Víkingar kæmust í 960 milljónir Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2025 12:31 Víkingar fögnuðu fræknum og sögulegum sigri gegn Panathinaikos fyrir viku. Hvað gerist í kvöld? Getty/Ville Vuorinen Ef Víkingum tekst að skrá enn einn nýja kaflann í fótboltasögu Íslands í kvöld, með því að slá út gríska stórveldið Panathinaikos, verður félagið búið að tryggja sér hátt í 960 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA. Umtalsverður kostnaður hefur fylgt þátttöku Víkinga í Evrópuævintýri þeirra en leikurinn í kvöld verður fjórtándi leikur þeirra í Sambandsdeildinni, eftir að ferðalagið hófst með tveimur leikjum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í júlí í fyrra. Við þetta bætist svo mikill kostnaður við að halda heimaleik erlendis, gegn Panathinaikos í Helsinki í síðustu viku, og dvölina í Aþenu síðan þá, þó að mögulegt sé að Víkingum verði bættur upp sá kostnaður vegna þess aðstöðuleysis sem er hér á landi. Burtséð frá því er alveg ljóst að Víkingar hafa tryggt sér hærri tekjur frá UEFA en nokkurt íslenskt félag hefur áður séð. Jafnvel þó að Víkingur félli úr keppni í kvöld þá hefur félagið þegar tryggt sér rúmar 840 milljónir króna. Gætu bætt við hátt í 120 milljónum í dag Mestu munar um að hafa komist í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en því fylgdu 3.170.000 evrur, eða jafnvirði hátt í hálfs milljarðs króna. Víkingar fengu svo til að mynda meira en eina milljón evra fyrir að ná tveimur sigrum og tveimur jafnteflum í deildarkeppninni, og 583.081 evrur fyrir að enda þar í 19. sæti. Fyrir að slá út Panathinaikos og komast í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar fást 800.000 evrur, sem í dag jafngildir um 117 milljónum króna. Sigurliðið í einvíginu mun svo spila við Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar sem þó er meiddur, eða Rapid Vín í 16-liða úrslitunum. Víkingar þyrftu þá væntanlega aftur að leita út fyrir landsteinana til að geta spilað heimaleik sinn, með tilheyrandi kostnaði. Næstu bikarmeistarar njóta góðs af Engin peningaverðlaun fengust fyrir 2-1 sigur Víkinga í síðustu viku en hann hjálpaði hins vegar við að koma Íslandi enn hærra á styrkleikalista UEFA sem ræður því hvaða Evrópusæti hver þjóð hlýtur. Magnaður árangur Víkinga hefur fært Ísland upp fyrir ákveðið strik, í 33. sæti, og það þýðir að næstu bikarmeistarar munu að öllum líkindum fara í undankeppni Evrópudeildarinnar í stað Sambandsdeildarinnar. 🇮🇪 Republic of Ireland have mathematically secured the Top 33 place and spot in the Europa League - QR1!🇮🇸 Iceland favoured to finish Top 33!🇧🇦 Bosnia and Herzegovina can still move up to 33rd and secure spot in the Europa League - QR1*.*34th enough with Russia suspended. pic.twitter.com/BFBt0YT0ue— Football Rankings (@FootRankings) February 14, 2025 Það eina sem gæti breytt því er ef að friður kæmist á í Úkraínu og Rússar yrðu boðnir velkomnir aftur af UEFA, og Borac Banja Luka tækist að slá út Olimpija Ljubljana í kvöld og gera góða hluti í 16-liða úrslitunum því það gæti skilað Bosníu upp fyrir Ísland. Leikur Panathinaikos og Víkings hefst klukkan 20 í kvöld að íslenskum tíma. Leikurinn er sýndur á Vodafone Sport og Viaplay en útsending hefst klukkan 19:45. Vísir fjallar ítarlega um leikinn í dag og í kvöld. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Umtalsverður kostnaður hefur fylgt þátttöku Víkinga í Evrópuævintýri þeirra en leikurinn í kvöld verður fjórtándi leikur þeirra í Sambandsdeildinni, eftir að ferðalagið hófst með tveimur leikjum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í júlí í fyrra. Við þetta bætist svo mikill kostnaður við að halda heimaleik erlendis, gegn Panathinaikos í Helsinki í síðustu viku, og dvölina í Aþenu síðan þá, þó að mögulegt sé að Víkingum verði bættur upp sá kostnaður vegna þess aðstöðuleysis sem er hér á landi. Burtséð frá því er alveg ljóst að Víkingar hafa tryggt sér hærri tekjur frá UEFA en nokkurt íslenskt félag hefur áður séð. Jafnvel þó að Víkingur félli úr keppni í kvöld þá hefur félagið þegar tryggt sér rúmar 840 milljónir króna. Gætu bætt við hátt í 120 milljónum í dag Mestu munar um að hafa komist í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en því fylgdu 3.170.000 evrur, eða jafnvirði hátt í hálfs milljarðs króna. Víkingar fengu svo til að mynda meira en eina milljón evra fyrir að ná tveimur sigrum og tveimur jafnteflum í deildarkeppninni, og 583.081 evrur fyrir að enda þar í 19. sæti. Fyrir að slá út Panathinaikos og komast í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar fást 800.000 evrur, sem í dag jafngildir um 117 milljónum króna. Sigurliðið í einvíginu mun svo spila við Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar sem þó er meiddur, eða Rapid Vín í 16-liða úrslitunum. Víkingar þyrftu þá væntanlega aftur að leita út fyrir landsteinana til að geta spilað heimaleik sinn, með tilheyrandi kostnaði. Næstu bikarmeistarar njóta góðs af Engin peningaverðlaun fengust fyrir 2-1 sigur Víkinga í síðustu viku en hann hjálpaði hins vegar við að koma Íslandi enn hærra á styrkleikalista UEFA sem ræður því hvaða Evrópusæti hver þjóð hlýtur. Magnaður árangur Víkinga hefur fært Ísland upp fyrir ákveðið strik, í 33. sæti, og það þýðir að næstu bikarmeistarar munu að öllum líkindum fara í undankeppni Evrópudeildarinnar í stað Sambandsdeildarinnar. 🇮🇪 Republic of Ireland have mathematically secured the Top 33 place and spot in the Europa League - QR1!🇮🇸 Iceland favoured to finish Top 33!🇧🇦 Bosnia and Herzegovina can still move up to 33rd and secure spot in the Europa League - QR1*.*34th enough with Russia suspended. pic.twitter.com/BFBt0YT0ue— Football Rankings (@FootRankings) February 14, 2025 Það eina sem gæti breytt því er ef að friður kæmist á í Úkraínu og Rússar yrðu boðnir velkomnir aftur af UEFA, og Borac Banja Luka tækist að slá út Olimpija Ljubljana í kvöld og gera góða hluti í 16-liða úrslitunum því það gæti skilað Bosníu upp fyrir Ísland. Leikur Panathinaikos og Víkings hefst klukkan 20 í kvöld að íslenskum tíma. Leikurinn er sýndur á Vodafone Sport og Viaplay en útsending hefst klukkan 19:45. Vísir fjallar ítarlega um leikinn í dag og í kvöld.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira