Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. mars 2025 13:13 Listinn samanstendur af fimm heillandi heimilum á höfuðborgarsvæðinu. Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af eignum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af fimm glæsilegum fasteignum á höfuðborgarsvæðinu sem eiga það sameiginlegt að búa yfir miklum sjarma og vera innréttaðar af mikilli natni. Bæjargil Í fallegu og fjölskylduvænu hverfi í Garðabæ stendur þetta glæsilega 197 fermetra raðhús á tveimur hæðum. Heimilið hefur verið endurnýjað af smekkvísi og einkennist af hlýlegu og stílhreinu yfirbragði þar sem list, klassísk hönnun og vandað efnisval mætast á heillandi máta. Á neðri hæð hússins flæðir eldhús, borðstofa og stofa saman í eitt. Þaðan er útgengt í skjólgóðan og snyrtilegan garð. Á efri hæðinni tekur við háreist og bjart fjölskyldurými ásamt þremur svefnherbergjum og baðherbergi. Ásett verð er 146 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Skildinganes Á eftirsóttum stað í Skerjafirði er að finna fallegt 326 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni. Húsið er teiknað af Sigvalda Thordarson arkitekt og ber með sér tímalausan og fágaðan stíl. Gengið er inn á efri hæð hússins sem skiptist í forstofu, gestasalerni, eldhús, borðstofu með útgengi út á skjólgóðar þaksvalir, tvær stórar samliggjandi stofur með arinn og sjávarútsýni. Á neðri hæðinni eru fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi og sér stúdíóíbúð með sérinngangi. Stór og gróinn garður umlykur húsið. Óskað er eftir tilboði í eignina. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Hafnarbraut Í vönduðu og nútímalegu lyftuhúsi við Hafnarbraut í Kópavogi er að finna fallega 67 fermetra íbúð í húsi sem var byggt árið 2021. Heimilið er hlýlegt og bjart með stórum gluggum sem hleypa inn náttúrulegri birtu. Eldhús og stofa er í opnu rými þar sem falleg húsgögn og listaverk eru í forgrunni. Ásett verð er 66,9 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Framnesvegur Við Framnesveg í Vesturbæ Reykjavíkur er að finna glæsilega 105 fermetra íbúð á efstu hæð í húsi var byggt árið 2021. Íbúðin er vel skipulögð og hefur verið innréttað á smekklegan máta. Á gólfum er gegnheilt chevron parket og dökkar hljóðplötur í lofti í alrými sem gefa eigninni hlýlega og fágaða ásýnd. Eldhús, stofa og borðstofa er samliggjandi með gólfsíðum gluggum en frá stofu er gengið út á góðar svalir. Í eldhúsinu er stílhrein svört innrétting með stein á borðum og rúmgóðri eyju. Ásett verð er 119,9 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Laugavegur Við Laugaveg 96 í Reykjavík er að finna sjarmerandi íbúð í sögufrægu húsi sem var byggt árið 1967. Stjörnubíó var áður til húsa í eigninni en síðustu kvikmyndasýningarnar fóru fram þann 28. febrúar 2002. Eftir að starfsemi Nýjabíós lauk var húsinu breytt í íbúðarhúsnæði en umrædd íbúð var hluti af bíósal b. Íbúðin býr yfir miklum karakter þar sem litrík listaverk, vandað efnisval og einstök hönnun skapa einstaka stemningu. Eldhús, borðstofa og stofa flæða saman í björtu alrými, þaðan sem gengið er út á skjólsælar suðursvalir. Tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í eigninni, auk þess sem náttúrusteinar og marmari prýða gólf og gluggakistur. Ásett verð er 109,9 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Fasteignamarkaður Hús og heimili Tengdar fréttir Fimm heillandi einbýli á Akureyri Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af eignum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af fimm glæsilegum einbýlishúsum á Akureyri sem eiga það sameiginlegt að vera með stórkostleg útsýni. 26. júlí 2024 07:00 Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Leikkonan og flugfreyjan Kristín Pétursdóttir hefur skapað sér og fjölskyldu sinni einstaklega fallegt og hlýlegt heimili í íbúð við Njálsgötu í hjarta Reykjavíkur. Eignin er 69 fermetrar að stærð í reisulegu húsi sem hefur verið í eigu fjölskyldu hennar allt frá árinu 1930. 2. mars 2025 20:01 Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Heimili þarf ekki að vera dýrt til að vera glæsilegt. Með réttu litavali, fallegum húsgögnum og góðu skipulagi getur hvaða heimili sem er litið út fyrir að vera vandað og ríkulegt. 27. febrúar 2025 07:03 Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Bæjargil Í fallegu og fjölskylduvænu hverfi í Garðabæ stendur þetta glæsilega 197 fermetra raðhús á tveimur hæðum. Heimilið hefur verið endurnýjað af smekkvísi og einkennist af hlýlegu og stílhreinu yfirbragði þar sem list, klassísk hönnun og vandað efnisval mætast á heillandi máta. Á neðri hæð hússins flæðir eldhús, borðstofa og stofa saman í eitt. Þaðan er útgengt í skjólgóðan og snyrtilegan garð. Á efri hæðinni tekur við háreist og bjart fjölskyldurými ásamt þremur svefnherbergjum og baðherbergi. Ásett verð er 146 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Skildinganes Á eftirsóttum stað í Skerjafirði er að finna fallegt 326 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni. Húsið er teiknað af Sigvalda Thordarson arkitekt og ber með sér tímalausan og fágaðan stíl. Gengið er inn á efri hæð hússins sem skiptist í forstofu, gestasalerni, eldhús, borðstofu með útgengi út á skjólgóðar þaksvalir, tvær stórar samliggjandi stofur með arinn og sjávarútsýni. Á neðri hæðinni eru fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi og sér stúdíóíbúð með sérinngangi. Stór og gróinn garður umlykur húsið. Óskað er eftir tilboði í eignina. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Hafnarbraut Í vönduðu og nútímalegu lyftuhúsi við Hafnarbraut í Kópavogi er að finna fallega 67 fermetra íbúð í húsi sem var byggt árið 2021. Heimilið er hlýlegt og bjart með stórum gluggum sem hleypa inn náttúrulegri birtu. Eldhús og stofa er í opnu rými þar sem falleg húsgögn og listaverk eru í forgrunni. Ásett verð er 66,9 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Framnesvegur Við Framnesveg í Vesturbæ Reykjavíkur er að finna glæsilega 105 fermetra íbúð á efstu hæð í húsi var byggt árið 2021. Íbúðin er vel skipulögð og hefur verið innréttað á smekklegan máta. Á gólfum er gegnheilt chevron parket og dökkar hljóðplötur í lofti í alrými sem gefa eigninni hlýlega og fágaða ásýnd. Eldhús, stofa og borðstofa er samliggjandi með gólfsíðum gluggum en frá stofu er gengið út á góðar svalir. Í eldhúsinu er stílhrein svört innrétting með stein á borðum og rúmgóðri eyju. Ásett verð er 119,9 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Laugavegur Við Laugaveg 96 í Reykjavík er að finna sjarmerandi íbúð í sögufrægu húsi sem var byggt árið 1967. Stjörnubíó var áður til húsa í eigninni en síðustu kvikmyndasýningarnar fóru fram þann 28. febrúar 2002. Eftir að starfsemi Nýjabíós lauk var húsinu breytt í íbúðarhúsnæði en umrædd íbúð var hluti af bíósal b. Íbúðin býr yfir miklum karakter þar sem litrík listaverk, vandað efnisval og einstök hönnun skapa einstaka stemningu. Eldhús, borðstofa og stofa flæða saman í björtu alrými, þaðan sem gengið er út á skjólsælar suðursvalir. Tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í eigninni, auk þess sem náttúrusteinar og marmari prýða gólf og gluggakistur. Ásett verð er 109,9 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.
Fasteignamarkaður Hús og heimili Tengdar fréttir Fimm heillandi einbýli á Akureyri Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af eignum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af fimm glæsilegum einbýlishúsum á Akureyri sem eiga það sameiginlegt að vera með stórkostleg útsýni. 26. júlí 2024 07:00 Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Leikkonan og flugfreyjan Kristín Pétursdóttir hefur skapað sér og fjölskyldu sinni einstaklega fallegt og hlýlegt heimili í íbúð við Njálsgötu í hjarta Reykjavíkur. Eignin er 69 fermetrar að stærð í reisulegu húsi sem hefur verið í eigu fjölskyldu hennar allt frá árinu 1930. 2. mars 2025 20:01 Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Heimili þarf ekki að vera dýrt til að vera glæsilegt. Með réttu litavali, fallegum húsgögnum og góðu skipulagi getur hvaða heimili sem er litið út fyrir að vera vandað og ríkulegt. 27. febrúar 2025 07:03 Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Fimm heillandi einbýli á Akureyri Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af eignum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af fimm glæsilegum einbýlishúsum á Akureyri sem eiga það sameiginlegt að vera með stórkostleg útsýni. 26. júlí 2024 07:00
Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Leikkonan og flugfreyjan Kristín Pétursdóttir hefur skapað sér og fjölskyldu sinni einstaklega fallegt og hlýlegt heimili í íbúð við Njálsgötu í hjarta Reykjavíkur. Eignin er 69 fermetrar að stærð í reisulegu húsi sem hefur verið í eigu fjölskyldu hennar allt frá árinu 1930. 2. mars 2025 20:01
Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Heimili þarf ekki að vera dýrt til að vera glæsilegt. Með réttu litavali, fallegum húsgögnum og góðu skipulagi getur hvaða heimili sem er litið út fyrir að vera vandað og ríkulegt. 27. febrúar 2025 07:03