Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2024 12:31 Íslendingar fagna sigrinum frækna á Þjóðverjum á HM 2011. Hrafnhildur Skúladóttir brosir breitt en hún skoraði fimm mörk í leiknum. pjetur Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Þýskalandi í úrslitaleik um sæti í milliriðli á EM 2024 í kvöld. Til að brýna sig fyrir leikinn mikilvæga geta stelpurnar okkar rifjað upp eftirminnilegan sigur á Þjóðverjum á HM 2011. Þann 7. desember 2011 vann íslenska kvennalandsliðið í handbolta einn sinn fræknasta sigur þegar það lagði Þýskaland að velli, 26-20, í fjórða og næstsíðasta leik sínum í A-riðli á HM í Brasilíu. Tvær í íslenska landsliðshópnum í dag voru í liðinu sem vann Þýskaland fyrir þrettán árum: Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Rut skoraði fjögur mörk í leiknum og Þórey Rósa þrjú. Þjálfari Íslands á HM 2011 var Ágúst Jóhannsson, núverandi aðstoðarþjálfari liðsins. Ísland vann óvæntan sigur á Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á HM 2011, 21-22, en tapaði næstu tveimur leikjum; 24-28 gegn Angóla og 27-14 fyrir Noregi. Liðið var því með tvö stig líkt og Þýskaland fyrir leik liðanna í Santos. Útlitið var ekki bjart fyrir íslenska liðið framan af leik enda lenti það sjö mörkum undir, 4-11, eftir sautján mínútur. Íslendingar héldu þó ró sinni og unnu sig aftur inn í leikinn. Þeir skoruðu níu af síðustu tíu mörkum fyrri hálfleiks og leiddu eftir hann, 13-12. Seinni hálfleikurinn var lengst af spennandi og þegar þrettán mínútur voru eftir komst Þýskaland yfir, 17-18. En Karen Knútsdóttir skoraði næstu fjögur mörk Íslands af vítalínunni og kom liðinu aftur í bílstjórasætið. Íslendingar lönduðu á endanum sex marka sigri, 26-20. Vörnin var frábær en síðustu 43 mínútur leiksins skoruðu Þjóðverjar aðeins níu mörk. Á meðan gerðu Íslendingar 22. „Maður gefst aldrei upp og heldur alltaf áfram. Við fórnuðum okkur í þetta og náðum þessu góðum vörnum sem skiluðu okkur hraðaupphlaupum. Þetta var mjög góður leikur hjá okkur,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem átti stórleik í íslensku vörninni ásamt Stellu Sigurðardóttur. Þá reyndust markverðirnir Guðný Jenný Ásmundsdóttir og Sunneva Einarsdóttir mikilvægar og vörðu samtals tólf skot. Karen fór mikinn í leiknum og skoraði níu mörk, flest allra á vellinum. Hrafnhildur Skúladóttir átti einnig góðan leik og skoraði fimm mörk. „Við byrjuðum illa en sýndum mikinn karakter með því að koma til baka. Svo var ekki aftur snúið. Það var mikill vilji og hungur í liðinu,“ sagði Ágúst sigurreifur í leikslok. Hans beið mikil þrekraun eftir leikinn því hann hafði lofað íslensku leikmönnunum að hlaupa upp allar tuttugu hæðirnar á liðshóteli ef sigur myndi vinnast. Íslendingar tryggðu sér svo sæti í sextán liða úrslitum HM með því að vinna Kínverja í lokaleik sínum, 16-23. Ásamt Íslandi komust Noregur, Angóla og Svartfjallaland upp úr A-riðli en Þýskaland sat eftir með sárt ennið þrátt fyrir að hafa unnið Noreg í fyrsta leik sínum á mótinu. Í sextán liða úrslitunum mættu Íslendingar ógnarsterkum Rússum. Íslenska liðið stóð í því rússneska í fyrri hálfleik og munurinn að honum loknum var aðeins þrjú mörk, 15-12. En í seinni hálfleik gáfu Rússar í og unnu á endanum ellefu marka sigur, 30-19. Íslendingar þurftu að bíða í tólf ár eftir því að spila næst á HM. Fyrir ári var Ísland hársbreidd frá því að komast í milliriðla á HM 2023 en tryggði sér Forsetabikarinn með því að vinna síðustu fjóra leiki sína á mótinu. Núna, ári seinna, er íslenska liðið aftur í þeirri stöðu að geta tryggt sér sæti í milliriðli, að þessu sinni á EM. Og væri ekki upplagt að endurtaka leik gömlu hetjanna frá því í Brasilíu 2011? EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
Þann 7. desember 2011 vann íslenska kvennalandsliðið í handbolta einn sinn fræknasta sigur þegar það lagði Þýskaland að velli, 26-20, í fjórða og næstsíðasta leik sínum í A-riðli á HM í Brasilíu. Tvær í íslenska landsliðshópnum í dag voru í liðinu sem vann Þýskaland fyrir þrettán árum: Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Rut skoraði fjögur mörk í leiknum og Þórey Rósa þrjú. Þjálfari Íslands á HM 2011 var Ágúst Jóhannsson, núverandi aðstoðarþjálfari liðsins. Ísland vann óvæntan sigur á Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á HM 2011, 21-22, en tapaði næstu tveimur leikjum; 24-28 gegn Angóla og 27-14 fyrir Noregi. Liðið var því með tvö stig líkt og Þýskaland fyrir leik liðanna í Santos. Útlitið var ekki bjart fyrir íslenska liðið framan af leik enda lenti það sjö mörkum undir, 4-11, eftir sautján mínútur. Íslendingar héldu þó ró sinni og unnu sig aftur inn í leikinn. Þeir skoruðu níu af síðustu tíu mörkum fyrri hálfleiks og leiddu eftir hann, 13-12. Seinni hálfleikurinn var lengst af spennandi og þegar þrettán mínútur voru eftir komst Þýskaland yfir, 17-18. En Karen Knútsdóttir skoraði næstu fjögur mörk Íslands af vítalínunni og kom liðinu aftur í bílstjórasætið. Íslendingar lönduðu á endanum sex marka sigri, 26-20. Vörnin var frábær en síðustu 43 mínútur leiksins skoruðu Þjóðverjar aðeins níu mörk. Á meðan gerðu Íslendingar 22. „Maður gefst aldrei upp og heldur alltaf áfram. Við fórnuðum okkur í þetta og náðum þessu góðum vörnum sem skiluðu okkur hraðaupphlaupum. Þetta var mjög góður leikur hjá okkur,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem átti stórleik í íslensku vörninni ásamt Stellu Sigurðardóttur. Þá reyndust markverðirnir Guðný Jenný Ásmundsdóttir og Sunneva Einarsdóttir mikilvægar og vörðu samtals tólf skot. Karen fór mikinn í leiknum og skoraði níu mörk, flest allra á vellinum. Hrafnhildur Skúladóttir átti einnig góðan leik og skoraði fimm mörk. „Við byrjuðum illa en sýndum mikinn karakter með því að koma til baka. Svo var ekki aftur snúið. Það var mikill vilji og hungur í liðinu,“ sagði Ágúst sigurreifur í leikslok. Hans beið mikil þrekraun eftir leikinn því hann hafði lofað íslensku leikmönnunum að hlaupa upp allar tuttugu hæðirnar á liðshóteli ef sigur myndi vinnast. Íslendingar tryggðu sér svo sæti í sextán liða úrslitum HM með því að vinna Kínverja í lokaleik sínum, 16-23. Ásamt Íslandi komust Noregur, Angóla og Svartfjallaland upp úr A-riðli en Þýskaland sat eftir með sárt ennið þrátt fyrir að hafa unnið Noreg í fyrsta leik sínum á mótinu. Í sextán liða úrslitunum mættu Íslendingar ógnarsterkum Rússum. Íslenska liðið stóð í því rússneska í fyrri hálfleik og munurinn að honum loknum var aðeins þrjú mörk, 15-12. En í seinni hálfleik gáfu Rússar í og unnu á endanum ellefu marka sigur, 30-19. Íslendingar þurftu að bíða í tólf ár eftir því að spila næst á HM. Fyrir ári var Ísland hársbreidd frá því að komast í milliriðla á HM 2023 en tryggði sér Forsetabikarinn með því að vinna síðustu fjóra leiki sína á mótinu. Núna, ári seinna, er íslenska liðið aftur í þeirri stöðu að geta tryggt sér sæti í milliriðli, að þessu sinni á EM. Og væri ekki upplagt að endurtaka leik gömlu hetjanna frá því í Brasilíu 2011?
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira