Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2024 10:00 Strákarnir hans Rubens Amorim hafa tapað tveimur leikjum í röð. getty/Clive Brunskill Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að brotthvarf Dans Ashworth frá félaginu sé ekki ákjósanlegt. Ashworth var látinn fara sem íþróttastjóri United eftir tapið fyrir Nottingham Forest, 2-3, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. United lagði mikið á sig til að tryggja sér starfskrafta Ashworths en félagið greiddi Newcastle United væna summu fyrir hann. En eftir aðeins fimm mánuði í starfi ákvað Sir Jim Ratcliffe, sem á rúman fjórðung í United, að reka Ashworth. Amorim var spurður út í brotthvarf hans á blaðamannafundi í gær. „Það fyrsta sem ég vil segja er að frá fyrsta degi hef ég fengið frábæran stuðning frá eigendunum. Dan var hluti af því og ég fann fyrir miklum stuðningi frá honum,“ sagði Amorim. „En þetta er fótbolti og stundum gerist svona lagað. Þetta gerist með leikmenn og þjálfara. Ég veit að þetta er ekki besta staðan en það mikilvægasta er að við höldum áfram. Leiðin er greið fyrir alla og ég held að þetta geti gerst í fótbolta.“ Amorim var einnig spurður hvort staðan hjá United væri óstöðugari en þegar hann kom til félagsins fyrir mánuði. „Ég held ekki. Allt frá fyrsta degi hef ég fundið fyrir stuðningi frá öllum svo fjarvera eins manns breytir engu. En auðvitað er þetta slæmt því við erum að tala um manneskju og fagmann sem styður okkur sem lið. Það mikilvægasta er að sýnin sé skýr og það breytist ekki með brotthvarfi eins manns,“ sagði Amorim. United mætir Viktoria Plzen á útivelli í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Enski boltinn Tengdar fréttir Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Sir Jim Ratcliffe heldur áfram að skera niður hjá Manchester United og nú hefur hann ákveðið að gefa starfsfólki félagsins ódýrari jólagjöf en áður hefur tíðkast. 11. desember 2024 15:30 Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Rio Ferdinand var eins og fleiri mjög hissa á ákvörðuninni hjá eigendum Manchester United að reka yfirmann fótboltamála eftir aðeins nokkra mánaða í starfi. 11. desember 2024 07:30 Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Arsenal hefur bætt Dan Ashworth á lista yfir þá sem mögulega gætu tekið starfi yfirmanns íþróttamála hjá félaginu, eftir að hann yfirgaf skyndilega Manchester United. 10. desember 2024 15:00 Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Svo virðist sem Sir Jim Ratcliffe hafi látið reka Dan Ashworth úr starfi íþróttastjóra Manchester United. 8. desember 2024 12:02 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Ashworth var látinn fara sem íþróttastjóri United eftir tapið fyrir Nottingham Forest, 2-3, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. United lagði mikið á sig til að tryggja sér starfskrafta Ashworths en félagið greiddi Newcastle United væna summu fyrir hann. En eftir aðeins fimm mánuði í starfi ákvað Sir Jim Ratcliffe, sem á rúman fjórðung í United, að reka Ashworth. Amorim var spurður út í brotthvarf hans á blaðamannafundi í gær. „Það fyrsta sem ég vil segja er að frá fyrsta degi hef ég fengið frábæran stuðning frá eigendunum. Dan var hluti af því og ég fann fyrir miklum stuðningi frá honum,“ sagði Amorim. „En þetta er fótbolti og stundum gerist svona lagað. Þetta gerist með leikmenn og þjálfara. Ég veit að þetta er ekki besta staðan en það mikilvægasta er að við höldum áfram. Leiðin er greið fyrir alla og ég held að þetta geti gerst í fótbolta.“ Amorim var einnig spurður hvort staðan hjá United væri óstöðugari en þegar hann kom til félagsins fyrir mánuði. „Ég held ekki. Allt frá fyrsta degi hef ég fundið fyrir stuðningi frá öllum svo fjarvera eins manns breytir engu. En auðvitað er þetta slæmt því við erum að tala um manneskju og fagmann sem styður okkur sem lið. Það mikilvægasta er að sýnin sé skýr og það breytist ekki með brotthvarfi eins manns,“ sagði Amorim. United mætir Viktoria Plzen á útivelli í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Sir Jim Ratcliffe heldur áfram að skera niður hjá Manchester United og nú hefur hann ákveðið að gefa starfsfólki félagsins ódýrari jólagjöf en áður hefur tíðkast. 11. desember 2024 15:30 Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Rio Ferdinand var eins og fleiri mjög hissa á ákvörðuninni hjá eigendum Manchester United að reka yfirmann fótboltamála eftir aðeins nokkra mánaða í starfi. 11. desember 2024 07:30 Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Arsenal hefur bætt Dan Ashworth á lista yfir þá sem mögulega gætu tekið starfi yfirmanns íþróttamála hjá félaginu, eftir að hann yfirgaf skyndilega Manchester United. 10. desember 2024 15:00 Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Svo virðist sem Sir Jim Ratcliffe hafi látið reka Dan Ashworth úr starfi íþróttastjóra Manchester United. 8. desember 2024 12:02 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Sir Jim Ratcliffe heldur áfram að skera niður hjá Manchester United og nú hefur hann ákveðið að gefa starfsfólki félagsins ódýrari jólagjöf en áður hefur tíðkast. 11. desember 2024 15:30
Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Rio Ferdinand var eins og fleiri mjög hissa á ákvörðuninni hjá eigendum Manchester United að reka yfirmann fótboltamála eftir aðeins nokkra mánaða í starfi. 11. desember 2024 07:30
Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Arsenal hefur bætt Dan Ashworth á lista yfir þá sem mögulega gætu tekið starfi yfirmanns íþróttamála hjá félaginu, eftir að hann yfirgaf skyndilega Manchester United. 10. desember 2024 15:00
Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Svo virðist sem Sir Jim Ratcliffe hafi látið reka Dan Ashworth úr starfi íþróttastjóra Manchester United. 8. desember 2024 12:02