Hjem til jul aftur á skjáinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. september 2024 13:00 Ida Elise Broch mætir aftur á skjáinn sem hin óheppna Johanne. Bandaríska streymisveitan Netflix ætlar að framleiða nýja seríu af norsku jólaþáttunum Hjem til jul. Um er að ræða þriðju seríu af gamanþáttunum en fimm ár eru síðan sú seinasta kom út. Í umfjöllun norska miðilsins VG kemur fram að forsvarsmenn streymisveitunnar hafi tilkynnt þetta á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. Þættirnir fjalla um ástarlíf hjúkrunarfræðingsins Johanne, sem leikin er af norsku leikkonunni Ida Elise Broch. Þegar jólin banka á dyrnar enn eitt árið ákveður Johanne að hún sé komin með nóg af því að mæta einhleyp í jólaboðið. Hún skrökvar því að fjölskyldunni sinni að hún sé loksins komin á fast. Því þarf hún að finna sér kærasta í tæka tíð fyrir jólin. Fram kemur í frétt VG að leikstjórinn Per-Olav Sorensen mæti aftur til leiks og geri þriðju seríuna líkt og fyrstu tvær. Söguþráðurinn verður tekinn upp að nýju fimm árum eftir atburði seinni seríunnar. „Við enduðum á ákveðnum nótum í seríu tvö. Það verður ekki auðvelt að fylgja því eftir en núna er Johanne fimm árum eldri og á nýjum stað í lífinu. Þannig við sáum tækifæri í því að halda áfram með sögu hennar,“ segir Sorensen. Hann segir handrit þáttanna enn í vinnslu. Ekki kemur fram í umfjölluninni hvenær stefnt er að því að gefa þriðju seríuna út. Þættirnir hafa eðli málsins samkvæmt komið út skömmu fyrir jól. Leikkonan Ide Elise hefur birt tíðindin um þriðju seríuna á Instagram síðunni sinni og er greinilega himinlifandi yfir því að fá aftur að leika Johanne. View this post on Instagram A post shared by Ida Elise Brochnroll (@idaelisebroch_official) Bíó og sjónvarp Noregur Netflix Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Í umfjöllun norska miðilsins VG kemur fram að forsvarsmenn streymisveitunnar hafi tilkynnt þetta á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. Þættirnir fjalla um ástarlíf hjúkrunarfræðingsins Johanne, sem leikin er af norsku leikkonunni Ida Elise Broch. Þegar jólin banka á dyrnar enn eitt árið ákveður Johanne að hún sé komin með nóg af því að mæta einhleyp í jólaboðið. Hún skrökvar því að fjölskyldunni sinni að hún sé loksins komin á fast. Því þarf hún að finna sér kærasta í tæka tíð fyrir jólin. Fram kemur í frétt VG að leikstjórinn Per-Olav Sorensen mæti aftur til leiks og geri þriðju seríuna líkt og fyrstu tvær. Söguþráðurinn verður tekinn upp að nýju fimm árum eftir atburði seinni seríunnar. „Við enduðum á ákveðnum nótum í seríu tvö. Það verður ekki auðvelt að fylgja því eftir en núna er Johanne fimm árum eldri og á nýjum stað í lífinu. Þannig við sáum tækifæri í því að halda áfram með sögu hennar,“ segir Sorensen. Hann segir handrit þáttanna enn í vinnslu. Ekki kemur fram í umfjölluninni hvenær stefnt er að því að gefa þriðju seríuna út. Þættirnir hafa eðli málsins samkvæmt komið út skömmu fyrir jól. Leikkonan Ide Elise hefur birt tíðindin um þriðju seríuna á Instagram síðunni sinni og er greinilega himinlifandi yfir því að fá aftur að leika Johanne. View this post on Instagram A post shared by Ida Elise Brochnroll (@idaelisebroch_official)
Bíó og sjónvarp Noregur Netflix Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira