Sér eftir því sem hann sagði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 06:30 Ruben Amorim fór yfir ummæli sín eftir síðasta leik á blaðamannafundi fyrir Evrópuleik liðsins í kvöld. Getty/Carl Recine/ Ruben Amorim, þjálfari Mancheser United, sagði eftir síðasta leik að núverandi lið Manchester United væri mögulega það versta í sögu félagsins en nú sér Portúgalinn eftir orðum sínum. Amorim lét þessi stóru orð falla eftir 3-1 tapið á móti Brighton á sunnudaginn og daginn eftir mátti sá þau á forsíðum allra helstu blaða í Bretlandi. Amorim hitti fjölmiðlamenn aftur í gær og þá var annað hljóð í þessum 39 ára gamla Portúgala. Framundan er Evrópuleikur á móti skoska liðinu Rangers í kvöld. Hann sagðist þá sjá eftir þessum ummælum sínum en hann væri að blekkja sjálfan sig ef hann gerði sér ekki grein fyrir að hann væri að glíma við mörg stór vandamál eftir sjö töp í fimmtán leikjum. „Í fyrsta lagi þá vil ég tala aðeins um þessi ummæli mín. Ég var að tala meira um sjálfan mig en leikmennina mína. Ég var að tala um það að ég væri ekki að hjálpa leikmönnum mínum,“ sagði Ruben Amorim. „Ef þið skoðið það betur þá hef ég aldrei sett pressuna á leikmennina þegar þið viljið fá mig til að segja að leikmennirnir séu ekki nógu góðir,“ sagði Amorim. „Ég geri mér grein fyrir því að ég gaf ykkur þessa fyrirsögn og að stundum er ég pirraður. Ég á ekki að segja svona hluti en svona er þetta bara,“ sagði Amorim. „Stundum er mjög erfitt að fela pirringinn minn. Það góða er að ég sagði það sama í klefanum aðeins fimm mínútum fyrr en reyndar með aðeins öðrum hætti. Viðbrögð leikmanna minna voru ósköp eðlileg enda vanir því að ég tali hreint út,“ sagði Amorim. Amorim tók brjálæðiskast í klefanum og braut meðal annars sjónvarp í reiðikasti sínu. „Ég er ungur maður og stundum geri ég mistök. Þess vegna tala ég vanalega ekki við leikmenn strax eftir leiki. Að þessu sinni þurfti ég að tala við þá en það voru kannski mistök. Stundum verð ég líka stressaður á þessum fjölmiðlafundum og segi hluti sem ég á ekki að segja. Ég er bara ungur maður sem geri stundum mistök,“ sagði Amorim. „Ég er samt bara að tala um augljósa hluti. Ef þið viljið það þá get ég reynt að blekkja mig og aðra með því að segja allt aðra hluti. Ég sagði ykkur þetta og ég sagði leikmönnum mínum þetta. Ég held að það sé gott að ég sé hreinskilinn við ykkur eins og þá,“ sagði Amorim. Enski boltinn Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Fleiri fréttir Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Sjá meira
Amorim lét þessi stóru orð falla eftir 3-1 tapið á móti Brighton á sunnudaginn og daginn eftir mátti sá þau á forsíðum allra helstu blaða í Bretlandi. Amorim hitti fjölmiðlamenn aftur í gær og þá var annað hljóð í þessum 39 ára gamla Portúgala. Framundan er Evrópuleikur á móti skoska liðinu Rangers í kvöld. Hann sagðist þá sjá eftir þessum ummælum sínum en hann væri að blekkja sjálfan sig ef hann gerði sér ekki grein fyrir að hann væri að glíma við mörg stór vandamál eftir sjö töp í fimmtán leikjum. „Í fyrsta lagi þá vil ég tala aðeins um þessi ummæli mín. Ég var að tala meira um sjálfan mig en leikmennina mína. Ég var að tala um það að ég væri ekki að hjálpa leikmönnum mínum,“ sagði Ruben Amorim. „Ef þið skoðið það betur þá hef ég aldrei sett pressuna á leikmennina þegar þið viljið fá mig til að segja að leikmennirnir séu ekki nógu góðir,“ sagði Amorim. „Ég geri mér grein fyrir því að ég gaf ykkur þessa fyrirsögn og að stundum er ég pirraður. Ég á ekki að segja svona hluti en svona er þetta bara,“ sagði Amorim. „Stundum er mjög erfitt að fela pirringinn minn. Það góða er að ég sagði það sama í klefanum aðeins fimm mínútum fyrr en reyndar með aðeins öðrum hætti. Viðbrögð leikmanna minna voru ósköp eðlileg enda vanir því að ég tali hreint út,“ sagði Amorim. Amorim tók brjálæðiskast í klefanum og braut meðal annars sjónvarp í reiðikasti sínu. „Ég er ungur maður og stundum geri ég mistök. Þess vegna tala ég vanalega ekki við leikmenn strax eftir leiki. Að þessu sinni þurfti ég að tala við þá en það voru kannski mistök. Stundum verð ég líka stressaður á þessum fjölmiðlafundum og segi hluti sem ég á ekki að segja. Ég er bara ungur maður sem geri stundum mistök,“ sagði Amorim. „Ég er samt bara að tala um augljósa hluti. Ef þið viljið það þá get ég reynt að blekkja mig og aðra með því að segja allt aðra hluti. Ég sagði ykkur þetta og ég sagði leikmönnum mínum þetta. Ég held að það sé gott að ég sé hreinskilinn við ykkur eins og þá,“ sagði Amorim.
Enski boltinn Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Fleiri fréttir Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Sjá meira