Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 09:00 Freyr Alexandersson vildi halda hinum fertuga Erik Huseklepp en Huseklepp er á förum frá Brann. @sportsklubbenbrann Freyr Alexandersson er tekinn við sem þjálfari Brann en hann hefur nú misst öflugan aðstoðarþjálfara frá félaginu. Erik Huseklepp hefur tekið þá ákvörðun að hætta hjá norska úrvalsdeildarfélaginu eftir þriggja ára farsælt starf. Brann staðfestir fréttirnar á heimasíðu sinni. Þegar Freyr tók við liðinu þá talaði hann um það að hann vildi halda Huseklepp. „Ég hef verið að velta þessu fyrir mér undanfarna daga. Hlutirnir eru nú að þróast í aðra átt en áður. Það er því best fyrir mig, Brann og þjálfarateymið að þeir haldi áfram án mín. Ég er rosalega ánægður með Brann og óska þeim alls hins besta,“ sagði Erik Huseklepp í viðtali á heimasíðu Brann. „Þetta hefur verið algjörlega frábær tími og ég verð alltaf þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu ferðalagi. Ég kveð þennan hóp leikmanna dapur í bragði af því að þeir eru að leggja meira á sig en ég hef séð áður. Þeir eru samheldnir, skila mikilli vinnu og það hefur verið heiður fyrir mig að vinna með þeim og restinni af starfsliðinu,“ sagði Huseklepp. Huseklepp talaði um framtíð sína þegar Freyr var búinn að vera þar í tvo daga. Þar sagðist hann vera að íhuga framtíð sína. „Bæði félagið og Freyr höfum talað hreint út um það að við vildum hafa Erik áfram sem hluta af þessu þjálfarateymi. Því miður hefur hann ákveðið að hætta þrátt fyrir að við höfum boðið honum að halda sinni stöðu,“ sagði Per-Ove Ludvigsen, íþróttastjóri Brann. Freyr kom með aðstoðarþjálfarann Jonathan Hartmann með sér en þeir hafa unnið saman hjá bæði Kortrijk í Belgíu og Lyngby í Danmörku. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann) Norski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Erik Huseklepp hefur tekið þá ákvörðun að hætta hjá norska úrvalsdeildarfélaginu eftir þriggja ára farsælt starf. Brann staðfestir fréttirnar á heimasíðu sinni. Þegar Freyr tók við liðinu þá talaði hann um það að hann vildi halda Huseklepp. „Ég hef verið að velta þessu fyrir mér undanfarna daga. Hlutirnir eru nú að þróast í aðra átt en áður. Það er því best fyrir mig, Brann og þjálfarateymið að þeir haldi áfram án mín. Ég er rosalega ánægður með Brann og óska þeim alls hins besta,“ sagði Erik Huseklepp í viðtali á heimasíðu Brann. „Þetta hefur verið algjörlega frábær tími og ég verð alltaf þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu ferðalagi. Ég kveð þennan hóp leikmanna dapur í bragði af því að þeir eru að leggja meira á sig en ég hef séð áður. Þeir eru samheldnir, skila mikilli vinnu og það hefur verið heiður fyrir mig að vinna með þeim og restinni af starfsliðinu,“ sagði Huseklepp. Huseklepp talaði um framtíð sína þegar Freyr var búinn að vera þar í tvo daga. Þar sagðist hann vera að íhuga framtíð sína. „Bæði félagið og Freyr höfum talað hreint út um það að við vildum hafa Erik áfram sem hluta af þessu þjálfarateymi. Því miður hefur hann ákveðið að hætta þrátt fyrir að við höfum boðið honum að halda sinni stöðu,“ sagði Per-Ove Ludvigsen, íþróttastjóri Brann. Freyr kom með aðstoðarþjálfarann Jonathan Hartmann með sér en þeir hafa unnið saman hjá bæði Kortrijk í Belgíu og Lyngby í Danmörku. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann)
Norski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira