Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. desember 2024 20:48 Þær eru miklar vinkonur, þær Emma Sólveig og Guðrún Sólveig. aðsend Hin ellefu ára gamla Emma Sólveig Loftsdóttir veitti björgunarsveitinni Gerpi í Neskaupsstað peningagjöf í síðustu viku að fjárhæð tuttugu þúsund krónur. Peningnum safnaði hún upp á eigin spýtur í þakklætisskyni fyrir að koma ömmu sinni til bjargar, þegar snjóflóð féllu á bæinn í mars á síðasta ári. Snjóflóð hafa fylgt fjölskyldunni en langafi hennar slapp naumlega við snjóflóð sem féll á bæinn fyrir fimmtíu árum og varð tólf manns að bana. Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, amma Emmu, var stödd í fjölbýlishúsi við Starmýri í Neskaupsstað sem varð verst úti í snjóflóði sem féll þann 27. mars 2023. Flóðið braut sér leið inn í íbúðir og stigaganga hússins og Guðrún, sem lá sofandi á annarri hæð hússins, fékk brotna rúðu og snjó yfir sig í rúminu. Á morgun verða fimmtíu ár liðin frá því að tvö stór snjóflóð féllu á Neskaupsstað. Alls féllu átta snjóflóð í Norðfirði þann 20. desember 1974 og urðu tólf manns að bana. „Langafi minn varð næstum því fyrir snjóflóðinu. Hann ætlaði að fara í rútu en svo þurfti hann að fara í bankann. Þannig að hann slapp. Þeir sem fóru í rútuna urðu fyrir snjóflóðinu og dóu,“ segir Emma Sólveig í samtali við vísi. Flóðið á síðasta ári ýfði því upp slæmar minningar meðal bæjarbúa. Neyðarstigi var lýst yfir og björgunarsveitir unnu að rýmingu 160 húsa, ásamt því að opna fjöldajálparstöð. Seldi gömul föt og dót Emma Sólveig vildi þakka björgunarsveitum fyrir sitt framlag. „Ég fékk hugmyndina eftir að amma mín lenti í snjóflóðinu og Gerpir björgunarsveitin hafði bjargað henni. Þá vildi ég bara segja takk fyrir og ákvað að ég myndi safna pening fyrir þá,“ segir Emma í samtali við Vísi. Hún tók sig því til og seldi gamla dótið sitt og gömlu fötin yfir verslunarmannahelgina síðastliðna á tombólu. Í síðustu viku afhenti hún svo björgunarsveitinni Gerpi tuttugu þúsund krónur, sem var afrakstur söfnunarinnar, eins og Austurfrétt greindi frá. Emma Sólveig færði Daða Benediktssyni formanni Gerpis gjöfina. Hann kunni henni bestu þakkir fyrir.aðsend Dagurinn sem snjóflóðin féllu er Emmu minnistæður. „Björgunarsveitin kom með hana hingað til okkar inn um hurðina, þar sem hún hélt á hundinum sínum í teppi. Henni var ískalt, öll út í snjó og blóði. Hún fékk glerbrot í tánna og þurfti að fara á spítalann. Og það skemmdist eiginlega allt í húsinu hennar,“ segir Emma sem er í sjötta bekk, stundar blak og fótbolta og æfir á þverflautu. Þá er hún er mikil ömmustelpa. „Þegar ég sagði ömmu frá þá fór hún næstum því að gráta, hún táraðist bara,“ segir hún. Nöfnurnar Emma Sólveig og Guðrún Sólveig.aðsend Rætt var við Helgu Ingibjörgu Gunnarsdóttur, dóttur Guðrúnar og móður Emmu, og fleiri í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um snjóflóðin. Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Góðverk Náttúruhamfarir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, amma Emmu, var stödd í fjölbýlishúsi við Starmýri í Neskaupsstað sem varð verst úti í snjóflóði sem féll þann 27. mars 2023. Flóðið braut sér leið inn í íbúðir og stigaganga hússins og Guðrún, sem lá sofandi á annarri hæð hússins, fékk brotna rúðu og snjó yfir sig í rúminu. Á morgun verða fimmtíu ár liðin frá því að tvö stór snjóflóð féllu á Neskaupsstað. Alls féllu átta snjóflóð í Norðfirði þann 20. desember 1974 og urðu tólf manns að bana. „Langafi minn varð næstum því fyrir snjóflóðinu. Hann ætlaði að fara í rútu en svo þurfti hann að fara í bankann. Þannig að hann slapp. Þeir sem fóru í rútuna urðu fyrir snjóflóðinu og dóu,“ segir Emma Sólveig í samtali við vísi. Flóðið á síðasta ári ýfði því upp slæmar minningar meðal bæjarbúa. Neyðarstigi var lýst yfir og björgunarsveitir unnu að rýmingu 160 húsa, ásamt því að opna fjöldajálparstöð. Seldi gömul föt og dót Emma Sólveig vildi þakka björgunarsveitum fyrir sitt framlag. „Ég fékk hugmyndina eftir að amma mín lenti í snjóflóðinu og Gerpir björgunarsveitin hafði bjargað henni. Þá vildi ég bara segja takk fyrir og ákvað að ég myndi safna pening fyrir þá,“ segir Emma í samtali við Vísi. Hún tók sig því til og seldi gamla dótið sitt og gömlu fötin yfir verslunarmannahelgina síðastliðna á tombólu. Í síðustu viku afhenti hún svo björgunarsveitinni Gerpi tuttugu þúsund krónur, sem var afrakstur söfnunarinnar, eins og Austurfrétt greindi frá. Emma Sólveig færði Daða Benediktssyni formanni Gerpis gjöfina. Hann kunni henni bestu þakkir fyrir.aðsend Dagurinn sem snjóflóðin féllu er Emmu minnistæður. „Björgunarsveitin kom með hana hingað til okkar inn um hurðina, þar sem hún hélt á hundinum sínum í teppi. Henni var ískalt, öll út í snjó og blóði. Hún fékk glerbrot í tánna og þurfti að fara á spítalann. Og það skemmdist eiginlega allt í húsinu hennar,“ segir Emma sem er í sjötta bekk, stundar blak og fótbolta og æfir á þverflautu. Þá er hún er mikil ömmustelpa. „Þegar ég sagði ömmu frá þá fór hún næstum því að gráta, hún táraðist bara,“ segir hún. Nöfnurnar Emma Sólveig og Guðrún Sólveig.aðsend Rætt var við Helgu Ingibjörgu Gunnarsdóttur, dóttur Guðrúnar og móður Emmu, og fleiri í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um snjóflóðin.
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Góðverk Náttúruhamfarir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira