Telur sig geta fyllt skarð Rodri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2024 12:33 Matheus Nunes og Rico Lewis fagna marki þess fyrrnefnda í sigri Manchester City á Watford í enska deildabikarnum. getty/Carl Recine Ekki vantar sjálfstraustið í Matheus Nunes, leikmann Manchester City. Hann telur að hann geti fyllt skarð Rodris sem verður frá keppni næstu mánuðina vegna alvarlegra meiðsla. Rodri meiddist í toppslag City og Arsenal á sunnudaginn og nú er komið í ljós að hann sleit krossband í hné. Spánverjinn gæti því hafa spilað sinn síðasta leik á tímabilinu. Blóðtakan er mikil fyrir City enda Rodri talinn í hópi bestu leikmanna heims og hann þykir líklegur til að vinna Gullboltann 2024. Nunes viðurkenndi að Rodri skildi eftir sig stórt skarð en hann telur að hann geti hjálpað til við að fylla það. „Við þurfum að fylla skarðið því þetta er mikill missir. Hver sá sem er á vellinum þarf að spila vel,“ sagði Nunes sem kom til City frá Wolves í fyrra. „Hjá Wolves spilaði ég meira sem kantmaður og í fyrra spilaði ég meira sem tía en þegar ég var hjá Sporting spilaði ég alltaf sem annar af tveimur miðjumönnum svo ég er öllu vanur. Ég reyni að hjálpa liðinu í hvert einasta skipti sem stjórinn setur mig inn á en ég veit að hinir strákarnir eru líka tilbúnir því liðið er svo gott.“ Nunes benti á að City hefði orðið Englandsmeistari á síðasta tímabili þrátt fyrir að Kevin De Bruyne og Erling Haaland hefðu verið frá vegna meiðsla. Nunes, sem er 26 ára portúgalskur landsliðsmaður, lék 28 leiki með City í öllum keppnum á síðasta tímabili. Hann skoraði seinna mark City í 2-1 sigrinum á Watford í enska deildabikarnum í fyrradag. Það var fyrsta mark hans fyrir félagið. Næsti leikur City er gegn Newcastle United í hádeginu á laugardaginn. Strákarnir hans Peps Guardiola eru með eins stigs forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Rodri meiddist í toppslag City og Arsenal á sunnudaginn og nú er komið í ljós að hann sleit krossband í hné. Spánverjinn gæti því hafa spilað sinn síðasta leik á tímabilinu. Blóðtakan er mikil fyrir City enda Rodri talinn í hópi bestu leikmanna heims og hann þykir líklegur til að vinna Gullboltann 2024. Nunes viðurkenndi að Rodri skildi eftir sig stórt skarð en hann telur að hann geti hjálpað til við að fylla það. „Við þurfum að fylla skarðið því þetta er mikill missir. Hver sá sem er á vellinum þarf að spila vel,“ sagði Nunes sem kom til City frá Wolves í fyrra. „Hjá Wolves spilaði ég meira sem kantmaður og í fyrra spilaði ég meira sem tía en þegar ég var hjá Sporting spilaði ég alltaf sem annar af tveimur miðjumönnum svo ég er öllu vanur. Ég reyni að hjálpa liðinu í hvert einasta skipti sem stjórinn setur mig inn á en ég veit að hinir strákarnir eru líka tilbúnir því liðið er svo gott.“ Nunes benti á að City hefði orðið Englandsmeistari á síðasta tímabili þrátt fyrir að Kevin De Bruyne og Erling Haaland hefðu verið frá vegna meiðsla. Nunes, sem er 26 ára portúgalskur landsliðsmaður, lék 28 leiki með City í öllum keppnum á síðasta tímabili. Hann skoraði seinna mark City í 2-1 sigrinum á Watford í enska deildabikarnum í fyrradag. Það var fyrsta mark hans fyrir félagið. Næsti leikur City er gegn Newcastle United í hádeginu á laugardaginn. Strákarnir hans Peps Guardiola eru með eins stigs forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira