„Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. desember 2024 21:02 Mohamed Salah einbeitir sér að titilbaráttunni. Jan Kruger/Getty Images Mohamed Salah átti enn einn stórleikinn er Liverpool vann öruggan 5-0 útisigur gegn West Ham í síðasta leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni áður en nýtt ár gengur í garð. Salah skoraði eitt og lagði upp tvö í sigri Liverpool í kvöld og Egyptinn er nú kominn með 17 mörk og 13 stoðsendingar á tímabilinu. Í aðeins 18 leikjum. Þetta var einnig áttundi leikurinn á tímabilinu þar sem Salah bæði skorar og leggur upp. „Ég er ánægður með úrslitin. Við skoruðum snemma og vorum betri allan leikinn,“ sagði Salah í viðtali eftir sigurinn gegn West Ham. Framtíð Salah er hins vegar í lausu lofti, en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Egyptinn má því byrja að ræða við önnur erlend félög strax 1. janúar, en sjálfur segist hann ekki vera að hugsa um það á þessari stundu. „Það eina sem ég er að hugsa um er að Liverpool vinni titilinn og ég vil vera hluti af því,“ sagði Salah. „Ég mun gera mitt besta fyrir liðið svo við getum unnið deildina. Það eru nokkur lið sem eru að elta okkur og við þurfum að halda einbeitingu.“ „Ég er bara að reyna að njóta þess að spila. Við komum hingað til að ná í úrslit og ég vildi leggja mitt af mörkum í leiknum, en ég er eiginlega hungraður í meira.“ Að lokum var Salah spurður beint út í hvernig samningaviðræður við Liverpool væru að ganga. Hann gaf lítið upp í þeim málum. „Við erum langt frá því að fara að ræða það. Ég vil ekki gefa neitt upp í fjölmiðlum á þessari stundu.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Salah skoraði eitt og lagði upp tvö í sigri Liverpool í kvöld og Egyptinn er nú kominn með 17 mörk og 13 stoðsendingar á tímabilinu. Í aðeins 18 leikjum. Þetta var einnig áttundi leikurinn á tímabilinu þar sem Salah bæði skorar og leggur upp. „Ég er ánægður með úrslitin. Við skoruðum snemma og vorum betri allan leikinn,“ sagði Salah í viðtali eftir sigurinn gegn West Ham. Framtíð Salah er hins vegar í lausu lofti, en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Egyptinn má því byrja að ræða við önnur erlend félög strax 1. janúar, en sjálfur segist hann ekki vera að hugsa um það á þessari stundu. „Það eina sem ég er að hugsa um er að Liverpool vinni titilinn og ég vil vera hluti af því,“ sagði Salah. „Ég mun gera mitt besta fyrir liðið svo við getum unnið deildina. Það eru nokkur lið sem eru að elta okkur og við þurfum að halda einbeitingu.“ „Ég er bara að reyna að njóta þess að spila. Við komum hingað til að ná í úrslit og ég vildi leggja mitt af mörkum í leiknum, en ég er eiginlega hungraður í meira.“ Að lokum var Salah spurður beint út í hvernig samningaviðræður við Liverpool væru að ganga. Hann gaf lítið upp í þeim málum. „Við erum langt frá því að fara að ræða það. Ég vil ekki gefa neitt upp í fjölmiðlum á þessari stundu.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira