Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2024 07:00 Camilla Herrem hefur skorað 951 mark í 332 landsleikjum fyrir Noreg. Landsleikirnir verða ekki fleiri. Getty/Henk Seppen/ Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu í síðasta skiptið á sunnudagskvöldið en það var annar meðlimur liðsins einnig að kveðja þetta kvöld. Hornamaðurinn Camilla Herrem tilkynnti það eftir leikinn að hún hafi þarna spilað sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hún er 38 ára gömul og hefur verið í kringum landsliðið í nítján ár. „Þetta var síðasti landsleikurinn minn. Ég hef ákveðið að segja þetta gott og er mjög stolt af ferlinum. Það verður gott að fá smá auka hvíld heima en um leið er þetta smá sorglegt líka,“ sagði Camilla Herrem við Viaplay eftir leikinn. NRK Sport fjallaði um Camilla Herrem.NRK Herrem var að klára sitt tuttugasta stórmót með norska landsliðinu og var að vinna sitt ellefta stórmótagull. Hún og Þórir hafa því unnið mörg gull saman. Herrem var fyrst með landsliðinu árið 2006 og hefur verið hluti af landsliðinu allan tímann sem Þórir hefur þjálfað liðið. Það vissu allir að Þórir væri að kveðja en leikmenn norska liðsins vissu ekki af ákvörðun Herrem fyrr en eftir úrslitaleikinn. Herrem sagði norska ríkisútvarpinu frá því að hún hafi ákveðið það í september að þetta yrði hennar síðasta mót. Það vissu samt mjög fáir af því að Herrem væri búin að taka þessa ákvörðun. Enginn leikmaður vissi af þessu heldur aðeins Þórir og þjálfarateymið. „Ég vildi ekki segja stelpunum frá þessu af því að það var svo mikið í gangi. Ég sagði þeim frá þessu í liðshringnum eftir að við kláruðu leikinn. Þetta breyttist fljótt í mjög tilfinningaríka stund,“ sagði Herrem. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir þér Þórir. Ég er svo ánægð að enda þetta á sama tíma og þú. Það er erfitt að enda landsliðsferilinn en um leið finnst mér þetta vera rétti tímapunkturinn,“ sagði Herrem við Þóri eftir leikinn. Þau enda bæði sem Ólympíu- og Evrópumeistarar á síðasta árinu sínu. Herrem söng að venju lagið Tore Tang í sigurgleðinni eftir leikinn en það er hefð fyrir því að hún syngi lagið sem norska hljómsveitin Mods gerði vinsælt árið í byrjun níunda áratugarins. Fyrir þá sem hafa áhuga á heyra lagið má hlusta á það hér fyrir neðan. Það mætti vissulega lesa eitthvað úr „Tore Tang, ein gammal mann“ í texta viðlagsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=87eFLEl-xz8">watch on YouTube</a> EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Hornamaðurinn Camilla Herrem tilkynnti það eftir leikinn að hún hafi þarna spilað sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hún er 38 ára gömul og hefur verið í kringum landsliðið í nítján ár. „Þetta var síðasti landsleikurinn minn. Ég hef ákveðið að segja þetta gott og er mjög stolt af ferlinum. Það verður gott að fá smá auka hvíld heima en um leið er þetta smá sorglegt líka,“ sagði Camilla Herrem við Viaplay eftir leikinn. NRK Sport fjallaði um Camilla Herrem.NRK Herrem var að klára sitt tuttugasta stórmót með norska landsliðinu og var að vinna sitt ellefta stórmótagull. Hún og Þórir hafa því unnið mörg gull saman. Herrem var fyrst með landsliðinu árið 2006 og hefur verið hluti af landsliðinu allan tímann sem Þórir hefur þjálfað liðið. Það vissu allir að Þórir væri að kveðja en leikmenn norska liðsins vissu ekki af ákvörðun Herrem fyrr en eftir úrslitaleikinn. Herrem sagði norska ríkisútvarpinu frá því að hún hafi ákveðið það í september að þetta yrði hennar síðasta mót. Það vissu samt mjög fáir af því að Herrem væri búin að taka þessa ákvörðun. Enginn leikmaður vissi af þessu heldur aðeins Þórir og þjálfarateymið. „Ég vildi ekki segja stelpunum frá þessu af því að það var svo mikið í gangi. Ég sagði þeim frá þessu í liðshringnum eftir að við kláruðu leikinn. Þetta breyttist fljótt í mjög tilfinningaríka stund,“ sagði Herrem. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir þér Þórir. Ég er svo ánægð að enda þetta á sama tíma og þú. Það er erfitt að enda landsliðsferilinn en um leið finnst mér þetta vera rétti tímapunkturinn,“ sagði Herrem við Þóri eftir leikinn. Þau enda bæði sem Ólympíu- og Evrópumeistarar á síðasta árinu sínu. Herrem söng að venju lagið Tore Tang í sigurgleðinni eftir leikinn en það er hefð fyrir því að hún syngi lagið sem norska hljómsveitin Mods gerði vinsælt árið í byrjun níunda áratugarins. Fyrir þá sem hafa áhuga á heyra lagið má hlusta á það hér fyrir neðan. Það mætti vissulega lesa eitthvað úr „Tore Tang, ein gammal mann“ í texta viðlagsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=87eFLEl-xz8">watch on YouTube</a>
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira