„Sóknin alls ekki klár hjá okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. október 2024 22:50 Þorleifur Ólafsson er þjálfari Grindavíkur Vísir/Pawel Cieslikiewicz Grindavík vann torsóttan 67-61 sigur á Val í kvöld í Bónus-deild kvenna en leikurinn var jafn og spennandi allt fram á síðustu mínútu. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók undir orð blaðamanns að það hafi verið sannkallaður haustbragur yfir leik kvöldsins. „Klárlega. Sóknin alls ekki klár hjá okkur. Maður er eitthvað að reyna öskra á þær varnarlega en áttar sig kannski ekki á því fyrr en eftir leikinn að við höldum þeim í 61 stigi, það er bara góð vörn. Svo eru það sóknarfráköstin, ég var ekki ánægður með þau í fyrri hálfleik. Þær tóku bara fjögur í seinni hálfleik [ellefu í fyrri. Innsk. blm.] sem er bara mjög gott á móti Val. Þær eru mjög góðar í sóknarfráköstum. Þetta var erfið fæðing en ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna og leikinn heilt á litið.“ Alexis Morris lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld og fór á kostum sóknarlega og ljóst að þarna hæfaleikaríkur leikmaður á ferð. „Hún er það og við vissum það alveg. Hún er náttúrulega búin að vera á stóra sviðinu og góð í körfubolta. En svo bara þetta gamla góða. Þær þurfa að aðlagast henni og hún þeim. Hún er nýkomin og ekki búin að vera á mörgum æfingum en við fyrstu sýn, bara virkilega góð og mun klárlega hjálpa okkur í vetur.“ Þrátt fyrir gott framlag frá Morris og öðrum bakvörðum liðsins er ljóst að Grindavík á töluvert inni frá stóru leikmönnum sínum, en þær Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sofie Tryggedsson skoruðu samanlagt fimm stig. „Engin spurning, sóknarlega. Við þurfum að finna þetta jafnvægi, þetta gamla góða„inside-outside“, og reyna að koma þessum stelpum kannski í stöður þar sem þeim líður vel. Við erum bara að vinna í því og þetta mun bara verða betra.“ Þrátt fyrir að áferðin hafi ekki verið falleg á sigri kvöldsins er Þorleifur bjartsýnn á framhaldið. „Ég er bara virkilega ánægður með liðið mitt í heild sinni. Þessar stelpur sem komu inn og hvernig þetta lítur út. Það er jákvæður og öðruvísi bragur á þessu heldur en í fyrra. Ég er bara rosalega bjartsýnn fyrir framhaldið. Þær kunna körfubolta og eru skemmtilegar stelpur. Þetta lítur bara vel út hjá okkur.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók undir orð blaðamanns að það hafi verið sannkallaður haustbragur yfir leik kvöldsins. „Klárlega. Sóknin alls ekki klár hjá okkur. Maður er eitthvað að reyna öskra á þær varnarlega en áttar sig kannski ekki á því fyrr en eftir leikinn að við höldum þeim í 61 stigi, það er bara góð vörn. Svo eru það sóknarfráköstin, ég var ekki ánægður með þau í fyrri hálfleik. Þær tóku bara fjögur í seinni hálfleik [ellefu í fyrri. Innsk. blm.] sem er bara mjög gott á móti Val. Þær eru mjög góðar í sóknarfráköstum. Þetta var erfið fæðing en ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna og leikinn heilt á litið.“ Alexis Morris lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld og fór á kostum sóknarlega og ljóst að þarna hæfaleikaríkur leikmaður á ferð. „Hún er það og við vissum það alveg. Hún er náttúrulega búin að vera á stóra sviðinu og góð í körfubolta. En svo bara þetta gamla góða. Þær þurfa að aðlagast henni og hún þeim. Hún er nýkomin og ekki búin að vera á mörgum æfingum en við fyrstu sýn, bara virkilega góð og mun klárlega hjálpa okkur í vetur.“ Þrátt fyrir gott framlag frá Morris og öðrum bakvörðum liðsins er ljóst að Grindavík á töluvert inni frá stóru leikmönnum sínum, en þær Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sofie Tryggedsson skoruðu samanlagt fimm stig. „Engin spurning, sóknarlega. Við þurfum að finna þetta jafnvægi, þetta gamla góða„inside-outside“, og reyna að koma þessum stelpum kannski í stöður þar sem þeim líður vel. Við erum bara að vinna í því og þetta mun bara verða betra.“ Þrátt fyrir að áferðin hafi ekki verið falleg á sigri kvöldsins er Þorleifur bjartsýnn á framhaldið. „Ég er bara virkilega ánægður með liðið mitt í heild sinni. Þessar stelpur sem komu inn og hvernig þetta lítur út. Það er jákvæður og öðruvísi bragur á þessu heldur en í fyrra. Ég er bara rosalega bjartsýnn fyrir framhaldið. Þær kunna körfubolta og eru skemmtilegar stelpur. Þetta lítur bara vel út hjá okkur.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira