„Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Aron Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2025 11:48 Gary Neville er áhyggjufullur um stöðu Manchester United Vísir/Samsett mynd Sparkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, fer ekki fögrum orðum um stöðuna hjá sínu fyrrverandi félagi. Segir hana verri núna undir þjálfaranum Rúben Amorim heldur en þegar að Erik ten Hag hélt utan um stjórnartaumana. Það var þann 1. nóvember á síðasta ári sem Manchester United greindi frá því að Rúben Amorim hefði verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs félagsins og tók hann við stjórnartaumunum af Hollendingnum Erik ten Hag. Amorim hafði gert afar góða hluti með Sporting Lisbon en komst fljótt að því hversu gríðarstórt verkefnið væri hjá Manchester Untied. Óhætt er að segja að samstarfið hafi ekki farið vel af stað. Amorim stýrði sínum fyrsta leik sem þjálfari Manchester United gegn nýliðum Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni þann 24.nóvember en síðan þá er hægt að segja að erfiðlega hafi gengið að snúa skútunni, sem Manchester Untied er, við. Liðið er sem stendur í 13.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, fjórtán stigum frá Meistaradeildarsæti. „Ég hélt að þetta yrði betra þegar að Amorim kom inn,“ sagði Neville í hlaðvarpsþætti sínum, the Gary Neville Podcast. „Ég hélt að eldmóðurinn og nýja kerfið myndi fá leikmenn til þess að kaupa þessa hugmynd. Að við myndum sjá viðbragð. Við höfum hins vegar séð algjöra andstæðu þess. Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart.“ Neville telur hlutina eiga eftir að versna fyrir Manchester United til loka tímabilsins áður en þeir skána. „Félagið mun að sjálfsögðu halda tryggð við Amorim en því fleiri leikjum sem þú tapar, þeim mun erfiðara verður það fyrir þig að selja leikmönnum þína hugmyndafræði. Þá sem hann talaði um við upphaf tíma síns hjá Manchester United.“ Leikmenn þurfi að kaupa hugmyndafræði þjálfarans. „En ef þeir tapa svo bara leikjum, halda áfram að vera gagnrýndir, fer kastljósið meira á þá og stuðningsmenn verða óánægðari. Þú getir ekki haldið áfram að tapa leikjum, það mun draga leikmenn niður á þann stað að þeir tapa trú á hugmyndafræðinni. Það mun skemma upphaf næsta tímabils. Amorim verður að bregðast við. Hann getur þó ekki breytt sinni nálgun því hann er tilbúinn að deyja á þeirri hæð. Og það réttilega. Ég held að hann hafi tapað fleiri leikjum fyrstu mánuði sína hjá Manchester Untied heldur en í síðustu 75 leikjum sínum með Sporting Lisbon. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Það var þann 1. nóvember á síðasta ári sem Manchester United greindi frá því að Rúben Amorim hefði verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs félagsins og tók hann við stjórnartaumunum af Hollendingnum Erik ten Hag. Amorim hafði gert afar góða hluti með Sporting Lisbon en komst fljótt að því hversu gríðarstórt verkefnið væri hjá Manchester Untied. Óhætt er að segja að samstarfið hafi ekki farið vel af stað. Amorim stýrði sínum fyrsta leik sem þjálfari Manchester United gegn nýliðum Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni þann 24.nóvember en síðan þá er hægt að segja að erfiðlega hafi gengið að snúa skútunni, sem Manchester Untied er, við. Liðið er sem stendur í 13.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, fjórtán stigum frá Meistaradeildarsæti. „Ég hélt að þetta yrði betra þegar að Amorim kom inn,“ sagði Neville í hlaðvarpsþætti sínum, the Gary Neville Podcast. „Ég hélt að eldmóðurinn og nýja kerfið myndi fá leikmenn til þess að kaupa þessa hugmynd. Að við myndum sjá viðbragð. Við höfum hins vegar séð algjöra andstæðu þess. Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart.“ Neville telur hlutina eiga eftir að versna fyrir Manchester United til loka tímabilsins áður en þeir skána. „Félagið mun að sjálfsögðu halda tryggð við Amorim en því fleiri leikjum sem þú tapar, þeim mun erfiðara verður það fyrir þig að selja leikmönnum þína hugmyndafræði. Þá sem hann talaði um við upphaf tíma síns hjá Manchester United.“ Leikmenn þurfi að kaupa hugmyndafræði þjálfarans. „En ef þeir tapa svo bara leikjum, halda áfram að vera gagnrýndir, fer kastljósið meira á þá og stuðningsmenn verða óánægðari. Þú getir ekki haldið áfram að tapa leikjum, það mun draga leikmenn niður á þann stað að þeir tapa trú á hugmyndafræðinni. Það mun skemma upphaf næsta tímabils. Amorim verður að bregðast við. Hann getur þó ekki breytt sinni nálgun því hann er tilbúinn að deyja á þeirri hæð. Og það réttilega. Ég held að hann hafi tapað fleiri leikjum fyrstu mánuði sína hjá Manchester Untied heldur en í síðustu 75 leikjum sínum með Sporting Lisbon.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira