Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. janúar 2025 14:59 Gleðin var við völd þegar Ásgeir Kolbeins fagnaði fimmtugsafmæli sínu á Adeja á Tenerife. Meðal gesta voru Egill Einarsson og Gurrý Jóns, Hjörvar Hafliða og Heiðrún Lind, Rúrík og fleiri til. Gleðin var við völd og sólin skein þegar Ásgeir Kolbeinsson fagnaði fimmtugsafmæli sínu á Adeje í Tenerife í gær. Fjöldi fólks mætti í glæsilega villu sem tekin hafði verið á leigu og meira að segja Elvis Presley kíkti í heimsókn. Villan er við svokallaða Reykjavíkurgötu á Adeje og ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar taka hana á leigu. Svava Johansen verslunareigandi leigði sömu villu þegar hún fagnaði sextugsafmæli sínu á eyjunni í fyrra. Mbl greindi frá því í gær að nóttin á villunni, sem heitir Finca La Rosa de Los Vientos, kostar 290 þúsund og þarf að leigja hana í fimm daga að lágmarki. Sundlaugin í garði villunnar er ansi stór. Á myndum af samfélagsmiðlum að dæma byrjaði partýið eftir hádegi og naut fólk sín vel í sólinni. Boðið var upp á mat og drykki auk þess sem gestir mættu með uppblásna kúta og dýr sem fylltu sundlaugina á svæðinu. Sagðist öfunda Íslendinga í lægðinni Ásgeir Kolbeins ávarpaði gesti sína af svölum villunnar á meðan „The Imperial March“ eftir John Williams úr Stjörnustríði spilaði undir. „People of Tenerife. Welcome to My Birthday!“ sagði hann síðan við mikinn fögnuð viðstaddra. Ásgeir ávarpaði gesti sína af fádæma öryggi. „Ég vil bjóða ykkur hjartanlega velkomin í afmælið hér á Tenerife. Það er akkúrat gul lægð að nálgast landið heima. Við öfundum það fólk auðvitað innilega,“ sagði hann einnig í ræðu sinni. Kolbeinn, faðir Ásgeirs, tók líka til máls og var það mál manna að þar færi yngsti níræði maður landsins. Fólkið horfði á Ásgeir með andakt er hann flutti ræðu sína. Meðal gesta hér á mynd eru Auðunn Blöndal, Haukur Már Hauksson kokkur, Rúrik Gíslason og Hjörvar Hafliða. Dönsuðu við Elvis Elvis Presley eftirherma kom við í partýinu og var Rúrik Gíslason knattspyrnukappi, sem var meðal gesta, fenginn til að klæða sig í Elvisgallanna sem fór honum einkar vel. Elvis skemmti gestum um kvöldið og vönguðu þau hjónin við sönginn. Afmælisbarnið Ásgeir og eiginkona hans Hera Gísladóttir stigu dans á grasbalanum undir „Can't Help Falling in Love“ í flutningi Presley. „Frábært að ég tók þessa skó með mér út. Ég held ég hafi í alvörunni notað þá svona í um það bil þrjátíu sekúndur, svo var ég bara kominn á tásurnar,“ sagði Hera, kona Ásgeirs, í Instagram-hringrás sinni í morgun. Hjónin voru afar falleg er þau dönsuðu við söng eftirhermunnar. Selma Björnsdóttir tók vel þekkta slagara auk þess sem Auddi og Steindi hlóðu í hverja bombuna á fætur annarri. Partýið virðist hafa staðið í fleiri klukkutíma og eru myndir og myndbönd úr veislunni víða sýnileg á Instagram. Auddi og Steindi tóku ýmsa þekkta slagara. Meðal gesta í veislunni voru fyrrnefndir fjölmiðla- og listamenn og makar þeirra en líka Regína Ósk og Svenni, Andri Jónsson og Guðríður Gunnlaugsdóttir eigendur Barnaloppunnar, svo ekki sé minnst á Gerði Arinbjarnar í Blush, Gillzenegger og Steindi Jr. voru að sjálfsögðu mætir og Hugi Halldórsson að því er virðist. Þarna voru líka sparkspekingarnir Mikael Nikulásson og Hjörvar Hafliðason, Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS, Egill Einarsson og Gurrý Jóns, Halldór Kristinn Harðarson kenndur við Sjallann, María Lovísa Árnadóttir og Hanna Lilja Oddgeirsdóttir hjá GynaMedica, Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, Gylfi Þór Gylfason, Samúel Bjarki Pétursson og Júlía Rós Júlíusdóttir, Gústi B og Hafdís Sól Björnsdóttir og svo lengi mætti telja. Hér fyrir neðan má sjá myndir úr veislunni: Elvis-eftirherma skemmti fólkinu og hér vinstra megin má sjá DJ Danna Deluxe hylla kónginn. Sigrún Bender, flugstjóri og fyrrverandi fegurðardrottning, fagnaði að sjálfsögðu með Ásgeiri. Rúrik Gíslason og Gurrý Jónsdóttir skáluðu í tilefni dagsins. Jóhanna Guðrún var einkar glæsileg í bleiku. Ásgeir og Hera voru ansi krúttleg saman. Guðríður Gunnarsdóttir og Andri Jónsson, eigendur Barnaloppurnar, létu sig ekki vanta. Hjörvar Hafliðason og Egill Einarsson stilltu sér upp saman. Andri Jónsson, eigandi Barnaloppunnar ásamt Kolbeini Tuma Daðasyni blaðamanni. Tímamót Íslendingar erlendis Spánn Ástin og lífið Frægir á ferð Kanaríeyjar Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Villan er við svokallaða Reykjavíkurgötu á Adeje og ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar taka hana á leigu. Svava Johansen verslunareigandi leigði sömu villu þegar hún fagnaði sextugsafmæli sínu á eyjunni í fyrra. Mbl greindi frá því í gær að nóttin á villunni, sem heitir Finca La Rosa de Los Vientos, kostar 290 þúsund og þarf að leigja hana í fimm daga að lágmarki. Sundlaugin í garði villunnar er ansi stór. Á myndum af samfélagsmiðlum að dæma byrjaði partýið eftir hádegi og naut fólk sín vel í sólinni. Boðið var upp á mat og drykki auk þess sem gestir mættu með uppblásna kúta og dýr sem fylltu sundlaugina á svæðinu. Sagðist öfunda Íslendinga í lægðinni Ásgeir Kolbeins ávarpaði gesti sína af svölum villunnar á meðan „The Imperial March“ eftir John Williams úr Stjörnustríði spilaði undir. „People of Tenerife. Welcome to My Birthday!“ sagði hann síðan við mikinn fögnuð viðstaddra. Ásgeir ávarpaði gesti sína af fádæma öryggi. „Ég vil bjóða ykkur hjartanlega velkomin í afmælið hér á Tenerife. Það er akkúrat gul lægð að nálgast landið heima. Við öfundum það fólk auðvitað innilega,“ sagði hann einnig í ræðu sinni. Kolbeinn, faðir Ásgeirs, tók líka til máls og var það mál manna að þar færi yngsti níræði maður landsins. Fólkið horfði á Ásgeir með andakt er hann flutti ræðu sína. Meðal gesta hér á mynd eru Auðunn Blöndal, Haukur Már Hauksson kokkur, Rúrik Gíslason og Hjörvar Hafliða. Dönsuðu við Elvis Elvis Presley eftirherma kom við í partýinu og var Rúrik Gíslason knattspyrnukappi, sem var meðal gesta, fenginn til að klæða sig í Elvisgallanna sem fór honum einkar vel. Elvis skemmti gestum um kvöldið og vönguðu þau hjónin við sönginn. Afmælisbarnið Ásgeir og eiginkona hans Hera Gísladóttir stigu dans á grasbalanum undir „Can't Help Falling in Love“ í flutningi Presley. „Frábært að ég tók þessa skó með mér út. Ég held ég hafi í alvörunni notað þá svona í um það bil þrjátíu sekúndur, svo var ég bara kominn á tásurnar,“ sagði Hera, kona Ásgeirs, í Instagram-hringrás sinni í morgun. Hjónin voru afar falleg er þau dönsuðu við söng eftirhermunnar. Selma Björnsdóttir tók vel þekkta slagara auk þess sem Auddi og Steindi hlóðu í hverja bombuna á fætur annarri. Partýið virðist hafa staðið í fleiri klukkutíma og eru myndir og myndbönd úr veislunni víða sýnileg á Instagram. Auddi og Steindi tóku ýmsa þekkta slagara. Meðal gesta í veislunni voru fyrrnefndir fjölmiðla- og listamenn og makar þeirra en líka Regína Ósk og Svenni, Andri Jónsson og Guðríður Gunnlaugsdóttir eigendur Barnaloppunnar, svo ekki sé minnst á Gerði Arinbjarnar í Blush, Gillzenegger og Steindi Jr. voru að sjálfsögðu mætir og Hugi Halldórsson að því er virðist. Þarna voru líka sparkspekingarnir Mikael Nikulásson og Hjörvar Hafliðason, Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS, Egill Einarsson og Gurrý Jóns, Halldór Kristinn Harðarson kenndur við Sjallann, María Lovísa Árnadóttir og Hanna Lilja Oddgeirsdóttir hjá GynaMedica, Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, Gylfi Þór Gylfason, Samúel Bjarki Pétursson og Júlía Rós Júlíusdóttir, Gústi B og Hafdís Sól Björnsdóttir og svo lengi mætti telja. Hér fyrir neðan má sjá myndir úr veislunni: Elvis-eftirherma skemmti fólkinu og hér vinstra megin má sjá DJ Danna Deluxe hylla kónginn. Sigrún Bender, flugstjóri og fyrrverandi fegurðardrottning, fagnaði að sjálfsögðu með Ásgeiri. Rúrik Gíslason og Gurrý Jónsdóttir skáluðu í tilefni dagsins. Jóhanna Guðrún var einkar glæsileg í bleiku. Ásgeir og Hera voru ansi krúttleg saman. Guðríður Gunnarsdóttir og Andri Jónsson, eigendur Barnaloppurnar, létu sig ekki vanta. Hjörvar Hafliðason og Egill Einarsson stilltu sér upp saman. Andri Jónsson, eigandi Barnaloppunnar ásamt Kolbeini Tuma Daðasyni blaðamanni.
Tímamót Íslendingar erlendis Spánn Ástin og lífið Frægir á ferð Kanaríeyjar Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“