Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2025 15:01 Eva og Davíð hafa búið í tvö ár á Tenerife. „Frá því ég var 23 ára þá erum við Eva búin að stofna 10 fyrirtæki. Við erum búin að gera upp sjálfsagt einhverja 3500 fermetra á Íslandi og við vorum með líkamsræktarstöð, sjúkraþjálfun, veitingastað og fasteignafélag. Það var kominn tími til að bremsa sig aðeins af svo maður myndi nú ekki drepa sig á þessu,“ segir Davíð Kristinsson rafverktaki og lýsingarhönnuður sem flutti ásamt eiginkonu sinni Evu Ósk Elíasardóttur og þremur dætrum til Tenerife fyrir röskum tveimur árum. Í fyrsta þætti af sjöttu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir þau Evu, Davíð og dætur þeirra tvær í fjallaþorpi á Tenerife en sú elsta er farin heim í framhaldsskóla. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Evu og Davíð langaði að lifa rólegra lífi og ákváðu því að prófa eitt ár í hitanum á Tene. En síðan eru liðin tvö og hálft ár og þau eru alls ekki á leiðinni heim. Þau eru búin að byggja sér stórt einbýlishús í fjallaþorpinu Guía de Isora sem er um 20 kílómetra frá hinum vinsæla ferðamannastað Costa Adeje, sem margir Íslendingar þekkja. Það er hins vegar vafamál hvort lífið sé eitthvað rólegra á Tene. Því heima á Akureyri voru þau önnum kafin við að brasa, kaupa, byggja, breyta - en eru nú farin að gera slíkt hið sama á Tene. En þó er kanaríski hamagangurinn töluvert afslappaðri en sá íslenski, segja þau hjónin. Þurfa ekki að eiga allt það nýjasta „Þegar þú kemur inn í svona bæ, þá er enginn að spá í hvort þú eigir nýjasta bílinn eða nýjasta Ittala. Ekki það, mér var svo sem alveg sama um það á Íslandi en þetta bara böggaði mig svo mikið, hvað allir þurftu að eiga eins. Svona eitthvað lífsgæðakapphlaup sem er að drepa Íslendinga. Ég bara nenni því ekki. Við höfum það mjög gott. Ég þarf ekkert að eiga allt það nýjasta og flottasta. Og ég nenni ekki að vera í þessari typpakeppni,“ segir Davíð. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Í fyrsta þætti af sjöttu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir þau Evu, Davíð og dætur þeirra tvær í fjallaþorpi á Tenerife en sú elsta er farin heim í framhaldsskóla. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Evu og Davíð langaði að lifa rólegra lífi og ákváðu því að prófa eitt ár í hitanum á Tene. En síðan eru liðin tvö og hálft ár og þau eru alls ekki á leiðinni heim. Þau eru búin að byggja sér stórt einbýlishús í fjallaþorpinu Guía de Isora sem er um 20 kílómetra frá hinum vinsæla ferðamannastað Costa Adeje, sem margir Íslendingar þekkja. Það er hins vegar vafamál hvort lífið sé eitthvað rólegra á Tene. Því heima á Akureyri voru þau önnum kafin við að brasa, kaupa, byggja, breyta - en eru nú farin að gera slíkt hið sama á Tene. En þó er kanaríski hamagangurinn töluvert afslappaðri en sá íslenski, segja þau hjónin. Þurfa ekki að eiga allt það nýjasta „Þegar þú kemur inn í svona bæ, þá er enginn að spá í hvort þú eigir nýjasta bílinn eða nýjasta Ittala. Ekki það, mér var svo sem alveg sama um það á Íslandi en þetta bara böggaði mig svo mikið, hvað allir þurftu að eiga eins. Svona eitthvað lífsgæðakapphlaup sem er að drepa Íslendinga. Ég bara nenni því ekki. Við höfum það mjög gott. Ég þarf ekkert að eiga allt það nýjasta og flottasta. Og ég nenni ekki að vera í þessari typpakeppni,“ segir Davíð. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira