Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. janúar 2025 23:25 Joe Biden fráfarandi forseti Bandaríkjanna segir sterkan stáliðnað í innlendri eigu gríðarlega mikilvægt þjóðaröryggismál. AP Joe Biden fráfarandi Bandaríkjaforseti hefur stöðvað kaup japanska fyrirtækisins Nippon Steel á bandaríska fyrirtækinu US Steel. Biden segir að innlent eignarhald á stálframleiðandanum sé gríðarlega mikilvægt þjóðaröryggismál. BBC greinir frá þessu. Nippon Steel er fjórði stærsti stálframleiðandi heims, en í desember árið 2023 náðust samningar um að fyrirtækið myndi kaupa US Steel fyrir meira en fjórtán milljarða bandaríkjadollara. US Steel hafði þá verið í leit að kaupanda síðan í ágúst á því ári, og neitað smærra tilboði frá öðru bandarísku fyrirtæki. US Steel var stofnað árið 1901, en fyrirtækið var eitt stærsta fyrirtæki heims þegar best lét, og bandarískur iðnaður var í hæstu hæðum. Undanfarna áratugi hefur styrkleiki fyrirtækisins dvínað vegna mikillar erlendrar samkeppni, þar sem framleiðslan er ódýrari. Stéttarfélagið mótfallið sölunni Stéttarfélag stáliðnaðarmanna hefur frá upphafi verið mótfallið sölunni til Nippon Steel. Í viðtali við BBC árið 2023 sagði forsprakki þeirra að salan væri birtingarmynd þeirrar græðgi og skammsýni sem hefðu einkennt stjórnendur US Steel of lengi. Stéttarfélag stáliðnaðarmanna hafði hvatt stjórnvöld til að leggja mikla tolla á innflutt stál og ál, þegar Donald Trump lét til skarar skríða árið 2018. Donald Trump sagðist margoft ætla stöðva söluna á US Steel til Nippon þegar hann kæmist til valda. Höfuðstöðvar US Steel eru í Pennsylvaniu, sem var lykilríki í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Donald Trump og JD Vance höfðu báðir farið mikinn í kosningabaráttunni um mikilvægi innlends eignarhalds á fyrirtækinu. Rétt ákvörðun fyrir fólkið og þjóðaröryggi Joe Biden tilkynnti um ákvörðun sína fyrr í dag við mikinn fögnuð stáliðnaðarmanna, sem sögðu ákvörðunina rétta fyrir verkafólk í geiranum og þjóðaröryggi í landinu. „Sterkur stáliðnaður í innlendri eigu er gríðarlega mikilvægt þjóðaröryggismál, og er lykilatriði fyrir traustar aðfangakeðjur. Stál knýr landið okkar áfram, innviði okkar, bílaiðnað okkar og varnariðnað okkar. Án innlendrar stálframleiðslu og innlendra stáliðnaðarmanna, er þjóð okkar veikari og óöruggari,“ sagði Biden. Japönsk yfirvöld og eigendur beggja fyrirtækja hafa lýst yfir vonbrigðum og segjast ætla leita réttar síns. „Við teljum að Biden hafi fórnað framtíð bandarískra stáliðnaðarmanna til að skora pólitísk stig,“ sögðu fyrirtækin tvö í sameiginlegri yfirlýsingu. Þá sendi ákvörðunin ísköld skilaboð til allra fyrirtækja sem höfðu hugsað sér að fjárfesta í Bandaríkjunum. Þá taka japönsk yfirvöld málinu alvarlega. „Það eru miklar áhyggjur í viðskiptalífinu hér og í Bandaríkjunum, sérstaklega í japönskum iðnaði, hvað framtíð viðskipta og fjárfestinga milli þessara tveggja landa varðar. Japönsk yfirvöld hafa engra annarra kosta völ en að taka þessu alvarlega,“ sagði japanski iðnaðarráðherrann Yoji Muto við fréttastofu Reuters. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
BBC greinir frá þessu. Nippon Steel er fjórði stærsti stálframleiðandi heims, en í desember árið 2023 náðust samningar um að fyrirtækið myndi kaupa US Steel fyrir meira en fjórtán milljarða bandaríkjadollara. US Steel hafði þá verið í leit að kaupanda síðan í ágúst á því ári, og neitað smærra tilboði frá öðru bandarísku fyrirtæki. US Steel var stofnað árið 1901, en fyrirtækið var eitt stærsta fyrirtæki heims þegar best lét, og bandarískur iðnaður var í hæstu hæðum. Undanfarna áratugi hefur styrkleiki fyrirtækisins dvínað vegna mikillar erlendrar samkeppni, þar sem framleiðslan er ódýrari. Stéttarfélagið mótfallið sölunni Stéttarfélag stáliðnaðarmanna hefur frá upphafi verið mótfallið sölunni til Nippon Steel. Í viðtali við BBC árið 2023 sagði forsprakki þeirra að salan væri birtingarmynd þeirrar græðgi og skammsýni sem hefðu einkennt stjórnendur US Steel of lengi. Stéttarfélag stáliðnaðarmanna hafði hvatt stjórnvöld til að leggja mikla tolla á innflutt stál og ál, þegar Donald Trump lét til skarar skríða árið 2018. Donald Trump sagðist margoft ætla stöðva söluna á US Steel til Nippon þegar hann kæmist til valda. Höfuðstöðvar US Steel eru í Pennsylvaniu, sem var lykilríki í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Donald Trump og JD Vance höfðu báðir farið mikinn í kosningabaráttunni um mikilvægi innlends eignarhalds á fyrirtækinu. Rétt ákvörðun fyrir fólkið og þjóðaröryggi Joe Biden tilkynnti um ákvörðun sína fyrr í dag við mikinn fögnuð stáliðnaðarmanna, sem sögðu ákvörðunina rétta fyrir verkafólk í geiranum og þjóðaröryggi í landinu. „Sterkur stáliðnaður í innlendri eigu er gríðarlega mikilvægt þjóðaröryggismál, og er lykilatriði fyrir traustar aðfangakeðjur. Stál knýr landið okkar áfram, innviði okkar, bílaiðnað okkar og varnariðnað okkar. Án innlendrar stálframleiðslu og innlendra stáliðnaðarmanna, er þjóð okkar veikari og óöruggari,“ sagði Biden. Japönsk yfirvöld og eigendur beggja fyrirtækja hafa lýst yfir vonbrigðum og segjast ætla leita réttar síns. „Við teljum að Biden hafi fórnað framtíð bandarískra stáliðnaðarmanna til að skora pólitísk stig,“ sögðu fyrirtækin tvö í sameiginlegri yfirlýsingu. Þá sendi ákvörðunin ísköld skilaboð til allra fyrirtækja sem höfðu hugsað sér að fjárfesta í Bandaríkjunum. Þá taka japönsk yfirvöld málinu alvarlega. „Það eru miklar áhyggjur í viðskiptalífinu hér og í Bandaríkjunum, sérstaklega í japönskum iðnaði, hvað framtíð viðskipta og fjárfestinga milli þessara tveggja landa varðar. Japönsk yfirvöld hafa engra annarra kosta völ en að taka þessu alvarlega,“ sagði japanski iðnaðarráðherrann Yoji Muto við fréttastofu Reuters.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira