Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2025 11:32 Arnór Sigurðsson hefur lítið getað spilað með Blackburn í vetur og rennur núgildandi samningur hans við félagið út í sumar. Getty/Gary Oakley Þrjú sænsk félög hafa sýnt því áhuga að fá Arnór Sigurðsson, landsliðsmann í fótbolta, frá Blackburn. Samningur Arnórs við enska félagið rennur út í sumar. Sænski fótboltamiðillinn Fotbollskanalen segist hafa heimildir fyrir því að Djurgården, Norrköping og meistaralið Malmö hafi öll sett sig í samband til að kanna áhuga Arnórs. Heimilt er að ræða við hann því nú er minna en hálft ár eftir af núgildandi samningi hans við Blackburn. Þessi 25 ára Skagamaður lék við afar góðan orðstír í Svíþjóð með Norrköping 2017-18 og var svo seldur fyrir mikið fé til CSKA Moskvu, eða um hálfan milljarð króna. Hann var lánaður frá Rússlandi til Venezia á Ítalíu og sneri aldrei aftur til Moskvu eftir innrásina í Úkraínu. Hann lék aftur með Norrköping í eitt ár, frá júlí 2022, áður en hann fór svo til Blackburn 2023. Eins og fyrr segir rennur samningur Arnórs við Blackburn út í sumar en samkvæmt Fotbollskanalen hefur hann þó ekki sýnt því áhuga að yfirgefa félagið í janúar. Mögulegt er að Blackburn bjóði honum nýjan samning. Arnór hefur sáralítið spilað fyrir Blackburn í ensku B-deildinni í vetur, eftir alvarleg veikindi og meiðsli í kjölfar þeirra. Hann hefur aðeins komið við sögu í fimm deildarleikjum, alltaf sem varamaður, en skorað eitt mark. Á síðustu leiktíð skoraði hann fimm mörk og átti tvær stoðsendingar, í nítján leikjum en tímabilinu lauk fyrr en ella eftir að Arnór lenti í skelfilegri tæklingu í EM-umspilinu gegn Ísrael í mars. Malmö varð sænskur meistari á síðustu leiktíð, með yfirburðum, og á því möguleika á að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Djurgården varð í 4. sæti en Norrköping, gamla liðið hans Arnórs, hafnaði í 11. sæti. Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Sænski fótboltamiðillinn Fotbollskanalen segist hafa heimildir fyrir því að Djurgården, Norrköping og meistaralið Malmö hafi öll sett sig í samband til að kanna áhuga Arnórs. Heimilt er að ræða við hann því nú er minna en hálft ár eftir af núgildandi samningi hans við Blackburn. Þessi 25 ára Skagamaður lék við afar góðan orðstír í Svíþjóð með Norrköping 2017-18 og var svo seldur fyrir mikið fé til CSKA Moskvu, eða um hálfan milljarð króna. Hann var lánaður frá Rússlandi til Venezia á Ítalíu og sneri aldrei aftur til Moskvu eftir innrásina í Úkraínu. Hann lék aftur með Norrköping í eitt ár, frá júlí 2022, áður en hann fór svo til Blackburn 2023. Eins og fyrr segir rennur samningur Arnórs við Blackburn út í sumar en samkvæmt Fotbollskanalen hefur hann þó ekki sýnt því áhuga að yfirgefa félagið í janúar. Mögulegt er að Blackburn bjóði honum nýjan samning. Arnór hefur sáralítið spilað fyrir Blackburn í ensku B-deildinni í vetur, eftir alvarleg veikindi og meiðsli í kjölfar þeirra. Hann hefur aðeins komið við sögu í fimm deildarleikjum, alltaf sem varamaður, en skorað eitt mark. Á síðustu leiktíð skoraði hann fimm mörk og átti tvær stoðsendingar, í nítján leikjum en tímabilinu lauk fyrr en ella eftir að Arnór lenti í skelfilegri tæklingu í EM-umspilinu gegn Ísrael í mars. Malmö varð sænskur meistari á síðustu leiktíð, með yfirburðum, og á því möguleika á að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Djurgården varð í 4. sæti en Norrköping, gamla liðið hans Arnórs, hafnaði í 11. sæti.
Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira