Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. desember 2024 20:48 Þær eru miklar vinkonur, þær Emma Sólveig og Guðrún Sólveig. aðsend Hin ellefu ára gamla Emma Sólveig Loftsdóttir veitti björgunarsveitinni Gerpi í Neskaupsstað peningagjöf í síðustu viku að fjárhæð tuttugu þúsund krónur. Peningnum safnaði hún upp á eigin spýtur í þakklætisskyni fyrir að koma ömmu sinni til bjargar, þegar snjóflóð féllu á bæinn í mars á síðasta ári. Snjóflóð hafa fylgt fjölskyldunni en langafi hennar slapp naumlega við snjóflóð sem féll á bæinn fyrir fimmtíu árum og varð tólf manns að bana. Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, amma Emmu, var stödd í fjölbýlishúsi við Starmýri í Neskaupsstað sem varð verst úti í snjóflóði sem féll þann 27. mars 2023. Flóðið braut sér leið inn í íbúðir og stigaganga hússins og Guðrún, sem lá sofandi á annarri hæð hússins, fékk brotna rúðu og snjó yfir sig í rúminu. Á morgun verða fimmtíu ár liðin frá því að tvö stór snjóflóð féllu á Neskaupsstað. Alls féllu átta snjóflóð í Norðfirði þann 20. desember 1974 og urðu tólf manns að bana. „Langafi minn varð næstum því fyrir snjóflóðinu. Hann ætlaði að fara í rútu en svo þurfti hann að fara í bankann. Þannig að hann slapp. Þeir sem fóru í rútuna urðu fyrir snjóflóðinu og dóu,“ segir Emma Sólveig í samtali við vísi. Flóðið á síðasta ári ýfði því upp slæmar minningar meðal bæjarbúa. Neyðarstigi var lýst yfir og björgunarsveitir unnu að rýmingu 160 húsa, ásamt því að opna fjöldajálparstöð. Seldi gömul föt og dót Emma Sólveig vildi þakka björgunarsveitum fyrir sitt framlag. „Ég fékk hugmyndina eftir að amma mín lenti í snjóflóðinu og Gerpir björgunarsveitin hafði bjargað henni. Þá vildi ég bara segja takk fyrir og ákvað að ég myndi safna pening fyrir þá,“ segir Emma í samtali við Vísi. Hún tók sig því til og seldi gamla dótið sitt og gömlu fötin yfir verslunarmannahelgina síðastliðna á tombólu. Í síðustu viku afhenti hún svo björgunarsveitinni Gerpi tuttugu þúsund krónur, sem var afrakstur söfnunarinnar, eins og Austurfrétt greindi frá. Emma Sólveig færði Daða Benediktssyni formanni Gerpis gjöfina. Hann kunni henni bestu þakkir fyrir.aðsend Dagurinn sem snjóflóðin féllu er Emmu minnistæður. „Björgunarsveitin kom með hana hingað til okkar inn um hurðina, þar sem hún hélt á hundinum sínum í teppi. Henni var ískalt, öll út í snjó og blóði. Hún fékk glerbrot í tánna og þurfti að fara á spítalann. Og það skemmdist eiginlega allt í húsinu hennar,“ segir Emma sem er í sjötta bekk, stundar blak og fótbolta og æfir á þverflautu. Þá er hún er mikil ömmustelpa. „Þegar ég sagði ömmu frá þá fór hún næstum því að gráta, hún táraðist bara,“ segir hún. Nöfnurnar Emma Sólveig og Guðrún Sólveig.aðsend Rætt var við Helgu Ingibjörgu Gunnarsdóttur, dóttur Guðrúnar og móður Emmu, og fleiri í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um snjóflóðin. Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Góðverk Náttúruhamfarir Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, amma Emmu, var stödd í fjölbýlishúsi við Starmýri í Neskaupsstað sem varð verst úti í snjóflóði sem féll þann 27. mars 2023. Flóðið braut sér leið inn í íbúðir og stigaganga hússins og Guðrún, sem lá sofandi á annarri hæð hússins, fékk brotna rúðu og snjó yfir sig í rúminu. Á morgun verða fimmtíu ár liðin frá því að tvö stór snjóflóð féllu á Neskaupsstað. Alls féllu átta snjóflóð í Norðfirði þann 20. desember 1974 og urðu tólf manns að bana. „Langafi minn varð næstum því fyrir snjóflóðinu. Hann ætlaði að fara í rútu en svo þurfti hann að fara í bankann. Þannig að hann slapp. Þeir sem fóru í rútuna urðu fyrir snjóflóðinu og dóu,“ segir Emma Sólveig í samtali við vísi. Flóðið á síðasta ári ýfði því upp slæmar minningar meðal bæjarbúa. Neyðarstigi var lýst yfir og björgunarsveitir unnu að rýmingu 160 húsa, ásamt því að opna fjöldajálparstöð. Seldi gömul föt og dót Emma Sólveig vildi þakka björgunarsveitum fyrir sitt framlag. „Ég fékk hugmyndina eftir að amma mín lenti í snjóflóðinu og Gerpir björgunarsveitin hafði bjargað henni. Þá vildi ég bara segja takk fyrir og ákvað að ég myndi safna pening fyrir þá,“ segir Emma í samtali við Vísi. Hún tók sig því til og seldi gamla dótið sitt og gömlu fötin yfir verslunarmannahelgina síðastliðna á tombólu. Í síðustu viku afhenti hún svo björgunarsveitinni Gerpi tuttugu þúsund krónur, sem var afrakstur söfnunarinnar, eins og Austurfrétt greindi frá. Emma Sólveig færði Daða Benediktssyni formanni Gerpis gjöfina. Hann kunni henni bestu þakkir fyrir.aðsend Dagurinn sem snjóflóðin féllu er Emmu minnistæður. „Björgunarsveitin kom með hana hingað til okkar inn um hurðina, þar sem hún hélt á hundinum sínum í teppi. Henni var ískalt, öll út í snjó og blóði. Hún fékk glerbrot í tánna og þurfti að fara á spítalann. Og það skemmdist eiginlega allt í húsinu hennar,“ segir Emma sem er í sjötta bekk, stundar blak og fótbolta og æfir á þverflautu. Þá er hún er mikil ömmustelpa. „Þegar ég sagði ömmu frá þá fór hún næstum því að gráta, hún táraðist bara,“ segir hún. Nöfnurnar Emma Sólveig og Guðrún Sólveig.aðsend Rætt var við Helgu Ingibjörgu Gunnarsdóttur, dóttur Guðrúnar og móður Emmu, og fleiri í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um snjóflóðin.
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Góðverk Náttúruhamfarir Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira