Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2025 10:00 Karen er hætt í handbolta eftir magnaðan feril. Ein besta handboltakona Íslands til margra ára hefur lagt skóna á hilluna. Hún lék sinn síðasta leik um helgina þegar Fram mætti Haukum í bikarúrslitum. Karen Knútsdóttir er hætt. Hún tilkynnti það eftir 25-20 tap í bikarúrslitum á laugardaginn. Ástæðan, hún er barnshafandi af sínu þriðja barni. Hún tók skóna fram í haust eftir hlé en gaf það út að skórnir myndu fara aftur upp í hillu eftir tímabilið. Hún hefur nú ákveðið að láta leikinn á laugardaginn verða hennar síðasti. „Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli og ég upplifði mikið. Það sem situr alltaf eftir eru vinirnir sem maður er búin að eignast og minningarnar sem maður er búin að skapa og auðvitað er alltaf gaman að vinna titla,“ segir Karen sem spilaði lokaleikinn ólétt. „Þetta var smá óvænt meðganga sem við erum að ganga í gegnum núna og var ekki alveg planið. Ég ætlaði ekkert endilega að enda ferilinn svona hálf orkulaus. Ég er auðvitað bara ólétt í þriðja sinn á fimm árum og það tekur sinn toll þannig að ég fékk mjög mikinn stuðning síðustu viku frá fjölskyldu og vinum til að komast í gegnum þessa viku.“ Karen lék allan sinn feril á Íslandi með Fram og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu og varð bikarmeistari fjórum sinnum. Hin 35 ára Karen lék með Blomberg-Lippe í Þýskalandi á árunum 2011-13, SønderjyskE í Danmörku 2013-14 og Nice í Frakklandi 2014-17. Karen lék 106 landsleiki og skoraði 371 mark. „Besta handboltaminningin er náttúrulega HM í Brasilíu sem við förum á 2011 og þá var ég bara tuttugu og eins. Eftirminnilegasti titill er fyrsti bikartitilinn árið 2010. Þá vorum við bara tvítugar, ungt lið og unnum mjög gott Valslið. Fyrsti titilinn er kannski smá sætastur.“ Handbolti Olís-deild kvenna Powerade-bikarinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Karen Knútsdóttir er hætt. Hún tilkynnti það eftir 25-20 tap í bikarúrslitum á laugardaginn. Ástæðan, hún er barnshafandi af sínu þriðja barni. Hún tók skóna fram í haust eftir hlé en gaf það út að skórnir myndu fara aftur upp í hillu eftir tímabilið. Hún hefur nú ákveðið að láta leikinn á laugardaginn verða hennar síðasti. „Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli og ég upplifði mikið. Það sem situr alltaf eftir eru vinirnir sem maður er búin að eignast og minningarnar sem maður er búin að skapa og auðvitað er alltaf gaman að vinna titla,“ segir Karen sem spilaði lokaleikinn ólétt. „Þetta var smá óvænt meðganga sem við erum að ganga í gegnum núna og var ekki alveg planið. Ég ætlaði ekkert endilega að enda ferilinn svona hálf orkulaus. Ég er auðvitað bara ólétt í þriðja sinn á fimm árum og það tekur sinn toll þannig að ég fékk mjög mikinn stuðning síðustu viku frá fjölskyldu og vinum til að komast í gegnum þessa viku.“ Karen lék allan sinn feril á Íslandi með Fram og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu og varð bikarmeistari fjórum sinnum. Hin 35 ára Karen lék með Blomberg-Lippe í Þýskalandi á árunum 2011-13, SønderjyskE í Danmörku 2013-14 og Nice í Frakklandi 2014-17. Karen lék 106 landsleiki og skoraði 371 mark. „Besta handboltaminningin er náttúrulega HM í Brasilíu sem við förum á 2011 og þá var ég bara tuttugu og eins. Eftirminnilegasti titill er fyrsti bikartitilinn árið 2010. Þá vorum við bara tvítugar, ungt lið og unnum mjög gott Valslið. Fyrsti titilinn er kannski smá sætastur.“
Handbolti Olís-deild kvenna Powerade-bikarinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira