Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2025 11:01 Að mati Rubens Amorim leggur Marcus Rashford ekki nógu hart að sér á æfingum. getty/Martin Rickett Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir Marcus Rashford muni líklega ekki spila aftur fyrir liðið eftir nýjustu ummæli knattspyrnustjórans Rubens Amorim um framherjann. Rashford hefur ekki spilað fyrir United síðan 12. desember og eftir leikinn gegn Fulham á sunnudaginn sagði Amorim að hann myndi frekar nota markvarðaþjálfarann, hinn 63 ára Jorge Vidal, en leikmann sem legði sig ekki allan fram á æfingum. Ferdinand segir ekkert annað í stöðunni fyrir Rashford en að yfirgefa United. „Ef ég væri leikmaðurinn sem stjórinn tjáði sig svona um mig, hjarta mitt, stolt og egó; það er vandræðalegt. Að einhver efist um framlag þitt, að þú leggir þig hundrað prósent fram fyrir liðið og styttir þér leið eru stór ummæli. Það er engin leið til baka fyrir Marcus eftir þetta,“ sagði Ferdinand. „Ef hann kæmi til baka þýddi það að aðrir leikmenn gætu tekið fótinn af bensíngjöfinni og komist inn í liðið.“ Ferdinand segir að Rashford viti upp á sig skömmina. Hann hefði nefnilega gripið til varna ef ummæli Amorims væru röng. „Fyrir mig, ef þetta væri ósatt myndi ég svara fyrir mig. Ég myndi halda blaðamannafund og láta vita að enginn myndi tala svona um mig,“ sagði Ferdinand. „Þú gerir það bara ef þú ert hundrað prósent viss um að enginn geti sagt þetta um þig. Við lifum á tímum þar sem er einfalt að vera í beinum samskiptum við stuðningsmennina svo sagan komist rétt til skila. Ég væri til í að sitja með Marcusi, horfa í augun á honum og sjá hvort hann gæti sagt það. Ef þú getur það ekki verðurðu að líta í eigin barm.“ Rashford hefur verið hjá United síðan hann var sjö ára gamall og spilað rúmlega fjögur hundruð leiki fyrir liðið. Enski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Sjá meira
Rashford hefur ekki spilað fyrir United síðan 12. desember og eftir leikinn gegn Fulham á sunnudaginn sagði Amorim að hann myndi frekar nota markvarðaþjálfarann, hinn 63 ára Jorge Vidal, en leikmann sem legði sig ekki allan fram á æfingum. Ferdinand segir ekkert annað í stöðunni fyrir Rashford en að yfirgefa United. „Ef ég væri leikmaðurinn sem stjórinn tjáði sig svona um mig, hjarta mitt, stolt og egó; það er vandræðalegt. Að einhver efist um framlag þitt, að þú leggir þig hundrað prósent fram fyrir liðið og styttir þér leið eru stór ummæli. Það er engin leið til baka fyrir Marcus eftir þetta,“ sagði Ferdinand. „Ef hann kæmi til baka þýddi það að aðrir leikmenn gætu tekið fótinn af bensíngjöfinni og komist inn í liðið.“ Ferdinand segir að Rashford viti upp á sig skömmina. Hann hefði nefnilega gripið til varna ef ummæli Amorims væru röng. „Fyrir mig, ef þetta væri ósatt myndi ég svara fyrir mig. Ég myndi halda blaðamannafund og láta vita að enginn myndi tala svona um mig,“ sagði Ferdinand. „Þú gerir það bara ef þú ert hundrað prósent viss um að enginn geti sagt þetta um þig. Við lifum á tímum þar sem er einfalt að vera í beinum samskiptum við stuðningsmennina svo sagan komist rétt til skila. Ég væri til í að sitja með Marcusi, horfa í augun á honum og sjá hvort hann gæti sagt það. Ef þú getur það ekki verðurðu að líta í eigin barm.“ Rashford hefur verið hjá United síðan hann var sjö ára gamall og spilað rúmlega fjögur hundruð leiki fyrir liðið.
Enski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Sjá meira