„Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 15:01 Díana Dögg er sérlega spennt að mæta þeim þýsku. Vísir/Hulda Margrét Díana Dögg Magnúsdóttir þekkir þýska landsliðið betur en margur í íslenska kvennalandsliðinu enda leikið í Þýskalandi undanfarin ár. Hún segir töluverða pressu á Þjóðverjunum og hjá þeim hafi gengið á ýmsu. „Mér finnst geggjað að fá að spila á móti Þjóðverjum. Náttúrulega margir leikmenn sem maður hefur spilað oft við síðustu árin og þekki þær vel. Við viljum sýna hvað við getum og okkar rétta andlit á móti þeim,“ segir Díana Dögg sem leikur með Blomberg-Lippe í Þýskalandi og hefur fylgst vel með umfjölluninni um þýska liðið. „Þær eru særðar og vilja auðvitað sýna hvað þær geta. Á móti Hollendingum voru þær ekki alveg á sínum rétta stað, fyrir utan byrjunina. En við þurfum að vera klárar að slá þær til baka. Þær munu spila hart,“ segir Díana Dögg. Klippa: Díana Dögg hugsaði lítið og stressaði sig minna Er mikil pressa á þessu þýska liði? „Það er mikil pressa á þeim. Þær komu sér inn á ÓL fyrir sumarið en stóðu sig ekki vel þar og þær fengu að alveg að heyra það að þetta væri ekki í lagi. Þær eru alveg búnar að taka nokkra krísufundina og maður hefur heyrt eitthvað um þá,“ „Það er mikils ætlast til af þeim og þær ætla sér að koma sér í þennan topp sex klúbb. Núna sér maður mikið á miðlunum að þær eru gagnrýndar fyrir það að þær eigi langt í land. Að sjálfsögðu viljum við nýta það tækifæri og slá þær út,“ segir Díana og bætir við: „Öll pressan er á þeim og við höfum allt að vinna.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
„Mér finnst geggjað að fá að spila á móti Þjóðverjum. Náttúrulega margir leikmenn sem maður hefur spilað oft við síðustu árin og þekki þær vel. Við viljum sýna hvað við getum og okkar rétta andlit á móti þeim,“ segir Díana Dögg sem leikur með Blomberg-Lippe í Þýskalandi og hefur fylgst vel með umfjölluninni um þýska liðið. „Þær eru særðar og vilja auðvitað sýna hvað þær geta. Á móti Hollendingum voru þær ekki alveg á sínum rétta stað, fyrir utan byrjunina. En við þurfum að vera klárar að slá þær til baka. Þær munu spila hart,“ segir Díana Dögg. Klippa: Díana Dögg hugsaði lítið og stressaði sig minna Er mikil pressa á þessu þýska liði? „Það er mikil pressa á þeim. Þær komu sér inn á ÓL fyrir sumarið en stóðu sig ekki vel þar og þær fengu að alveg að heyra það að þetta væri ekki í lagi. Þær eru alveg búnar að taka nokkra krísufundina og maður hefur heyrt eitthvað um þá,“ „Það er mikils ætlast til af þeim og þær ætla sér að koma sér í þennan topp sex klúbb. Núna sér maður mikið á miðlunum að þær eru gagnrýndar fyrir það að þær eigi langt í land. Að sjálfsögðu viljum við nýta það tækifæri og slá þær út,“ segir Díana og bætir við: „Öll pressan er á þeim og við höfum allt að vinna.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira