Var kennari og þjálfaði karlalið þegar hann stýrði kvennalandsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2024 15:16 Jörundur Áki Sveinsson hefur síðustu ár verið yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, og gegndi starfi framkvæmdastjóra í sumar. vísir/Bjarni Jörundur Áki Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna og nú yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, mætti í heimsókn til Helenu Ólafsdóttur þar sem hitað var upp fyrir 3. umferð efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta. Jörundur kom víða við á 33 ára löngum þjálfaraferli sínum en hefur nú verið yfirmaður knattspyrnumála í rúm tvö ár. Þar sinnir hann meðal annars rekstri allra tólf landsliðanna sem KSÍ teflir fram. Í sumar hefur hann svo einnig sinnt starfi framkvæmdastjóra þar til að Eysteinn Pétur Lárusson tók við af Klöru Bjartmarz um síðustu mánaðamót. Helena, sem er einnig fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna og tók raunar við af Jörundi á sínum tíma, spurði Jörund meðal annars út í þann tíma. Jörundur sinnti þá í raun þremur störfum en í dag er landsliðsþjálfari kvenna í fullu starfi: „Ég þjálfaði A-landslið kvenna 2001-2002 og var þá líka íþróttakennari, og að þjálfa einnig karlalið Breiðabliks. Þetta þótti ekkert tiltökumál þá. Ég hætti svo með kvennalandsliðið 2002 og ætlaði að einbeita mér að því að þjálfa karlalið Breiðabliks, en var svo rekinn bara einhverjum 3-4 leikjum síðar. Það gekk því ekkert allt of vel. Ég tók svo seinna aftur við kvennalandsliðinu og var þá einnig að þjálfa karlalið Stjörnunnar, ásamt því að kenna. Þetta þótti því bara hliðarstarf á þeim tíma. Sem betur fer hefur margt breyst og öll faglegheit og umgjörð farið til hins betra, enda sjáum við að árangurinn hefur stórbatnað,“ sagði Jörundur. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Keppni í Bestu deildinni heldur áfram í kvöld þegar Víkingur tekur á móti Þrótti. Á sunnudag eigast svo Valur og FH við, og Breiðablik og Þór/KA, en barátta Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn er hnífjöfn. Klippa: Besta upphitun - 3. umferð - Efri hluti Landslið kvenna í fótbolta Besta deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Jörundur kom víða við á 33 ára löngum þjálfaraferli sínum en hefur nú verið yfirmaður knattspyrnumála í rúm tvö ár. Þar sinnir hann meðal annars rekstri allra tólf landsliðanna sem KSÍ teflir fram. Í sumar hefur hann svo einnig sinnt starfi framkvæmdastjóra þar til að Eysteinn Pétur Lárusson tók við af Klöru Bjartmarz um síðustu mánaðamót. Helena, sem er einnig fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna og tók raunar við af Jörundi á sínum tíma, spurði Jörund meðal annars út í þann tíma. Jörundur sinnti þá í raun þremur störfum en í dag er landsliðsþjálfari kvenna í fullu starfi: „Ég þjálfaði A-landslið kvenna 2001-2002 og var þá líka íþróttakennari, og að þjálfa einnig karlalið Breiðabliks. Þetta þótti ekkert tiltökumál þá. Ég hætti svo með kvennalandsliðið 2002 og ætlaði að einbeita mér að því að þjálfa karlalið Breiðabliks, en var svo rekinn bara einhverjum 3-4 leikjum síðar. Það gekk því ekkert allt of vel. Ég tók svo seinna aftur við kvennalandsliðinu og var þá einnig að þjálfa karlalið Stjörnunnar, ásamt því að kenna. Þetta þótti því bara hliðarstarf á þeim tíma. Sem betur fer hefur margt breyst og öll faglegheit og umgjörð farið til hins betra, enda sjáum við að árangurinn hefur stórbatnað,“ sagði Jörundur. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Keppni í Bestu deildinni heldur áfram í kvöld þegar Víkingur tekur á móti Þrótti. Á sunnudag eigast svo Valur og FH við, og Breiðablik og Þór/KA, en barátta Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn er hnífjöfn. Klippa: Besta upphitun - 3. umferð - Efri hluti
Landslið kvenna í fótbolta Besta deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira