Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2025 16:22 Elska nýtur mikilla vinsælda og nú stendur til að helga 54. tölublaði tímaritsins norðlenskum karlmönnum. Tökur fara fram í febrúar. Elska Erótíska hommablaðið Elska ætlar að setja sérstakan fókus á Akureyri í 54. tölublaði sínu. Nafn tímaritsins ber íslenskt heiti sem ræðst af Íslandsáhuga helsta aðstandenda. Þetta kemur fram í gayiceland en Roald Viðar Eyvindsson ræðir þar við ritstjórann Liam Campell sem segir fyrirhugað að tökur fari fram í febrúar. Þannig að þeir sem vilja sitja fyrir ættu að fara að huga að uppstillingum og hárgreiðslu. „Ef ég gæti þá myndi ég fjalla um íslenska bæi í öllum tímaritum okkar,“ segir Liam í spjalli við Roald. Hann hefur margsinnis heimsótt Ísland og segist hafa fallið kylliflatur fyrir landi og þjóð. En Liam er búsettur í London. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem GayIceland ræðir við Liam Campell og í öðru viðtali er hann spurður út í hina íslensku nafngift tímaritsins. Liam segir einfaldlega að honum þyki þetta hljóma vel. „Fáir vita hvað orðið þýðir, og þess vegna skiptir það mestu máli hvað elska hljómar vel," sagði Liam. Liam Campell ritstjóri Elska er sérstakur áhugamaður um Ísland. Þetta er ekki fyrsta tölublað Elska er helgað íslenskum karlmönnum en þar á bæ hafa menn þann háttinn á að einbeita sér að einhverju tilteknu svæði hverju sinni. Elska Reykjavík kom út 2016 og þá voru 18 karlmenn myndaðir. Að sögn Liams varð það tölublað mikið vöxtum, stærra en ætlað var. „Þá kom á daginn að reykvískir karlmenn vildu helst láta taka af sér mynd úti í náttúrunni frekar en að þeir væru í borgarumhverfi. Ég geri ráð fyrir því að það sýni hversu tengdir Íslendingar eru ósnortinni náttúru. Og annað sem ég man er að þó mennirnir í því tölublaði væru tiltölulega frjálslegir í fasi voru þeir almennt ekki mikið fyrir að láta mynda sig nakta.“ Liam er spurður sérstaklega; af hverju Akureyri? Hann svarar því svo til að hann vildi gjarnan taka hvern einasta bæ á Íslandi fyrir, en einhvers staðar verði að setja mörkin. Fjölmiðlar Hinsegin Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Þetta kemur fram í gayiceland en Roald Viðar Eyvindsson ræðir þar við ritstjórann Liam Campell sem segir fyrirhugað að tökur fari fram í febrúar. Þannig að þeir sem vilja sitja fyrir ættu að fara að huga að uppstillingum og hárgreiðslu. „Ef ég gæti þá myndi ég fjalla um íslenska bæi í öllum tímaritum okkar,“ segir Liam í spjalli við Roald. Hann hefur margsinnis heimsótt Ísland og segist hafa fallið kylliflatur fyrir landi og þjóð. En Liam er búsettur í London. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem GayIceland ræðir við Liam Campell og í öðru viðtali er hann spurður út í hina íslensku nafngift tímaritsins. Liam segir einfaldlega að honum þyki þetta hljóma vel. „Fáir vita hvað orðið þýðir, og þess vegna skiptir það mestu máli hvað elska hljómar vel," sagði Liam. Liam Campell ritstjóri Elska er sérstakur áhugamaður um Ísland. Þetta er ekki fyrsta tölublað Elska er helgað íslenskum karlmönnum en þar á bæ hafa menn þann háttinn á að einbeita sér að einhverju tilteknu svæði hverju sinni. Elska Reykjavík kom út 2016 og þá voru 18 karlmenn myndaðir. Að sögn Liams varð það tölublað mikið vöxtum, stærra en ætlað var. „Þá kom á daginn að reykvískir karlmenn vildu helst láta taka af sér mynd úti í náttúrunni frekar en að þeir væru í borgarumhverfi. Ég geri ráð fyrir því að það sýni hversu tengdir Íslendingar eru ósnortinni náttúru. Og annað sem ég man er að þó mennirnir í því tölublaði væru tiltölulega frjálslegir í fasi voru þeir almennt ekki mikið fyrir að láta mynda sig nakta.“ Liam er spurður sérstaklega; af hverju Akureyri? Hann svarar því svo til að hann vildi gjarnan taka hvern einasta bæ á Íslandi fyrir, en einhvers staðar verði að setja mörkin.
Fjölmiðlar Hinsegin Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira