„Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2025 21:38 Elliði Snær Viðarsson kallar inn á völlinn í Zagreb í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Þetta er ótrúlega svekkjandi,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið gegn Króatíu á HM í handbolta í kvöld. Hann heldur þó í bjartsýnina og von um sæti í 8-liða úrslitum. Ísland lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik, 20-12, og átti í raun aldrei séns gegn sterku liði Dags Sigurðssonar. „Markmaðurinn þeirra varði ótrúlega vel. Við öll tækifæri sem við höfðum til að koma aðeins til baka þá varði hann. Við vorum sjálfum okkur verstir í fyrri hálfleik, með of mikið af töpuðum boltum og komumst aldrei almennilega inn í varnarleikinn okkar. Við vorum skrefinu á eftir allan tímann,“ sagði Elliði. Vörn og markvarsla hafði verið aðalsmerki Íslands á mótinu en í kvöld var eitthvað allt annað uppi á teningnum. Af hverju? „Það er erfitt að útskýra. Við náðum ekki upp þessu orkustigi sem við höfum verið með. Það er auðveldasta útskýringin. Mér fannst við vera mjög vel undirbúnir fyrir leik, tilbúnir í þetta, en vorum einhvern veginn skrefinu á eftir.“ Viðtalið við Elliða má sjá hér að neðan. Voru menn orðnir þreyttir? „Við erum jafnþreyttir og þeir. Það eru allir þreyttir þegar líður á stórmót. Ég held að við höfum verið nokkuð ferskir. Við höfum róterað hópnum vel, allir fengið mínútur og við skipt þessu bróðurlega á milli okkar í varnarleiknum. Það er ekki ástæðan fyrir því að töpuðum í dag.“ Staðan er sú að tapið í kvöld gæti orðið það eina hjá Íslandi á mótinu, og liðið samt fallið úr keppni fyrir 8-liða úrslitin. „Þá verður það bara að vera svoleiðis. En við verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú á að, uuuu, ég veit ekki einu sinni hverjir þurfa að vinna, en að úrslitin verði okkur í hag og að við höldum áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel í mótinu.“ Ísland þarf að vinna Argentínu á sunnudag og treysta á að Slóvenía nái í stig gegn Króatíu síðar sama dag. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk slæman skell á móti Króatíu í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Liðið mátti ekki tapa með fjórum mörkum eða meira en skellurinn var stærri. Sex marka tap kippti íslenska liðinu harkalega niður á jörðina og hálfa leið út úr mótinu. 24. janúar 2025 21:29 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir „Ég er smá í móðu“ Leik lokið: Haukar - Fram 25-24 | Mörðu spennutrylli Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Sjá meira
Ísland lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik, 20-12, og átti í raun aldrei séns gegn sterku liði Dags Sigurðssonar. „Markmaðurinn þeirra varði ótrúlega vel. Við öll tækifæri sem við höfðum til að koma aðeins til baka þá varði hann. Við vorum sjálfum okkur verstir í fyrri hálfleik, með of mikið af töpuðum boltum og komumst aldrei almennilega inn í varnarleikinn okkar. Við vorum skrefinu á eftir allan tímann,“ sagði Elliði. Vörn og markvarsla hafði verið aðalsmerki Íslands á mótinu en í kvöld var eitthvað allt annað uppi á teningnum. Af hverju? „Það er erfitt að útskýra. Við náðum ekki upp þessu orkustigi sem við höfum verið með. Það er auðveldasta útskýringin. Mér fannst við vera mjög vel undirbúnir fyrir leik, tilbúnir í þetta, en vorum einhvern veginn skrefinu á eftir.“ Viðtalið við Elliða má sjá hér að neðan. Voru menn orðnir þreyttir? „Við erum jafnþreyttir og þeir. Það eru allir þreyttir þegar líður á stórmót. Ég held að við höfum verið nokkuð ferskir. Við höfum róterað hópnum vel, allir fengið mínútur og við skipt þessu bróðurlega á milli okkar í varnarleiknum. Það er ekki ástæðan fyrir því að töpuðum í dag.“ Staðan er sú að tapið í kvöld gæti orðið það eina hjá Íslandi á mótinu, og liðið samt fallið úr keppni fyrir 8-liða úrslitin. „Þá verður það bara að vera svoleiðis. En við verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú á að, uuuu, ég veit ekki einu sinni hverjir þurfa að vinna, en að úrslitin verði okkur í hag og að við höldum áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel í mótinu.“ Ísland þarf að vinna Argentínu á sunnudag og treysta á að Slóvenía nái í stig gegn Króatíu síðar sama dag.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk slæman skell á móti Króatíu í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Liðið mátti ekki tapa með fjórum mörkum eða meira en skellurinn var stærri. Sex marka tap kippti íslenska liðinu harkalega niður á jörðina og hálfa leið út úr mótinu. 24. janúar 2025 21:29 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir „Ég er smá í móðu“ Leik lokið: Haukar - Fram 25-24 | Mörðu spennutrylli Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Sjá meira
Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk slæman skell á móti Króatíu í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Liðið mátti ekki tapa með fjórum mörkum eða meira en skellurinn var stærri. Sex marka tap kippti íslenska liðinu harkalega niður á jörðina og hálfa leið út úr mótinu. 24. janúar 2025 21:29
„Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13