng og ítarleg. José Mourinho pretended to fall asleep after this journalist took too long to ask him a question 🥱🤣📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/1nsy3N4nJV— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 6, 2025
Evrópudeild UEFA Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira