Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2025 12:32 Marcus Rashford var í leikmannahópi Manchester United í síðasta leik, gegn Newcastle, en Rúben Amorim hleypti honum þó ekki inn á völlinn. Getty/Martin Rickett Þó að Marcus Rashford hafi sagst í viðtali vilja „nýja áskorun“ og virðist á förum frá Manchester United þá sá hann ástæðu til að leiðrétta frétt The Sun í upphafi nýs árs. Enska götublaðið The Sun, sem oft þykir fara frjálslega með sannleikann, sló því upp í fyrirsögn seint á gamlárskvöld að Rashford væri kominn í viðræður við nýja umboðsskrifstofu, í viðleitni sinni við að komast í burtu frá Manchester United. Blaðið sagði í grein sinni að Rashford væri í viðræðum við Stellar umboðsskrifstofuna, sem meðal annars hefði komið Gareth Bale frá Tottenham til Real Madrid fyrir 86 milljónir punda árið 2013. Von Rashford væri sú að hann kæmist í nýtt félag núna í janúarglugganum. Með bróður sinn sem umboðsmann „Það er búið að skrifa mikið af falsfréttum síðustu vikur en strákar þetta er að verða algjört rugl. Ég hef aldrei hitt neina umboðsskrifstofu og er ekki með nein plön um að gera það…“ skrifaði Rashford á Instagram. Marcus Rashford birti skjáskot af frétt The Sun og sagði hana falsfrétt.Skjáskot/Instagram Dwaine Maynard, bróðir Rashford, er og hefur verið umboðsmaður þessa 27 ára gamla sóknarmanns. Rashford fékk á ný sæti í leikmannahópi United í síðasta leik ársins, þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Newcastle. Hann fékk þó ekkert að spila og hefur ekki leikið fyrir United síðan 12. desember. Ruben Amorim, stjóri United, tefldi Rashford fram í byrjunarliði í fyrstu tveimur deildarleikjum liðsins undir sinni stjórn, og skoraði Rashford þrjú mörk í þessum leikjum. Hann var hins vegar, ásamt Alejandro Garnacho, tekinn út úr leikmannahópnum fyrir 2-1 sigurinn gegn Manchester City 15. desember, og var utan hóps í fjórum leikjum. Eftir leikinn við City fór Rashford í viðtal og var ekki annað að heyra á honum en að hann stefndi á að yfirgefa United: „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja,“ sagði Rashford og bætti einnig við: „Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref.“ United hefur nú tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum, samtals 7-0, gegn Bournemouth, Wovles og Newcastle, eftir að hafa fallið úr leik í deildabikarnum gegn Tottenham með 4-3 tapi. Liðið er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum frá fallsæti, og á fyrir höndum deildarleik við topplið Liverpool á sunnudaginn og svo bikarleik við Arsenal 12. janúar. Enski boltinn Tengdar fréttir Rashford laus úr útlegð Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum. 30. desember 2024 17:49 Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, er hissa á þeim ákvörðunum sem fólkið í kringum Marcus Rashford, leikmann liðsins, virðist vera að taka. 25. desember 2024 12:02 „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Jamie Carragher segir að það sé talað gríðarlega mikið um Marcus Rashford miðað við ekki betri leikmann. 20. desember 2024 13:31 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Enska götublaðið The Sun, sem oft þykir fara frjálslega með sannleikann, sló því upp í fyrirsögn seint á gamlárskvöld að Rashford væri kominn í viðræður við nýja umboðsskrifstofu, í viðleitni sinni við að komast í burtu frá Manchester United. Blaðið sagði í grein sinni að Rashford væri í viðræðum við Stellar umboðsskrifstofuna, sem meðal annars hefði komið Gareth Bale frá Tottenham til Real Madrid fyrir 86 milljónir punda árið 2013. Von Rashford væri sú að hann kæmist í nýtt félag núna í janúarglugganum. Með bróður sinn sem umboðsmann „Það er búið að skrifa mikið af falsfréttum síðustu vikur en strákar þetta er að verða algjört rugl. Ég hef aldrei hitt neina umboðsskrifstofu og er ekki með nein plön um að gera það…“ skrifaði Rashford á Instagram. Marcus Rashford birti skjáskot af frétt The Sun og sagði hana falsfrétt.Skjáskot/Instagram Dwaine Maynard, bróðir Rashford, er og hefur verið umboðsmaður þessa 27 ára gamla sóknarmanns. Rashford fékk á ný sæti í leikmannahópi United í síðasta leik ársins, þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Newcastle. Hann fékk þó ekkert að spila og hefur ekki leikið fyrir United síðan 12. desember. Ruben Amorim, stjóri United, tefldi Rashford fram í byrjunarliði í fyrstu tveimur deildarleikjum liðsins undir sinni stjórn, og skoraði Rashford þrjú mörk í þessum leikjum. Hann var hins vegar, ásamt Alejandro Garnacho, tekinn út úr leikmannahópnum fyrir 2-1 sigurinn gegn Manchester City 15. desember, og var utan hóps í fjórum leikjum. Eftir leikinn við City fór Rashford í viðtal og var ekki annað að heyra á honum en að hann stefndi á að yfirgefa United: „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja,“ sagði Rashford og bætti einnig við: „Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref.“ United hefur nú tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum, samtals 7-0, gegn Bournemouth, Wovles og Newcastle, eftir að hafa fallið úr leik í deildabikarnum gegn Tottenham með 4-3 tapi. Liðið er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum frá fallsæti, og á fyrir höndum deildarleik við topplið Liverpool á sunnudaginn og svo bikarleik við Arsenal 12. janúar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Rashford laus úr útlegð Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum. 30. desember 2024 17:49 Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, er hissa á þeim ákvörðunum sem fólkið í kringum Marcus Rashford, leikmann liðsins, virðist vera að taka. 25. desember 2024 12:02 „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Jamie Carragher segir að það sé talað gríðarlega mikið um Marcus Rashford miðað við ekki betri leikmann. 20. desember 2024 13:31 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Rashford laus úr útlegð Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum. 30. desember 2024 17:49
Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, er hissa á þeim ákvörðunum sem fólkið í kringum Marcus Rashford, leikmann liðsins, virðist vera að taka. 25. desember 2024 12:02
„Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Jamie Carragher segir að það sé talað gríðarlega mikið um Marcus Rashford miðað við ekki betri leikmann. 20. desember 2024 13:31