Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2025 16:22 Elska nýtur mikilla vinsælda og nú stendur til að helga 54. tölublaði tímaritsins norðlenskum karlmönnum. Tökur fara fram í febrúar. Elska Erótíska hommablaðið Elska ætlar að setja sérstakan fókus á Akureyri í 54. tölublaði sínu. Nafn tímaritsins ber íslenskt heiti sem ræðst af Íslandsáhuga helsta aðstandenda. Þetta kemur fram í gayiceland en Roald Viðar Eyvindsson ræðir þar við ritstjórann Liam Campell sem segir fyrirhugað að tökur fari fram í febrúar. Þannig að þeir sem vilja sitja fyrir ættu að fara að huga að uppstillingum og hárgreiðslu. „Ef ég gæti þá myndi ég fjalla um íslenska bæi í öllum tímaritum okkar,“ segir Liam í spjalli við Roald. Hann hefur margsinnis heimsótt Ísland og segist hafa fallið kylliflatur fyrir landi og þjóð. En Liam er búsettur í London. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem GayIceland ræðir við Liam Campell og í öðru viðtali er hann spurður út í hina íslensku nafngift tímaritsins. Liam segir einfaldlega að honum þyki þetta hljóma vel. „Fáir vita hvað orðið þýðir, og þess vegna skiptir það mestu máli hvað elska hljómar vel," sagði Liam. Liam Campell ritstjóri Elska er sérstakur áhugamaður um Ísland. Þetta er ekki fyrsta tölublað Elska er helgað íslenskum karlmönnum en þar á bæ hafa menn þann háttinn á að einbeita sér að einhverju tilteknu svæði hverju sinni. Elska Reykjavík kom út 2016 og þá voru 18 karlmenn myndaðir. Að sögn Liams varð það tölublað mikið vöxtum, stærra en ætlað var. „Þá kom á daginn að reykvískir karlmenn vildu helst láta taka af sér mynd úti í náttúrunni frekar en að þeir væru í borgarumhverfi. Ég geri ráð fyrir því að það sýni hversu tengdir Íslendingar eru ósnortinni náttúru. Og annað sem ég man er að þó mennirnir í því tölublaði væru tiltölulega frjálslegir í fasi voru þeir almennt ekki mikið fyrir að láta mynda sig nakta.“ Liam er spurður sérstaklega; af hverju Akureyri? Hann svarar því svo til að hann vildi gjarnan taka hvern einasta bæ á Íslandi fyrir, en einhvers staðar verði að setja mörkin. Fjölmiðlar Hinsegin Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Þetta kemur fram í gayiceland en Roald Viðar Eyvindsson ræðir þar við ritstjórann Liam Campell sem segir fyrirhugað að tökur fari fram í febrúar. Þannig að þeir sem vilja sitja fyrir ættu að fara að huga að uppstillingum og hárgreiðslu. „Ef ég gæti þá myndi ég fjalla um íslenska bæi í öllum tímaritum okkar,“ segir Liam í spjalli við Roald. Hann hefur margsinnis heimsótt Ísland og segist hafa fallið kylliflatur fyrir landi og þjóð. En Liam er búsettur í London. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem GayIceland ræðir við Liam Campell og í öðru viðtali er hann spurður út í hina íslensku nafngift tímaritsins. Liam segir einfaldlega að honum þyki þetta hljóma vel. „Fáir vita hvað orðið þýðir, og þess vegna skiptir það mestu máli hvað elska hljómar vel," sagði Liam. Liam Campell ritstjóri Elska er sérstakur áhugamaður um Ísland. Þetta er ekki fyrsta tölublað Elska er helgað íslenskum karlmönnum en þar á bæ hafa menn þann háttinn á að einbeita sér að einhverju tilteknu svæði hverju sinni. Elska Reykjavík kom út 2016 og þá voru 18 karlmenn myndaðir. Að sögn Liams varð það tölublað mikið vöxtum, stærra en ætlað var. „Þá kom á daginn að reykvískir karlmenn vildu helst láta taka af sér mynd úti í náttúrunni frekar en að þeir væru í borgarumhverfi. Ég geri ráð fyrir því að það sýni hversu tengdir Íslendingar eru ósnortinni náttúru. Og annað sem ég man er að þó mennirnir í því tölublaði væru tiltölulega frjálslegir í fasi voru þeir almennt ekki mikið fyrir að láta mynda sig nakta.“ Liam er spurður sérstaklega; af hverju Akureyri? Hann svarar því svo til að hann vildi gjarnan taka hvern einasta bæ á Íslandi fyrir, en einhvers staðar verði að setja mörkin.
Fjölmiðlar Hinsegin Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira