Irv Gotti er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2025 09:12 Irv Gotti sem stofnaði Murder Inc. Records árið 1998 og var áhrifamikill í hipphopp-heiminum í lok tíunda áratugarins er látinn. Getty Irv Gotti, tónlistarframleiðandi, útgefandi og stofnandi Murder Inc. Records, er látinn 54 ára að aldri. The Hollywood Reporter greinir frá andláti hans. Dánarorsök Gotti liggur ekki fyrir en hann hafði fengið nokkur heilablóðföll á síðustu árum og hafði jafnframt glímt við sykursýki. Gotti lætur eftir sig þrjú börn sín: Angie, Sonny og Jonathan Wilson. Gotti, sem hét réttu nafni Irving Domingo Lorenzo Jr., fæddist 26. júní 1970 í Hollis-hverfi í Queens. Hann hóf feril sinn sem tónlistarframleiðandi undir nafninu DJ Irv og framleiddi til að mynda Jay-Z-lagið „Can I Live“ á fyrstu plötu rapparans, Reasonable Doubt, 1996. Í lok tíunda áratugarins og í upphafi fyrsta áratugar þessarar aldar framleiddi Gotti lög fyrir DMX, Ashanti, Ja Rule, Jennifer Lopez og Aaliyuh. Framleiðslustíll Gotti einkenndist af blöndu hipphopp-takta og R&B-melódía. Morð hf. og vandræði með FBI Gotti starfaði sem A&R-maður hjá Def Jam og átti stóran þátt í því að fá DMX, Jay-Z og Ja Rule til liðs við útgáfuna. Gotti fékk leyfi hjá stjórnendum Def Jam til að stofna eigin útgáfu, Murder Inc. Records, með bróður sínum, Chris Lorenzo. Útgáfan hét í höfuðið á glæpahópnum Murder Inc. sem starfaði frá 1929-1941 og gaf út plötur fyrir Ja Rule og Vanessu Carlton en einnig plötur Gotti sjálfs. Gotti og Jay-Z fagna á tíu ára afmæli útgáfu Reasonable Doubt.Getty Murder Inc. lentu í vandræðum 2003 þegar Alríkislögreglan réðist inn á skrifstofur útgáfunnar vegna meintra tengsla hennar við eiturlyfjabaróninn Kenneth „Supreme“ McGriff. Gotti og Chris höfðu kynnst McGriff 1994 og haldið góðu sambandi við kauða. Málinu var vísað frá 2005 en skaðaði orðspör útgáfunnar allverulega. „Def Jam hefur misst einn af sínum mest skapandi hipphopp-hermönnum,“ sagði Lyor Cohen, sem var framkvæmdastjóri útgáfunnar frá 1988 til 2004. „Þegar við vorum á hnjánum kom hann með hitann og bjargaði okkur. Hann er úr fallegri fjölskyldu úr Queens og það er heiður og forréttindi að hafa þekkt hann,“ sagði Cohen. Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Sjá meira
The Hollywood Reporter greinir frá andláti hans. Dánarorsök Gotti liggur ekki fyrir en hann hafði fengið nokkur heilablóðföll á síðustu árum og hafði jafnframt glímt við sykursýki. Gotti lætur eftir sig þrjú börn sín: Angie, Sonny og Jonathan Wilson. Gotti, sem hét réttu nafni Irving Domingo Lorenzo Jr., fæddist 26. júní 1970 í Hollis-hverfi í Queens. Hann hóf feril sinn sem tónlistarframleiðandi undir nafninu DJ Irv og framleiddi til að mynda Jay-Z-lagið „Can I Live“ á fyrstu plötu rapparans, Reasonable Doubt, 1996. Í lok tíunda áratugarins og í upphafi fyrsta áratugar þessarar aldar framleiddi Gotti lög fyrir DMX, Ashanti, Ja Rule, Jennifer Lopez og Aaliyuh. Framleiðslustíll Gotti einkenndist af blöndu hipphopp-takta og R&B-melódía. Morð hf. og vandræði með FBI Gotti starfaði sem A&R-maður hjá Def Jam og átti stóran þátt í því að fá DMX, Jay-Z og Ja Rule til liðs við útgáfuna. Gotti fékk leyfi hjá stjórnendum Def Jam til að stofna eigin útgáfu, Murder Inc. Records, með bróður sínum, Chris Lorenzo. Útgáfan hét í höfuðið á glæpahópnum Murder Inc. sem starfaði frá 1929-1941 og gaf út plötur fyrir Ja Rule og Vanessu Carlton en einnig plötur Gotti sjálfs. Gotti og Jay-Z fagna á tíu ára afmæli útgáfu Reasonable Doubt.Getty Murder Inc. lentu í vandræðum 2003 þegar Alríkislögreglan réðist inn á skrifstofur útgáfunnar vegna meintra tengsla hennar við eiturlyfjabaróninn Kenneth „Supreme“ McGriff. Gotti og Chris höfðu kynnst McGriff 1994 og haldið góðu sambandi við kauða. Málinu var vísað frá 2005 en skaðaði orðspör útgáfunnar allverulega. „Def Jam hefur misst einn af sínum mest skapandi hipphopp-hermönnum,“ sagði Lyor Cohen, sem var framkvæmdastjóri útgáfunnar frá 1988 til 2004. „Þegar við vorum á hnjánum kom hann með hitann og bjargaði okkur. Hann er úr fallegri fjölskyldu úr Queens og það er heiður og forréttindi að hafa þekkt hann,“ sagði Cohen.
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Sjá meira