„Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Árni Gísli Magnússon skrifar 8. janúar 2025 21:59 Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, var sáttur í leikslok. Vísir/Jón Gautur Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, var mjög sáttur og virkilega ánægður með frammistöðu síns liðs eftir sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur i kvöld. Þór Akureyri vann 109-87 sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur í Subway deild kvenna á Akureyri í kvöld. Liðin voru jöfn í öðru sæti fyrir leikinn og mátti búast við hörkuleik en heimakonur tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og unnu sinn sjöunda deildarleik í röð. „Þetta var bara frábært og eiginlega það sem ég sagði fyrir leik; hraður leikur, þær stýrðu tempóinu megnið af leiknum, en með bara smá áherslubreytingum náðum við að vinna okkur út úr því og við getum alveg spilað hratt líka,” sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs. Eins og Daníel nefnir spilar Keflavíkurliðið hraðan körfubolta sem virtist henta spræku Þórsliði einkar vel í kvöld. „Okkur finnst ekkert leiðinlegt að hlaupa þó við fáum sjaldan að gera það á æfingu, vegna manneklu, en þá er um að gera að njóta þess í leikjum.”Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik tóku Þórsarar yfir leikinn fljótlega í þriðja leikhluta og litu ekki í baksýnisspegilinn eftir það. En hvað olli því að leikurinn breyttist svona skyndilega? „Bara muna hverjar þær eru að dekka, hverjar eru skyttur og hverjar eru ekki skyttur, hvar við getum gefið smá slaka og hvar áherslan á að vera og Jasmine (Dickey) hjá þeim hélt áfram að draga vagninn varðandi stigaskor en við náðum að herða aðeins á þeim varnarlega og búa til auðveldar körfur úr því.” Þórsarar hafa verið fáliðaðir í vetur og í dag voru einungis átta leikmenn í leikmannahópnum og er það oftar en ekki raunin í leikjum þeirra sem hefur sína kosti og galla. „Það getur verið gott að vera fáar en það er ekkert svakalega gaman á æfingum hjá okkur núna. Við ætlum að reyna bregðast við því núna á meðan það er gluggi opinn til að bregðast við og vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor.”„Fyrir tímabilið var það bara að vera í topppakkanum, bara taka þetta skref fyrir skref frá því við stofnuðum liðið aftur, komast upp, halda okkur uppi og núna viljum við efri hlutann og bara heimavallarrétt í úrslitakeppni. Það er svona okkar markmið”, sagði Daníel aðspurður hvað liðið gæti farið langt í vetur. Amandine (Justine Toi) lék á als oddi og endaði leikinn með 37 stig og Daníel var eðlilega ánægður með frammistöðu hennar sem og allra sinna leikmanna. „Hún er bara ótrúlegur leikmaður og þær allar. Hún var í stuði í dag og það er ógeðslega gaman að þjálfa þetta lið. Ég veit ekkert hvaðan þessi 20-30 stig koma, þau koma bara frá einhverjum og þær eru allar mjög hæfar körfuboltakonur og hún bara stóð sig ógeðslega vel í dag.” Bónus-deild kvenna Þór Akureyri Keflavík ÍF Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira
Þór Akureyri vann 109-87 sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur í Subway deild kvenna á Akureyri í kvöld. Liðin voru jöfn í öðru sæti fyrir leikinn og mátti búast við hörkuleik en heimakonur tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og unnu sinn sjöunda deildarleik í röð. „Þetta var bara frábært og eiginlega það sem ég sagði fyrir leik; hraður leikur, þær stýrðu tempóinu megnið af leiknum, en með bara smá áherslubreytingum náðum við að vinna okkur út úr því og við getum alveg spilað hratt líka,” sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs. Eins og Daníel nefnir spilar Keflavíkurliðið hraðan körfubolta sem virtist henta spræku Þórsliði einkar vel í kvöld. „Okkur finnst ekkert leiðinlegt að hlaupa þó við fáum sjaldan að gera það á æfingu, vegna manneklu, en þá er um að gera að njóta þess í leikjum.”Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik tóku Þórsarar yfir leikinn fljótlega í þriðja leikhluta og litu ekki í baksýnisspegilinn eftir það. En hvað olli því að leikurinn breyttist svona skyndilega? „Bara muna hverjar þær eru að dekka, hverjar eru skyttur og hverjar eru ekki skyttur, hvar við getum gefið smá slaka og hvar áherslan á að vera og Jasmine (Dickey) hjá þeim hélt áfram að draga vagninn varðandi stigaskor en við náðum að herða aðeins á þeim varnarlega og búa til auðveldar körfur úr því.” Þórsarar hafa verið fáliðaðir í vetur og í dag voru einungis átta leikmenn í leikmannahópnum og er það oftar en ekki raunin í leikjum þeirra sem hefur sína kosti og galla. „Það getur verið gott að vera fáar en það er ekkert svakalega gaman á æfingum hjá okkur núna. Við ætlum að reyna bregðast við því núna á meðan það er gluggi opinn til að bregðast við og vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor.”„Fyrir tímabilið var það bara að vera í topppakkanum, bara taka þetta skref fyrir skref frá því við stofnuðum liðið aftur, komast upp, halda okkur uppi og núna viljum við efri hlutann og bara heimavallarrétt í úrslitakeppni. Það er svona okkar markmið”, sagði Daníel aðspurður hvað liðið gæti farið langt í vetur. Amandine (Justine Toi) lék á als oddi og endaði leikinn með 37 stig og Daníel var eðlilega ánægður með frammistöðu hennar sem og allra sinna leikmanna. „Hún er bara ótrúlegur leikmaður og þær allar. Hún var í stuði í dag og það er ógeðslega gaman að þjálfa þetta lið. Ég veit ekkert hvaðan þessi 20-30 stig koma, þau koma bara frá einhverjum og þær eru allar mjög hæfar körfuboltakonur og hún bara stóð sig ógeðslega vel í dag.”
Bónus-deild kvenna Þór Akureyri Keflavík ÍF Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira