Arteta vildi ekki tjá sig um rauða spjaldið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 22:03 Mikel Arteta var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi ekki náð að tryggja sér stigin þrjú. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var stoltur af sínum mönnum eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag, þrátt fyrir að liðið hafi misst frá sér forystuna á lokasekúndum leiksins. Arsenal og Manchester City gerðu 2-2 jafntefli á Etihad í dag í leik þar sem John Stones jafnaði metin fyrir heimamenn í City á áttundu mínútu uppbótartíma. Skytturnar í Arsenal voru hársbreidd frá því að halda út, þrátt fyrir að leika stóran hluta leiksins manni færri. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði,“ sagði Arteta í viðtali eftir leikinn. „Við spiluðum þennan leik við erfiðar kringumstæður. Við vorum að spila á móti besta liði heims.“ Gestirnir í Arsenal þurftu að leika allan seinni hálfleikinn manni færri eftir að Leandro Trossard fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks, og þar með rautt. Trossard fékk fyrra gula spjaldið fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómari leiksins, Michael Oliver, hafði dæmt aukaspyrnu, og seinni gula spjaldið fékk hann fyrir brot á Bernardo Silva áður en hann sparkaði boltanum svo aftur í burtu eftir að búið var að flauta. „Eftir það sem gekk á í upphafi leiks komumst við í 2-1. Svo fáum við þetta rauða spjald og þá varð þetta allt annar leikur. Ég vil helst ekki ræða frekar um það.“ „Það er augljóslega kraftaverk að við höfum spilað manni færri í 56 mínútur á Etihad. Það sem við gerðum í dag var ótrúlegt.“ „Það er augljóst hvað gerðist þegar þair tóku þessa ákvörðun, en þetta er eitthvað sem ég ætla ekki að eyða orku í að tala um. Ég vil ekki skemma neitt meira utan vallar.“ Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Inter missti niður tveggja marka forskot Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sjá meira
Arsenal og Manchester City gerðu 2-2 jafntefli á Etihad í dag í leik þar sem John Stones jafnaði metin fyrir heimamenn í City á áttundu mínútu uppbótartíma. Skytturnar í Arsenal voru hársbreidd frá því að halda út, þrátt fyrir að leika stóran hluta leiksins manni færri. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði,“ sagði Arteta í viðtali eftir leikinn. „Við spiluðum þennan leik við erfiðar kringumstæður. Við vorum að spila á móti besta liði heims.“ Gestirnir í Arsenal þurftu að leika allan seinni hálfleikinn manni færri eftir að Leandro Trossard fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks, og þar með rautt. Trossard fékk fyrra gula spjaldið fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómari leiksins, Michael Oliver, hafði dæmt aukaspyrnu, og seinni gula spjaldið fékk hann fyrir brot á Bernardo Silva áður en hann sparkaði boltanum svo aftur í burtu eftir að búið var að flauta. „Eftir það sem gekk á í upphafi leiks komumst við í 2-1. Svo fáum við þetta rauða spjald og þá varð þetta allt annar leikur. Ég vil helst ekki ræða frekar um það.“ „Það er augljóslega kraftaverk að við höfum spilað manni færri í 56 mínútur á Etihad. Það sem við gerðum í dag var ótrúlegt.“ „Það er augljóst hvað gerðist þegar þair tóku þessa ákvörðun, en þetta er eitthvað sem ég ætla ekki að eyða orku í að tala um. Ég vil ekki skemma neitt meira utan vallar.“
Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Inter missti niður tveggja marka forskot Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sjá meira