„Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. janúar 2025 22:16 DeAndre Kane í úrslitaeinvíginu gegn Val í fyrra vísir/Anton DeAndre Kane snéri aftur í lið Grindavíkur í kvöld eftir þriggja leikja fjarveru af persónulegum ástæðum þar sem hann þurfti að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti að hans sögn án þess að fara nánar út í þá sálma. Kane lét til sín taka í kvöld, skoraði 22 stig og tók níu fráköst þegar Grindvíkingar unnu Hauka 79-71 í Bónus-deild karla. Hann sagði sigurinn mikilvægan en var ekki ánægður með frammistöðu liðsins og mikið svigrúm til að gera betur. „Ég held að þetta hafi verið mjög mikilvægt fyrir okkur, að komast aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað tveimur í röð og farið tvisvar í framlengingu í leikjum sem við hefðum átt að vinna. Leikurinn í dag var ekki góður af okkar hálfu, þá sérstaklega varnarlega. En sóknarlega var þetta í lagi og við lönduðum sigrinum. Ég þarf að hrósa Haukum, þetta er gott lið og þeir spiluðu af hörku og spiluðu vel. Við erum ánægðir með sigurinn en við þurfum að bæta okkar leik.“ Aðspurður um hvað það væri sem Grindvíkingar þyrftu að vinna í og gera betur vildi Kane ekki fara út í of mikil smáatriði, hann ætlaði að geyma það fyrir næsta liðsfund. Það er spurning hvort það sé önnur eldræða í vændum? „Ég ætla að sleppa því að fara út í það í smáatriðum í upptöku. Ég bíð þangað til að við komum saman sem lið og förum yfir leikinn með þjálfurunum og leikmönnum. En sem lið þurfum við allir að gera betur, leikirnir munu ekki vinnast á einstaklingsframtaki. Allt liðið, allir tólf leikmennirnir, verða að vera klárir, allir sem eru að koma inn af bekknum verða að vera tilbúnir.“ „Við þurfum að gefa allt í þetta í 40 mínútur. Mér finnst eins og stundum séum við bara að leggja okkur fram í tíu eða tuttugu mínútur og við erum bara að sleppa með sigrana þar sem við búum yfir miklum einstaklingsgæðum. Ákefð hefur betur gegn hæfileik mjög reglulega svo að héðan í frá verðum við að leggja okkur alla fram.“ Kane fór snemma í jólafrí til að sinna persónulegum erindum heimafyrir. Hann sagði að hann hefði vissulega viljað vera með liðinu en þessir hlutir hefðu einfaldlega þurft að ganga fyrir, sumt sé mikilvægara en körfubolti. „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti. Í huga mínum vildi ég vera hérna með liðinu mínu og stuðningsfólki Grindavíkur en ég var heima og að sinna öðru sem var mun alvarlegra.“ Kane var stigahæstur Grindvíkinga í kvöld en brenndi af sex vítum og endaði með 25 prósent nýtingu og líkti þessari frammistöðu við Shaquille O'Neal, sem er ein lélegasta vítaskytta sögunnar, en hann var þó í það minnsta með rúmlega 50 prósent nýtingu yfir ferilinn. „Ég leit út eins og Shaq! Ég veit ekki, þetta var eitthvað í hausnum á mér, kredit á stuðningsmenn Hauka, þeir komust í hausinn á mér. Ég þarf bara að einbeita mér, taka mér tíma og negla þessu niður.“ Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Kane lét til sín taka í kvöld, skoraði 22 stig og tók níu fráköst þegar Grindvíkingar unnu Hauka 79-71 í Bónus-deild karla. Hann sagði sigurinn mikilvægan en var ekki ánægður með frammistöðu liðsins og mikið svigrúm til að gera betur. „Ég held að þetta hafi verið mjög mikilvægt fyrir okkur, að komast aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað tveimur í röð og farið tvisvar í framlengingu í leikjum sem við hefðum átt að vinna. Leikurinn í dag var ekki góður af okkar hálfu, þá sérstaklega varnarlega. En sóknarlega var þetta í lagi og við lönduðum sigrinum. Ég þarf að hrósa Haukum, þetta er gott lið og þeir spiluðu af hörku og spiluðu vel. Við erum ánægðir með sigurinn en við þurfum að bæta okkar leik.“ Aðspurður um hvað það væri sem Grindvíkingar þyrftu að vinna í og gera betur vildi Kane ekki fara út í of mikil smáatriði, hann ætlaði að geyma það fyrir næsta liðsfund. Það er spurning hvort það sé önnur eldræða í vændum? „Ég ætla að sleppa því að fara út í það í smáatriðum í upptöku. Ég bíð þangað til að við komum saman sem lið og förum yfir leikinn með þjálfurunum og leikmönnum. En sem lið þurfum við allir að gera betur, leikirnir munu ekki vinnast á einstaklingsframtaki. Allt liðið, allir tólf leikmennirnir, verða að vera klárir, allir sem eru að koma inn af bekknum verða að vera tilbúnir.“ „Við þurfum að gefa allt í þetta í 40 mínútur. Mér finnst eins og stundum séum við bara að leggja okkur fram í tíu eða tuttugu mínútur og við erum bara að sleppa með sigrana þar sem við búum yfir miklum einstaklingsgæðum. Ákefð hefur betur gegn hæfileik mjög reglulega svo að héðan í frá verðum við að leggja okkur alla fram.“ Kane fór snemma í jólafrí til að sinna persónulegum erindum heimafyrir. Hann sagði að hann hefði vissulega viljað vera með liðinu en þessir hlutir hefðu einfaldlega þurft að ganga fyrir, sumt sé mikilvægara en körfubolti. „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti. Í huga mínum vildi ég vera hérna með liðinu mínu og stuðningsfólki Grindavíkur en ég var heima og að sinna öðru sem var mun alvarlegra.“ Kane var stigahæstur Grindvíkinga í kvöld en brenndi af sex vítum og endaði með 25 prósent nýtingu og líkti þessari frammistöðu við Shaquille O'Neal, sem er ein lélegasta vítaskytta sögunnar, en hann var þó í það minnsta með rúmlega 50 prósent nýtingu yfir ferilinn. „Ég leit út eins og Shaq! Ég veit ekki, þetta var eitthvað í hausnum á mér, kredit á stuðningsmenn Hauka, þeir komust í hausinn á mér. Ég þarf bara að einbeita mér, taka mér tíma og negla þessu niður.“
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn