Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Bjarki Sigurðsson skrifar 3. nóvember 2024 13:19 Sigurgeir að synda og Sóley Gísladóttir á kayaknum. Sigurgeir Svanbergsson, sundkappi, syndir nú frá Reyðarfirði til Eskifjarðar til styrktar góðu málefni. Í eftirdragi verður eiginkonan hans á kayak. Sigurgeir lagði af stað nú rétt eftir klukkan ellefu. Leiðin er um sex kílómetrar og á meðan safnar hann styrkjum fyrir Píeta-samtökin. Hann hefur synt svipað langt þónokkrum sinnum en í þetta sinn verður eiginkona hans með honum. Hún mun sitja í kayak sem Sigurgeir dregur. „Ég vildi prófa eitthvað nýtt. Svo er þetta táknrænt um hjálpsemi. Táknar svolítið hjálparhöndina í tákni Píeta-samtakanna,“ segir Sigurgeir. View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla) Fyrir hvert sund reynir Sigurgeir að gera verkefnið meira krefjandi en það síðasta. Hann segist enn vera að finna sinn þröskuld. „Ég er vel stemmdur. En alltaf á þessum tíma fyrir hvert einasta stund hugsa ég af hverju í ósköpunum ég sé að þessu. En það er góð tilfinning, það er gott að það kemur. Þá fer ég ekki hrokafullur í þetta,“ segir Sigurgeir. Sjósundsáhuginn kom einmitt þegar Sigurgeir vildi takast á við nýja áskorun. „Þetta byrjaði allt bara með því að ég var að reyna að drepa kuldaskræfuna í mér. Í grunninn er ég algjör kuldaskræfa. Fyrsta skiptið sem ég fór út í sjó gat ég ekki farið lengra en upp að hnjám. Og þá var mitt sumar. Þetta byrjar alltaf þar, að þetta er bara skrítið og öfgakennd og frekar brjálæðislegt,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir er að austan en hefur aldrei synt þessa leið áður. Hann þekkir þó svæðið ágætlega. „Það stefnir allt í að veðrið verði með okkur í liði. Hann er rólegur sjórinn, en hann er svakalega kaldur. Það er rigning núna og það er snjór hérna. En sjórinn er rólegur, og það er það sem við viljum,“ segir Sigurgeir. Segir Sigurgeir Svanbergsson sundkappi. Hægt er að fylgjast með hvernig honum gengur á Instagram-síðu hans, til_hvers_ad_sigla. Sund Góðverk Sjósund Fjarðabyggð Tengdar fréttir Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12 Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52 Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. 28. júlí 2024 12:06 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Sjá meira
Sigurgeir lagði af stað nú rétt eftir klukkan ellefu. Leiðin er um sex kílómetrar og á meðan safnar hann styrkjum fyrir Píeta-samtökin. Hann hefur synt svipað langt þónokkrum sinnum en í þetta sinn verður eiginkona hans með honum. Hún mun sitja í kayak sem Sigurgeir dregur. „Ég vildi prófa eitthvað nýtt. Svo er þetta táknrænt um hjálpsemi. Táknar svolítið hjálparhöndina í tákni Píeta-samtakanna,“ segir Sigurgeir. View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla) Fyrir hvert sund reynir Sigurgeir að gera verkefnið meira krefjandi en það síðasta. Hann segist enn vera að finna sinn þröskuld. „Ég er vel stemmdur. En alltaf á þessum tíma fyrir hvert einasta stund hugsa ég af hverju í ósköpunum ég sé að þessu. En það er góð tilfinning, það er gott að það kemur. Þá fer ég ekki hrokafullur í þetta,“ segir Sigurgeir. Sjósundsáhuginn kom einmitt þegar Sigurgeir vildi takast á við nýja áskorun. „Þetta byrjaði allt bara með því að ég var að reyna að drepa kuldaskræfuna í mér. Í grunninn er ég algjör kuldaskræfa. Fyrsta skiptið sem ég fór út í sjó gat ég ekki farið lengra en upp að hnjám. Og þá var mitt sumar. Þetta byrjar alltaf þar, að þetta er bara skrítið og öfgakennd og frekar brjálæðislegt,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir er að austan en hefur aldrei synt þessa leið áður. Hann þekkir þó svæðið ágætlega. „Það stefnir allt í að veðrið verði með okkur í liði. Hann er rólegur sjórinn, en hann er svakalega kaldur. Það er rigning núna og það er snjór hérna. En sjórinn er rólegur, og það er það sem við viljum,“ segir Sigurgeir. Segir Sigurgeir Svanbergsson sundkappi. Hægt er að fylgjast með hvernig honum gengur á Instagram-síðu hans, til_hvers_ad_sigla.
Sund Góðverk Sjósund Fjarðabyggð Tengdar fréttir Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12 Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52 Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. 28. júlí 2024 12:06 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Sjá meira
Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12
Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52
Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. 28. júlí 2024 12:06