Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2024 08:30 Nora Mörk hefur gengið í gegnum ýmislegt á ferlinum en verið afar sigursæl með norska landsliðinu, sem einn af lykilmönnum Þóris Hergeirssonar. Getty Nora Mörk segist skilja gagnrýni Þóris Hergeirssonar á það að þessi stjarna norska handboltalandsliðsins skuli starfa sem sérfræðingur í sjónvarpi á EM í ár. Hún hrósar Þóri í hástert og segir að kveðjustundin á sunnudag verði erfið. Mörk hefur um árabil verið lykilmaður í hinu sigursæla liði Noregs, undir stjórn Þóris, en er ekki með á EM því hún er ólétt. Þórir hefur sagt að það fari að sínu mati ekki saman að vera enn hluti af landsliðinu, jafnvel þó að hún sé í fæðingarorlofi, og að vera álitsgjafi í sjónvarpi. Mörk segist virða þessa skoðun læriföður síns til margra ára, og er greinilega mjög annt um Þóri. „Sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum“ „Við höfum rætt það oft að hann hefur með árunum orðið sífellt manneskjulegri,“ sagði Mörk á EM, samkvæmt frétt Nettavisen í dag. „Hann gat virkað á mann sem mjög ógnvekjandi þegar maður kom 19 ára inn í liðið, en hann hefur sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum, sem ég met mikils,“ sagði Mörk. Þórir hefur sjálfur viðurkennt að með árunum hafi hann orðið meðvitaðri um að hann mætti brosa aðeins meira, og að hann viti alveg af því að hann hafi verið stimplaður sem hundfúll og reiður af fólki sem þekki hann ekki. Norsku stelpurnar sem hafa spilað fyrir hann tala hins vegar allar vel um hann. Nýjasta dæmið um það hvernig Þórir hefur, þrátt fyrir að vera kröfuharður þjálfari, sýnt leikmönnum sínum skilning og velvilja er þegar hann leyfði markverðinum Katrine Lunde að fara af EM til að fljúga með dóttur sína frá Noregi til barnsföður síns í Serbíu. „Hann hefur verndað liðið og hann hefur verndað mig. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir honum og það verður ótrúlega sorglegt þegar hann hættir,“ sagði Mörk en Þórir tilkynnti í september að hann myndi láta af störfum eftir EM, sem lýkur á sunnudaginn. Noregur mætir Ungverjalandi í undanúrslitum á föstudaginn en spilar fyrst við Sviss í kvöld í lokaleik sínum í milliriðlakeppninni. Norska liðið spilar svo um verðlaun, annað hvort gull eða brons, á sunnudaginn. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
Mörk hefur um árabil verið lykilmaður í hinu sigursæla liði Noregs, undir stjórn Þóris, en er ekki með á EM því hún er ólétt. Þórir hefur sagt að það fari að sínu mati ekki saman að vera enn hluti af landsliðinu, jafnvel þó að hún sé í fæðingarorlofi, og að vera álitsgjafi í sjónvarpi. Mörk segist virða þessa skoðun læriföður síns til margra ára, og er greinilega mjög annt um Þóri. „Sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum“ „Við höfum rætt það oft að hann hefur með árunum orðið sífellt manneskjulegri,“ sagði Mörk á EM, samkvæmt frétt Nettavisen í dag. „Hann gat virkað á mann sem mjög ógnvekjandi þegar maður kom 19 ára inn í liðið, en hann hefur sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum, sem ég met mikils,“ sagði Mörk. Þórir hefur sjálfur viðurkennt að með árunum hafi hann orðið meðvitaðri um að hann mætti brosa aðeins meira, og að hann viti alveg af því að hann hafi verið stimplaður sem hundfúll og reiður af fólki sem þekki hann ekki. Norsku stelpurnar sem hafa spilað fyrir hann tala hins vegar allar vel um hann. Nýjasta dæmið um það hvernig Þórir hefur, þrátt fyrir að vera kröfuharður þjálfari, sýnt leikmönnum sínum skilning og velvilja er þegar hann leyfði markverðinum Katrine Lunde að fara af EM til að fljúga með dóttur sína frá Noregi til barnsföður síns í Serbíu. „Hann hefur verndað liðið og hann hefur verndað mig. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir honum og það verður ótrúlega sorglegt þegar hann hættir,“ sagði Mörk en Þórir tilkynnti í september að hann myndi láta af störfum eftir EM, sem lýkur á sunnudaginn. Noregur mætir Ungverjalandi í undanúrslitum á föstudaginn en spilar fyrst við Sviss í kvöld í lokaleik sínum í milliriðlakeppninni. Norska liðið spilar svo um verðlaun, annað hvort gull eða brons, á sunnudaginn.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn