Stamaði svo mikið að hann varð að fara í talþjálfun í fimm ár Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2024 10:31 Stýrivaxtahækkanir Ásgeir hafa sannarlega verið á milli tannanna á fólki undanfarna mánuði. Nú síðast lækkaði hann vexti um 0,25 punkta. Seðlabankastjórinn Ásgeir Jónsson bjóst við að verða bóndi, átti erfitt með lestur í æsku en kláraði á endanum doktorspróf. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til seðlabankastjóra í Íslandi í dag í vikunni en hann býst við frekari vaxtalækkun á komandi mánuðum. Ásgeir segist vakna alla morgna klukkan hálf sjö eða sjö til að fara út að hlaupa með hundinn. Hann býr á fallegu heimili sínu í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Helgu Viðarsdóttur og sonum sínum tveimur. „Ég á eina stelpu sem er orðin þrítug og vinnur á Landspítala en ég var 21 árs þegar ég átti fyrsta barnið. Helga á síðan tvö börn, son sem er 27 ára sem er að læra efnafræði í London og 22 ára stúlku sem býr í Kaupmannahöfn,“ segir Ásgeir sem er nokkuð íhaldssamur maður, samkvæmur sjálfum sér og lætur álit annarra ekki hafa áhrif á sig. En gagnrýni hefur hann svo sannarlega fengið og ekki bara hvað vexti varðar heldur einnig fyrir það hvernig hann talar. Kemur upp í álagi „Ég náttúrulega stamaði og stamaði mjög illa þegar ég var krakki og áttu bara mjög erfitt með að tala og þetta háði mér. Þegar ég fór í doktorsnám til Bandaríkjanna þá fór ég í talþjálfun í einhver fimm ár sem hjálpaði mér mjög mikið en síðan hefur þetta aðeins minnkað með aldrinum. Maður lærir ákveðna tækni hvernig maður á að bregðast við en þetta kemur alveg í dag, þegar ég er þreyttur eða undir álagi.“ Hann segir að þeir sem stami séu mikið til með þetta á heilanum og hræddir við að stama fyrir framan annað kvöld. „Það vindur síðan upp á sig og fólk fer þá að forðast að vera í aðstæðum ef það skildi stama. Ég tók þá ákvörðun á sínum tíma að láta þetta ekki stoppa mig. Að leyfa fólki bara að heyra að ég stamaði. Þegar þú gerir það og tekst á við þinn mesta ótta þá vinnur þú bug á því.“ Ásgeir segir að sú gagnrýni sem taki mest á hann þegar fólk vænir hann um að vera ekki heiðarlegur. „Að ég sé að vinna gegn betri vitund og það finnst mér verulega ósanngjarnt,“ segir Ásgeir sem lækkaði stýrivexti á dögunum um 0,25 punkta. „Við töldum svo að verðbólgan væri þá á leiðinni niður og erum að gera ráð fyrir því að hún haldi áfram að lækka og við erum aðeins að sjá hvernig þetta lækkunarferli fer og sjá hvort við séum ekki að vinna okkur í haginn.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Seðlabankinn Ástin og lífið Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til seðlabankastjóra í Íslandi í dag í vikunni en hann býst við frekari vaxtalækkun á komandi mánuðum. Ásgeir segist vakna alla morgna klukkan hálf sjö eða sjö til að fara út að hlaupa með hundinn. Hann býr á fallegu heimili sínu í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Helgu Viðarsdóttur og sonum sínum tveimur. „Ég á eina stelpu sem er orðin þrítug og vinnur á Landspítala en ég var 21 árs þegar ég átti fyrsta barnið. Helga á síðan tvö börn, son sem er 27 ára sem er að læra efnafræði í London og 22 ára stúlku sem býr í Kaupmannahöfn,“ segir Ásgeir sem er nokkuð íhaldssamur maður, samkvæmur sjálfum sér og lætur álit annarra ekki hafa áhrif á sig. En gagnrýni hefur hann svo sannarlega fengið og ekki bara hvað vexti varðar heldur einnig fyrir það hvernig hann talar. Kemur upp í álagi „Ég náttúrulega stamaði og stamaði mjög illa þegar ég var krakki og áttu bara mjög erfitt með að tala og þetta háði mér. Þegar ég fór í doktorsnám til Bandaríkjanna þá fór ég í talþjálfun í einhver fimm ár sem hjálpaði mér mjög mikið en síðan hefur þetta aðeins minnkað með aldrinum. Maður lærir ákveðna tækni hvernig maður á að bregðast við en þetta kemur alveg í dag, þegar ég er þreyttur eða undir álagi.“ Hann segir að þeir sem stami séu mikið til með þetta á heilanum og hræddir við að stama fyrir framan annað kvöld. „Það vindur síðan upp á sig og fólk fer þá að forðast að vera í aðstæðum ef það skildi stama. Ég tók þá ákvörðun á sínum tíma að láta þetta ekki stoppa mig. Að leyfa fólki bara að heyra að ég stamaði. Þegar þú gerir það og tekst á við þinn mesta ótta þá vinnur þú bug á því.“ Ásgeir segir að sú gagnrýni sem taki mest á hann þegar fólk vænir hann um að vera ekki heiðarlegur. „Að ég sé að vinna gegn betri vitund og það finnst mér verulega ósanngjarnt,“ segir Ásgeir sem lækkaði stýrivexti á dögunum um 0,25 punkta. „Við töldum svo að verðbólgan væri þá á leiðinni niður og erum að gera ráð fyrir því að hún haldi áfram að lækka og við erum aðeins að sjá hvernig þetta lækkunarferli fer og sjá hvort við séum ekki að vinna okkur í haginn.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Seðlabankinn Ástin og lífið Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira