„Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Siggeir Ævarsson skrifar 18. febrúar 2025 20:46 Þorleifur Ólafsson var ekki ánægður með gæðin á leiknum í kvöld en sáttur með stigin tvö Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, talaði hreint út þegar hann var spurður um frammistöðu sinna kvenna þegar liðið lagði Stjörnuna í Bónus-deild kvenna í kvöld í Garðabænum, 62-66. „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði. Bæði lið komust einhvern veginn aldrei í takt. Baráttusigur og vilji. Alls ekki ánægður með sóknarleikinn. Varnarleikurinn fínn á köflum, lögðum upp með annað en ánægður með að þegar við breyttum þá lagaðist það. Þessi tvö stig sem eru okkur mjög mikilvæg er það sem ég tek út úr þessu.“ En það eru kannski mikilvægustu sigrarnir, sem tekst að kreista út þrátt fyrir að frammistaðan sé ekki upp á marga fiska? „Klárlega. Óli er örugglega ekkert sáttur með þeirra frammistöðu heldur. Þetta var einhvern veginn eins og bæði lið væru að byrja tímabilið, ekki að búa okkur undir lokin. Þannig að við þurfum að rífa okkur almennilega í gang.“ Isabella Ósk Sigurðardóttir, miðherji Grindavíkur, lenti í bullandi villuvandræðum í kvöld og það virtist riðla leik liðsins töluvert á báðum endum vallarins þegar hún þurfti að setjast á bekkinn með fjórar villur í upphafi þriðja leikhluta. „Já, já. Klárlega. En svo missa þær náttúrulega sinn Kana út í villuvandræðum líka. En þetta er alveg rétt hjá þér, Isabella er okkur mikilvæg, varnar- og sóknarlega, og komst aldrei í takt við leikinn. En kláraði þetta virkilega vel.“ Þorleifur er þarna að vísa í varið skot sem Isabella átti í lokin, en það var engu líkara en hún hefði ekki hugmynd um að hún væri á fjórum villum, miðað við ákafann í því atviki og af hversu miklum krafti hún spilaði síðasta leikhlutann. „Hún þarf heldur ekkert að blokka svona fast sko. Það voru nokkur skipti sem ég pikkaði í hana eða kallaði að hún væri með fjórar. Þá hægði hún svona alveg smekklega á sér. En sem betur fer þá hékk hún inni og frábært blokk í lokin.“ Grindavík er komið með tvo sigra í röð og nú er það bara áfram gakk eins þeir Ólafssynir segja svo gjarnan í viðtölum. „Áfram gakk jú. Maður þarf að fara að búa sig undir að fikra sig upp þessa blessuðu töflu því við höfum ekkert verið mjög ofarlega í henni í vetur.“ Var ekki einmitt planið að vinna rest? „Vinna rest, jú það er planið!“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
„Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði. Bæði lið komust einhvern veginn aldrei í takt. Baráttusigur og vilji. Alls ekki ánægður með sóknarleikinn. Varnarleikurinn fínn á köflum, lögðum upp með annað en ánægður með að þegar við breyttum þá lagaðist það. Þessi tvö stig sem eru okkur mjög mikilvæg er það sem ég tek út úr þessu.“ En það eru kannski mikilvægustu sigrarnir, sem tekst að kreista út þrátt fyrir að frammistaðan sé ekki upp á marga fiska? „Klárlega. Óli er örugglega ekkert sáttur með þeirra frammistöðu heldur. Þetta var einhvern veginn eins og bæði lið væru að byrja tímabilið, ekki að búa okkur undir lokin. Þannig að við þurfum að rífa okkur almennilega í gang.“ Isabella Ósk Sigurðardóttir, miðherji Grindavíkur, lenti í bullandi villuvandræðum í kvöld og það virtist riðla leik liðsins töluvert á báðum endum vallarins þegar hún þurfti að setjast á bekkinn með fjórar villur í upphafi þriðja leikhluta. „Já, já. Klárlega. En svo missa þær náttúrulega sinn Kana út í villuvandræðum líka. En þetta er alveg rétt hjá þér, Isabella er okkur mikilvæg, varnar- og sóknarlega, og komst aldrei í takt við leikinn. En kláraði þetta virkilega vel.“ Þorleifur er þarna að vísa í varið skot sem Isabella átti í lokin, en það var engu líkara en hún hefði ekki hugmynd um að hún væri á fjórum villum, miðað við ákafann í því atviki og af hversu miklum krafti hún spilaði síðasta leikhlutann. „Hún þarf heldur ekkert að blokka svona fast sko. Það voru nokkur skipti sem ég pikkaði í hana eða kallaði að hún væri með fjórar. Þá hægði hún svona alveg smekklega á sér. En sem betur fer þá hékk hún inni og frábært blokk í lokin.“ Grindavík er komið með tvo sigra í röð og nú er það bara áfram gakk eins þeir Ólafssynir segja svo gjarnan í viðtölum. „Áfram gakk jú. Maður þarf að fara að búa sig undir að fikra sig upp þessa blessuðu töflu því við höfum ekkert verið mjög ofarlega í henni í vetur.“ Var ekki einmitt planið að vinna rest? „Vinna rest, jú það er planið!“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira