Åge óviss varðandi Albert: „Gæti verið ómögulegt“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 13:28 Albert Guðmundsson hefur verið að spila afar vel með Fiorentina á Ítalíu. Hann kom ekki til Íslands til að vera viðstaddur dómsuppkvaðningu í dag. Getty/Rafal Oleksiewicz Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide svaraði því ekki hvort reynt yrði að freista þess að fá Albert Guðmundsson inn í landsliðshópinn sem mætir Wales á morgun og Tyrklandi á mánudag, í Þjóðadeildinni í fótbolta. Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og fyrsta spurning var um stöðu Alberts sem fyrr í dag var sýknaður af nauðgunarákæru. Ljóst er að til að taka Albert inn í hópinn þyrfti annar leikmaður frá að hverfa, auk þess sem Albert er núna staddur á Ítalíu og rétt rúmur sólarhringur í leikinn við Wales. „Ég hef ekki íhugað það,“ svaraði Hareide aðspurður hvort Albert yrði kallaður inn í íslenska hópinn. „Við þyrftum að tala við félagið hans og vita hvað KSÍ segir. Það gæti verið ómögulegt,“ sagði Hareide. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði þó við Vísi rétt fyrir fundinn að það væri í höndum Hareide að ákveða hvort kallað yrði í Albert núna. Reglur sambandsins kæmu ekki lengur í veg fyrir að hann spilaði fyrir landsliðið. Albert hefur spilað þrjá leiki fyrir sitt nýja félag Fiorentina og nú þegar skorað þrjú mörk fyrir liðið. Hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn AC Milan um síðustu helgi. Albert kom ekki til greina í landsliðið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun í fyrrasumar, fyrir utan leikina tvo í EM-umspilinu í mars sem hann spilaði eftir að héraðssaksóknari hafði fellt mál hans niður skömmu fyrir leikina. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað og var Albert þá ekki lengur gjaldgengur, samkvæmt reglum KSÍ. Hareide var spurður hvernig honum liði með það að Albert væri nú aftur tiltækur í landsliðinu. „Það er komin niðurstaða. Ég hef ekki hugsað mikið út í þetta, við höfum verið uppteknir við æfingar og leikurinn við Wales á hug minn allan. Við verðum að leyfa þessu að koma í ljós,“ sagði Hareide. Hann staðfesti að allir leikmenn væru klárir í slaginn en mesta óvissan hefur verið varðandi Gylfa Þór Sigurðsson, vegna bakmeiðsla. „Allir eru klárir í slaginn. Eini vafinn var varðandi Gylfa en hann hefur verið að æfa án vandræða. Og allir aðrir eru klárir í slaginn. Staðan er betri núna en fyrir síðustu leiki.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og fyrsta spurning var um stöðu Alberts sem fyrr í dag var sýknaður af nauðgunarákæru. Ljóst er að til að taka Albert inn í hópinn þyrfti annar leikmaður frá að hverfa, auk þess sem Albert er núna staddur á Ítalíu og rétt rúmur sólarhringur í leikinn við Wales. „Ég hef ekki íhugað það,“ svaraði Hareide aðspurður hvort Albert yrði kallaður inn í íslenska hópinn. „Við þyrftum að tala við félagið hans og vita hvað KSÍ segir. Það gæti verið ómögulegt,“ sagði Hareide. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði þó við Vísi rétt fyrir fundinn að það væri í höndum Hareide að ákveða hvort kallað yrði í Albert núna. Reglur sambandsins kæmu ekki lengur í veg fyrir að hann spilaði fyrir landsliðið. Albert hefur spilað þrjá leiki fyrir sitt nýja félag Fiorentina og nú þegar skorað þrjú mörk fyrir liðið. Hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn AC Milan um síðustu helgi. Albert kom ekki til greina í landsliðið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun í fyrrasumar, fyrir utan leikina tvo í EM-umspilinu í mars sem hann spilaði eftir að héraðssaksóknari hafði fellt mál hans niður skömmu fyrir leikina. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað og var Albert þá ekki lengur gjaldgengur, samkvæmt reglum KSÍ. Hareide var spurður hvernig honum liði með það að Albert væri nú aftur tiltækur í landsliðinu. „Það er komin niðurstaða. Ég hef ekki hugsað mikið út í þetta, við höfum verið uppteknir við æfingar og leikurinn við Wales á hug minn allan. Við verðum að leyfa þessu að koma í ljós,“ sagði Hareide. Hann staðfesti að allir leikmenn væru klárir í slaginn en mesta óvissan hefur verið varðandi Gylfa Þór Sigurðsson, vegna bakmeiðsla. „Allir eru klárir í slaginn. Eini vafinn var varðandi Gylfa en hann hefur verið að æfa án vandræða. Og allir aðrir eru klárir í slaginn. Staðan er betri núna en fyrir síðustu leiki.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira