„Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2024 12:57 Varan verður aftur komin í íslenskar verslanir í byrjun desember. General Mills „Gamla góða“ Cocoa Puffs er aftur á leið í verslanirá Íslandi eftir nokkurra ára hlé. Varan verður flutt beint frá Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nathan og Olsen. Þar segir að sögn framleiðandans vestanhafs, General Mills, hafi öllum hindrunum nú verið rutt úr vegi og munu íslenskir neytendur því aftur geta gætt sér á hinu eina sanna súkkulaði-morgunkorni strax í byrjun desember. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðr, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness settu sölustöðvun á morgunkornið 22. september árið 2022. Ástæðan var sögð óleyfileg litarefni, E160b, sem framleiðandinn hafði bætt við og stóðst ekki Evrópulöggjöf. Haft er eftir Davíð Hansson Wíum, markaðsstjóra Nathan og Olsen, að hann fagni tíðindunum enda fái hann reglulega fyrirspurnir, bæði frá verslunum og unnendum Cocoa Puffs, um hvenær pakkarnir góðkunnu gætu mögulega birst aftur í búðarhillum. „Við gerðum líka tilraun með innflutning á Cocoa Puffs pökkum sem voru framleiddir í Evrópu eftir annarri uppskrift og það gekk ekki nægilega vel enda bragðið og áferðin öðruvísi en fólk átti að venjast. Íslendingar þekkja sitt Cocoa Puffs og þess vegna hlökkum við til að færa þeim þetta ekta gamla góða aftur sem allra fyrst“. Óhætt er að fullyrða að margir Íslendingar muni rifja upp gamlar góðar stundir með Cocoa Puffs um jólin - þótt eflaust muni margir freistast til að kíkja í pakkann eitthvað fyrr Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Cocoa Puffs og Lucky Charms aftur leyfilegt Sölustöðvun heilbrigðiseftirlita á morgunkorninu Cocoa Puffs og Lucky Charms hefur verið aflétt. Úrskurðanefnd matvælaráðuneytisins úrskurðaði þetta þann 18. ágúst síðastliðinn. 28. ágúst 2023 15:27 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nathan og Olsen. Þar segir að sögn framleiðandans vestanhafs, General Mills, hafi öllum hindrunum nú verið rutt úr vegi og munu íslenskir neytendur því aftur geta gætt sér á hinu eina sanna súkkulaði-morgunkorni strax í byrjun desember. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðr, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness settu sölustöðvun á morgunkornið 22. september árið 2022. Ástæðan var sögð óleyfileg litarefni, E160b, sem framleiðandinn hafði bætt við og stóðst ekki Evrópulöggjöf. Haft er eftir Davíð Hansson Wíum, markaðsstjóra Nathan og Olsen, að hann fagni tíðindunum enda fái hann reglulega fyrirspurnir, bæði frá verslunum og unnendum Cocoa Puffs, um hvenær pakkarnir góðkunnu gætu mögulega birst aftur í búðarhillum. „Við gerðum líka tilraun með innflutning á Cocoa Puffs pökkum sem voru framleiddir í Evrópu eftir annarri uppskrift og það gekk ekki nægilega vel enda bragðið og áferðin öðruvísi en fólk átti að venjast. Íslendingar þekkja sitt Cocoa Puffs og þess vegna hlökkum við til að færa þeim þetta ekta gamla góða aftur sem allra fyrst“. Óhætt er að fullyrða að margir Íslendingar muni rifja upp gamlar góðar stundir með Cocoa Puffs um jólin - þótt eflaust muni margir freistast til að kíkja í pakkann eitthvað fyrr
Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Cocoa Puffs og Lucky Charms aftur leyfilegt Sölustöðvun heilbrigðiseftirlita á morgunkorninu Cocoa Puffs og Lucky Charms hefur verið aflétt. Úrskurðanefnd matvælaráðuneytisins úrskurðaði þetta þann 18. ágúst síðastliðinn. 28. ágúst 2023 15:27 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Cocoa Puffs og Lucky Charms aftur leyfilegt Sölustöðvun heilbrigðiseftirlita á morgunkorninu Cocoa Puffs og Lucky Charms hefur verið aflétt. Úrskurðanefnd matvælaráðuneytisins úrskurðaði þetta þann 18. ágúst síðastliðinn. 28. ágúst 2023 15:27